Stormur - 28.02.1942, Blaðsíða 3

Stormur - 28.02.1942, Blaðsíða 3
STORMUR 3 og því mátti ekki hafa fuli segl uppi. Árið 1917 komst hann að raun um, að hann myndi njóta sin betur í Manila en í Washington og fluttist því þangað og varð forseti senatsins og jafnframt æðsti maður eyjanna. Árum saman átti hann í hörðum deilum við Wood landstjóra, sem var fjandsamleg- ur sjálfstæðismálum eyjarskeggja. Queson beitti öllum brögð- um, kom sér í mjúkinn hjá öðrum landstjórum, var á sí- feldu ferðalagi milli Manila og Washington, smjaðraði, blekti og ógnaði. — Loks komu svo 1934 Fydins McDuff-lögin, sem bundu enda á sjálfstæðisbaráttu eyjanna. Þær urðu lýðveldi og hlutu fuit sjálfstæði í fjármálum og loforð um óskorað sjálfstæði 1946. Queson varð fyrsti forseti eyjanna. Erfiðasti mótstöðu- maður hans varð Aquinaldo gamli, sem heimtaði tafarlaust fullt sjálfstæði. Queson settist að í Malacanan-höllinni, en ameríski landstjórinn, sem nú var fulltrúi Bandaríkjanna, fluttist þaðan. — Queson er á sjötugs aldri, en unglegur að sjá. Hann er eljumaður mikill, fer venjulega á fætur í dög- un, og býður oft gestum til morgunverðar. Hann fer með æðsta framkvæmdarvaldið og þarf því í mörgu að snúast og úr mörgu að leysa, því að sjálfur ákveður hann um allt, sem miklu máli skiftir. Hann les blöðin vandlega, og lætur senda sér úrklippur af öllu, sem honum er nauðsyn að vita. Tvisvar eða þrisvar í viku fer forsetinn í eftirlitsferð öllum að óvörum, yfir til Manila, og lítur þar inn í fangels- in, verksmiðjurnar og ýmsar opinberar stofnanir, án þess að gera boð á undan sér. Hann tekur hart á, ef ekki er allt í reglu, hlustar gjarna á umkvartanir, og snæðir oft morgun- verð með verkamönnunum úti í garðinum. Hann er skrautmaður í klæðaburði, og hefir fundið upp sérstakan einkennisbúning til eigin nota: rauðbrúnar buxur, hvíta, lina skyrtu og hermannajakka, sem er hnepptur upp í háls. En oft er liann aðeins í „polo“-skyrtu, er hann veitir gestum viðtöku. Á heimili sínu ber hann hinn venjulega bún- ing þjóðar sinnar, sem hann segir, að sé mjög þægilegur. Ef það skyldi koma fyrir, að hann misti stöðuna, yrði honum það ofur auðvelt að hafa ofan af fyrir sér með spil- um. Hann er tvímælalaust bezti poker-spilari í veröldinni. Nýlega fór hann að spila bridge, og finnst nú meira til um hann en poker. Hann les talsvert, einkum ef hann vaknar snemma á morgnana og getur ekki sofnað aftur, en sagt er að hann ljúki sjaldan við nokkra bók. Hann hefir mikið gam- an af hestum og er sæmilegur reiðmaður. Drykkjukrá er i höllinni og hann hælir sér af því, að hafa aldrei bandað hendinni við glasi af víni, en í raun og veru drekkur hann ekki mjög mikið, en hann nýtur þess að tala um vín og kvenfólk. Á eldri ljósmyndum er hann með snúið yfirskegg og geysilega háan flibba. En hann segist hafa lát- ’ö klippa skeggið af sér, því að það kitlaði ungu stúlkurnar of mikið. Einu sinni er vín bar á góma, sagði hann þessa sögu af sér; „Er eg fór frá Manila sögðu læknamir mér, að ég mætti «kki drekka áfenga drykki. Þegar ég kóm til Java, leitaði ég \il læknis og hann sagði mér, að glas af öli sakaði ekki. Ég drakk svo öl frá Java til Parísar. En í París sagði annar læknir mér, að ég mætti drekka vín en ekki öl. Ég fór að ráðum hans, og drakk vín. Skömmu seinna sagði fransk- ur sérfræðingur við mig: „Þér eigið aðeins að drekka kampa- vín, það er eina vínið, sem á við yður“, Svo drakk eg kampa- vín um stund. Síðan fór ég til Bandaríkjanna, en þar sagði læknirinn mér: „Þér megið hvorki drekka öl eða vín, aðeins whiský“. Þess vegna er það, að ef ég vil drekka eitthvað núna þarf ég aðeins að ráða það við mig, eftir ráðum hvaða læknis ég á að fara“. Queson kann vel að meta góðan mat. Árið 1934 var hann skorinn upp og síðan hafa læknarnir bannað honum að neyta uppáhaldsréttar síns, en það er Adobo: nautakjöt súrsað i ediki og steikt með hvítlaulc. Veislur og mannfagnaðar er honum mjög að skapi. Hann hefir farið víða og berst þá milcið á. Glymjandi hljóðfæra- sláttur, blaktandi fánar, einkalestir, mikið föruneyti, fjölda- fundir og íburðarmiklar ræður allt þetta fylgir honum. Venjulegast er í íylgd með honum læknir, þrír skrifarar, hernaðarráðunautur og tugur af sníkjudýrum. Hann er ágæt- ur að stjórna mannfagnaði, en ferðakostnáðarreikningar hans eru heil námsgrein út af fyrir sig. Á Manila ekur Queson í stórum „straumlínu“ Chrysler vagni með gluggarúðum, sem ekki er hægt að sjá inn um. Það er ekki rétt, að vagninn sé skotheldur og vopnum búinn, en Queson ber á sér skammbyssu. Queson lék hugur á því að vera við krýningu Georgs VI., er hann var á ferðalagi um Evrópu 1937, en Englendingar vissu ekki hverja mannvirðingu þeir ættu að sýna honum og báðu Bandaríkin að telja hann af því. Hann hafði einnig í huga að heimsækja írland, Danmörku og Sovétríkin, til þess ,að kynna sér landbúnaðaraðferðir, en vanst ekki tími til þess. I Þýskalandi hitti hann Schacht en ekki Hitler. Á heim- leiðinni kom hann við á Cuba og Mexíkó. Hann dáist mikið að Cardenas forseta í Mexíkó. Forsetinn segir um sjálfan sig, að hann sé „nærri því kommúnisti", en að hann vilji þó halda einstaklings eignar- réttinum. En hann vill að ríkið hafi vald til þess að takmarka þenna rétt eins mikið og hagsmunum almennings er nauð- synlegt. / , I-Iann er kvæntur frænku sinni, sem Aurora heitir, og aim henni mikið, enda fer hann mjög að ráðum hennar. Þau unn- ust er þau voru böm en var stíað í sundur, en 1918 nam hann hana á brott með sér til Hong-Kong. I-Iún er mjög fögur kona og vel mentuð. Þau eiga þrjú börn: Maríu Auroru, 18 ára, Zenaidu, 17 ára, og Manuel, 12 ára. Donna Aurora gefur sig ekki mikið að stjómmálum, en hefir þó unnið allmikið að því að konur í eyjunum öðluðust. kosningarrétt, annars sinnir hún mest bókum sínum og blóm- um. Queson var lítið gefið um að konumar hlytu kosningar- rétt, en gekk þó inn á þá málamiðlun að þær skyldu fá hann eftir eitt ár, ef 30.000 konur gi-eiddu atkvæði með því. Eng- um kom til hugar, að þessi tala fengist, en frú Queson dró ekki af sér og atkvæðamagnið náðist. Andstaða Quesons spratt aðallega af því, að konurnar fylgja mjög ráðum prest- anna, en. honum fanst að sist væri á vald þeirra bætandi. Queson er vinsæil maður og á allsstaðar kunningja. Bestu vinir hans á Manila eru Jorge Vargas, skrifari hans, og að- stoðarmaður í stjómmálunum, og Manuel Nieto majór, sem er trúnaðarmaður hans og lífvörður. Er Queson var skorinn upp, skrifaði hann Nieto bréf, sem mátti ekki rífa upp nema uppskurðurinn riði honum að fullu. Nieto er ágætur íþrótta- maður og hnefaleikari. Mjög handgengnir Queson eru líka Elizalde-bræðumir, sem eru komnir af gamalli og frægri spænskri ætt og hafa nýlega orðið filippiskir ríkisborgarar. Þeir eru auðmenn miklir. Þá má nefna Adong, kammerþjón forsetans, sem er sjötugur. Hann hefir verið hjá Queson í 22 ár og sefur á bekk fyrir framan svefnherbergi húsbónda síns. I

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.