Stormur - 28.02.1942, Page 1

Stormur - 28.02.1942, Page 1
STORMU Ritstjóri: Magnús Magnússon XVIII. árg. Reykjavík, 28. febrúar 1942. 4. tölublað. STIÓRNMÁLAÞANKAR. I. Henrik Ibsen skrii'aði frægt leikrit um mennina, seiyi lifa á lífslyg'inni — Livslögnen. Vafalaust er það að sumir menn lifa á lífslyginni alla sína ævi, og sumum þessara manna getur jafnvel liðið betur en þeim, sem reyna að líta blekk- ingalaust bæði á sjálfa sig og aðra, umhverfi sitt og þjóð. En lífslygin er þó og verður altaf hættuleg, en hættuleg- ust verður hún þó, ef forystumenn þjóðanna og málgögn þeirra reyna vísvitandi eða óafvitandi að fá almenning til þess að lifa í henni — trúa því sem ekki er — sjónhverf- ingunni. Því er ekki að neita að mörgum Sjálfstæðismanninum finst, að nú sé verið að reyna að koma þessu svæfingarlyfi niður í kjósendur flokksins. — Morgunblaðið reynir að telja Sjálfstæðismönnum trú um, að þeir megi vel una við úrslitin í síðustu bæjarstjórnarkosningum, og telur alla mennina, sem kusu utanflokkalistana, til Sjálfstæðisflokksins. En þetta er hin mesta blekking og lífslygi, hvort sem hún er gerð vísvitandi eða af dómgreindarleysi. Hví kusu þessir menn ekki með Sjálfstæðismönnum, ef þeir eru einlægir Sjálfstæðismenn? Og hvenær hafa t. d. þeir Brynleifur Tobíasson og Svavar Guðmundsson verið Sjálfstæðismenn? En þessir tveir menn voru ofarlega (annar efstur) á utanflokkalistanum á Akur- eyri. Nei, það sanna er, að engir eða sárfáir þeirra manna, er þessa utanflokkalista kusu, eru öruggir Sjálfstæðismenn, og það er ófyrirgefanleg blekking eða dómgreindarleysi hjá útgefendum og riturum Morgunblaðsins að reyna að friða Sjálfstæðismenn með þessari lífslygi. II. Það eru nýafstaðnar þriggja daga harðar umræður í breska þinginu. í þessum umræðum var stjórnin gagnrýnd hlífðar- laust af öllum flokkum og fundið geysimargt til foráttu. Og mesti maður stjómarinnar — og sennilega mesti maður Eng- lands — Winston Churchill forsætisráðherra tók þessum hörðu ávítum vel og viðurkendi, að stjórninni hefði yfirsést í ákaflega mörgum hlutum og stórum. Hvernig er þetta hjá oss? . Förum vér að dæmi Bretans forverði lýðræðisins í heim- inum? Ifafa íslenskir kjósendur orðið þess varir, að þingmenn stjórnarflokkanna hafi á undanfömum þingum, síðan sam- bræðslustjórnin varð til — gagnrýnt gerðir stjórnarinnar án tillits til þess, hvar þeir stóðu í flokki ? Minnast íslenskir kjósendur þess, að forsætisráðherra ís- lensku þjóðarinnar, Hermann Jónasson, hafi nokkru sinni viðurkent, að sér hafi skjátlast síðan hann tók við stjórnar- taumunum, og þó var þessi maður og flokkur hans búinn að gera þjóðina og ríkið gjaldþrota, þegar djöfullinn hratt af stað styrjöldinni honum til bjargar. Og hvernig hefir svo þessum manni tekist stjórnin síðan landið var hernumið? — Lítum á flugvöllinn í miðjum bænum, lítum á alla hemianna- skálana um allan bæinn, lítum á Mentaskólann, Þjóðleikhúsið o.g Garð og lítum á allar íslensku stúlkurnar, sem hanga utan í Bretum og Bandaríkjamönnum, tignum og ótignum. Og hvenær gagnrýna blöðin hér sína eigin forystumenn eins og ensku blöðin gera? Hvenær hefir Tíminn gagnrýnt stjómarstörf Hermanns Jónassonar og Eysteins Jónssonar eða Jónasar Jónssonar. Hvenær hefir Alþýðublaðið gagnrýnt Stefán Jóhann eða Harald Guðmundsson ? Og hvenær hefir Morgunblaðið gagnrýnt Ólaf Thors eða Vísir Jakob Möller? Nei, öll þessi blöð hafa þagað, öll hafa þau brugðist þess- ari skyldu sinni, og flest eru þau múlbundin málgögn, sem segja það eitt og gera, sem þeim er skipað og fyrirlagt af valdamönnunum. Hvort mundi nú t. d. vera drengilegra og hyggilegra af Morgunblaðinu, að segja kjósendum Sjálfstæðisflokksins, að það sé mikil óánægja í flokknum með það, hve sumir forystu- menn hans eru leiðitamir þeim flokki, sem mest ógagn hefir unnið í íslenskum ;5tjórnmálum, eða reyna að telja þeim trú um það, að Brynleifur Tobíasson og Svavar Guðmundsson séu einlægir og öruggir Sjálfstæðismenn, og að Sjálfstæðis- flokurinn megi vel una við kosninguna á Akureyri, þótt þingmaður flokksins þar eigi aðeins þriðjung kjósendanna? Og væri ekki Sjálfstæðisflokknum og Ólafi Thors það holl- ara en dómgreindarlaus lofrolla, að blaðið segði eitthvað á þessa leið: Ólafur Thors er ágætlega gefinn maður, dreng- lundaður og að mörgu leyti prýðisvel til foringja flallinn, en það sem mörgum finst að honum er það, að hann beiti ekki öllum skörungsskap sínum þegar hann snýr sér að Fram- sóknarmönnum, og mörgum þykir hann heldur ekki nógu skeleggur í því málinu, sem Sjálfstæðisflokkinn og raunar alla þjóðina varðar mestu — kjördæmamálinu. Sá er vinur er til vamms segir, en loftungur og smjaðrarar eru verstu óvinir hvers manns og þó einkum þeirra, sem mest hafa völdin.

x

Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.