Stormur - 28.02.1942, Blaðsíða 2

Stormur - 28.02.1942, Blaðsíða 2
2 STORMUR Vér göngum fyrir höfðingja. Það er þarí'leysa, að hafa langan formála fyrir lítilli grein, og munum vér því vinda oss að efninu — umsvifalaust. Jæja, það var á nýársdag sjálfan, að vér skunduðum heim til ráðherrans, til þess að fá einhverja spekina upp úr hon- um fyrir blað vort; bönkuðum upp á skrifstofudyrnar hjá honum og óðum því næst inn til hans, þar sem hann sat með sveittan skallann við skrifborðið sitt og skrifaði af mikilli grimd og harðneskju. Eftir að við liöfðum óskað hvor öðrum gleðilegs árs og friðar, og þakkað fyrir gömlu og góðu árin, sögðum vér: „Hvað ertu að skrifa, maður?“ „Eg er nú eiginlega að skrifa mig til skrattans", svaraði hans herlegheit. „Einmitt það — og á hvern há^t ætlar þú að gera það núna?“ spurðum vér. „Eg er nefnilega að skrifa skattskýrsluna mína“, var svarið. „Rétt segir þú hinn frómi! Og hvernig er svo útkoman eftir árið?“ spurðum vér. „Og aldeilis hörmuleg, — altaf að tapa, — ekkert annað en tap á tap ofan, — það eina sem maður getur huggað sig við, er það, að maður er þó laus við að borga eignaskatt, — en eg er nú orðinn leiður á fátæktinni. — Eg vil verða fljótt ríkur, — græða heila miljón á einu bretti, og helst í pundum, eða þó ekki væri nema í dollurum. Hvernig á eg að fara að því?“ „Don’t ask me“ („spurðu mig ekki“), svöruðum vér. „Já, akkúrat“, sagði ráðherrann, „þetta sagði Churchill líka í sumar, þegar eg spurði hann, bæði um þetta og annað, sem mig Jangaði til að vita“. „En hvað þýddi líka fyrir þig að spyrja hann um þetta; enginn fjáraflaplana- maður er hann“, sögðum vér. „Jæja“, svaraði ráðherrann. „Hann er þó kominn af efnuðu og góðu fólki, eða veistu það III. Sjálfsagt líður nú ekki á mjög löngu þangað til bæjar- stjórnarkosningar fara fram hér í Reykjavík. Sjálfstæðis- menn hér mega ekki, þótt nokkur kurr kunni að vera í sum- um þeirra, bregðast þeirri skyldu sinni, að sækja vel kosn- inguna og tryggja með því að höíuðstaður landsins verði áfram undir stjórn þeirra. — Þeir verða að minnast þess, að þetta var nálega eini bærinn, sem upp úr stóð þegar óöld Jafnaðar- og Framsóknarmanna svarf fastast að þjóðinni. Þeir eiga að minnast þess, hvernig komið var fyrir Iíafnar- firði, ísafirði og Eskifirði þar sem rauðliðarnir réðu lögum og lofum. Þeir eiga að minnast þess fjandskapar, sem Framsóknar- menn hafa æ sýnt þessum bæ. Þeir eiga. að minnast þess, að það eru þeir, sem eiga langsamlega mestu sökina á dýr- tíðinni með því að hleypa innlendu framleiðsluvörunum fram úr öllu valdi. Þeir eiga að minnast þess, hvert miljóna og jaínvel tuga miljóna tap þeir hafa bakað bæjai’búum með fjandskapnum við hitaveituna. Og þeir eiga að minnast þess, hvernig Framsóknar- og Jafnaðarmannastjómin var — með- an hún var einráð — nærri því búin að sliga bæinn og bæjar- félagið með drápssköttum og ofsóknum gegn þeim atvinnu- vegum, sem heill og velferð bæjarins hvílir á. Verkamenn bæjarins skulu líka minnast þess, að borgar- stjórinn, Bjami Benediktsson, lítur engu síður á þeirra hag en annara stétta bæjarins. Ilann er enginn yfirstjettamaðui’ og skilur það vel að þroski og ménning Reykjavíkur er ekki hvað minnst undir því lcominn, að verkalýðurinn sé vel mentaður, vel efnum búinn og geti veitt sér þau lífsþægindi, sem hverjum siðmentuðum manni eru nauðsynleg. ekki, að hans ætt í Englandi er nærri því eins fín og Bergs- ættin hér á landi. En eg má víst altaf segja, eins og stendur í Völuspá: „Fátæktin er mín fylgikona". „Skítt með Bergsætt og Völuspá; en hversu má það annars vera, að þú einn allra manna skulir tapa, í þessu afbragðs árferði, — þegar allir aðrir græða á tá og fingri. Þú hefir þó ýms fríðindi, t. d. frítt Ijós, frítt húsnæði, frían hita, iíklega bæði þessa heims og annars, svo er hitaveitunni fyrir að þakka, — svo hefurðu frítt sprútt, eða að minsta kosti tollfrítt, svo hlýturðu að hafa einhver laun og gott ef ekki dálitla dýrtíðaruppbót. — Alt þetta mundi nú einhver ai- múgamaðurinn kalla heldur en ekki guðsblessun“. „En þá get eg sagt eins og kerlingin sagði forðum daga“, ansaði ráð- herrann. „Ilún er nú ekki mikil þessi guðsblessun ef maður drýgði hana ekki dálítið sjálfur“. „En hvers vegna ertu annars að ergja þig á því, að skrifa þessa þjóðfrægu skýrslu, núna á sjálfan stór-hátíðisdaginn ?“ Ráðherrann horfði á mig um stund og angurblítt bros færðist yfir góðlegu og göfugmannlegu ásjónuna hans; svo að mér fanst sem eg sæi hér frammi fyrir mér eitt heilags manns gefés. Þessu næst tók hann svo til orða: „Stór-hátíð- isdagamir eru þeir einu dagar, sem eg hefi til eigin þarfa, því að alla aðra daga ársins, jafnt sunnudaga og rúmhelga verð eg að hugsa ,og vinna fyrir þjóðina mína og stjórna ! henni. Samflokksmenn mínir gætu allir borið vitni um það, að eg vinn oft og einatt 27 — tuttugu og sjö — klukkutíma í sólarhring og það án þess að blikna eða blána“. „Ný Egilsstaða-samþykt“, skutum vér inn í. Ráðherrann hélt áfram eins og í leiðslu: „Mér finst bara blátt áfram, eins og eg steli hverri þeirri stund frá þjóðinni, sem eg brúka til eigin þarfa,--------af öllum þeim mikilmennum, sem stjórnað hafa heiminum á undan mér, þá held eg að eg sé engum líkari en honum Períkles gamla í Aþenu — og hann dó líka fátækur, eins og eg ....’.. Nú varð þögn, nokkra stund, þar til ráðherrann mælti: „Meðal annara orða, hvað segirðu um ræðuna mína i gærkvöldi, — gamlárs-ávarpið mitt?“ „Það var eins og við var að búast hjá slíkum manni“, svöruðum vér. „Já, var það ekki? Eg hefði nú haldið það!“ sagði ráðherrann, tók flösku upp úr bréfakörfunni sinni, hélt henni að munni sér drykklanga stund og mælti síðan: „Viltu ekki snaps, Eyvi minn?“ Vér þökkuðum og sögðurn síðan: „Þetta er nú víst ekki verra en vatnið og þar að auki, náttúrlega tollfrjálst". „Tollfrjálst er það auðvitað, en það er nú bara „landi“, sem einn kjósandi minn, norður á Strönd- um sendi mér fyrir jólin, og þetta á eg eftir af því ennþá. Þú sérð að eg kann bæði að spara og líka að prédika um sparnað. Þjóðin er nú loksins tekin að fara að mínum ráðum og reyna til að „búa að sínu“, eins og eg benti á, fyrstur allra íslendinga og fyrirskipaði strax í stríðsbyrjun. Það getur enginn reiknað út, nema kannske Jón Blöndal, hversu mörg- um mannslífum eg hefi bjargað með því, að kenna fólkinu að tína krækiber og fjallagrös; því enginn vissi að þettá var hægt fyr en eg sjálíur gaf upplýsingar um að á þessum hlut- um mætti lifa aldeilis kóngalífi. Svo eru það „sítrónur hafs- ins“, sem við dr. Skúli kendum fólkinu að rækta á sjótrján- um, í staðinn fyrir appelsínur, sem öllum hér á landi er bann- að að éta, nema honum Eysteini. Enda er hann nú orðinn svo borubrattur af ávaxta-áti, að setuliðið er farið að kalla hanh: „The great Brat of lceland“. En þér að segja Eyvind- ur frændi, þá þykir mér nú Eysteinn vera nokkuð flott á að veita innflutningsleyfi á sykri; því það getur maður þó séð, að hrafninn getur þi ifist á krækiberjunum, þó hann éti þau

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.