Stormur - 13.03.1942, Side 1

Stormur - 13.03.1942, Side 1
STORMUR Ritstjóri: Magnús Magnússon XVIIL árg. Reykjavík, 13. mars 1942. • 5. tölublað. KOSNINGARNAR. L Hér i blaðinu hefir oft verið að því vikið, að Sjálfstæðis- flokknum, eins og- öllum öðrum flokknum, væri nauðsynleg og hoil heilbrigð og vel rökstudd gagnrýni. Þótt þessi flokk- ur hafi löngum átt kjarnamestu menn þjóðarinnar og þótt liann hafi átt marga ágæta forvígismenn, þá væri fásinna að neita því, að oft hafi verið farið út af réttri leið í stjórnmála- baráttunni og mörg glappaskotin framin. Nú er það að vísu svo, að andstæðingarnir láta sjaldnast liggja í láginni, það sem aflaga fer hjá mótstöðumönnum þeirra, en að öllum jafnaði er gagnrýnin blandin áróðri, illvilja og rógi, og því verða not hennar lítil eða engin. Hverjum flokki væri það þvi gagnlegast að blöð hans ræddu einarð- lega en með fullri velvild og umbótahug ávirðingar og yfir- sjónir flokksmanna sinna í stjórnmálalífinu. Að þeirri gagn- rýni yrði full not og flokkurinn mundi eflast og þroskast við hana. En á þessari gagnrýni er mikill skortur hjá öllum blöðum íslenzku stjómmálaflokkanna. Blöð þeirra allra fara eins að og kötturinn, þau reyna að fela sem vendilegast ávirðingar flokksmanna sinna og foringja og ausa oft taumlausu skjalli á menn, sem þeir eiga lítið eða ekkert lof fyrir. Stormur telur sig eindregið Sjálfstæðisblað, þótt það sé ekki eða hafi verið stuðningsblað núverandi stjórnar. Hann telur og hefir ávait talið, að þjóðinni væri það fyrir bestu, að Sjálfstæðisflokkurinn yi’ði hreinn meirihlutaflokkur, sem gæti farið með stjórn landsins á eindæmi sitt, eða að minsta kosti svo, að hann bæri einn ábyrgðina. Eins og kjördæma- skiftingunni nú er háttað getur slíkt ekki orðið, en með rétt- látri kjördæmaskipun verður Sjálfstæðisflokkurinn langsam- lega stærsti stjórnmálaflokkurinn og því sjálfkjörinn til þess að bera aðalábýrgðina á stjórnarathöfnunum. Sjálfstæðisflokknum er nú í lóf^ lagið að koma þessari kjör- dæmaskipun á, og ef hann gerir það ekki á þessu þingi, þá er það eingöngu vegna þess að einhverjir þingmenn bregð- ast skyldu sinni bæði við flokk sinn og þjóðina alla. — Öllurn Sjálfstæðismönnum ber þeí hin ríkasta skylda til að fy'lgjast með gerðum þingmanna sinna í þessu mikla máli. H. Nú eru ekki nema þrír dagar þangað til að Reykvíkingar skera úr því, hverir eiga að fara með mál þeirra næstu f jögur árin — þau árin, sem ef til vill eiga eftir að marka og móta framtiðarsögu þjóðarinnar. Það væri heimskulegt af Sjálfstæðismönnum og þó einkum forustumönnum þeirra, að neita þvi, að nú er óvenjulega mikill kurr í Sjálfstæðismönnum hér í bænum, sem aðallega stafar frá stjómarsamstarfi flolcksins við Framsóknarmenn. — Margir hafa haft það á orð, að við þessar kosningar mundu þeir sitja heima eða skila auðum seðli og sýna með því forystumönnunum vanþóknun sína á háttalagi þeirra. Sumir tala einnig um að nauðsyn sé á nýjum og óspiltum borgara- flokki, og mun jafnvel ekki örgramt um, að einhverjir séu að vinna að síofnun slíks flokks. En öllum þessum mönnum ferst fávíslega og það jafnt fyrir það, þótt gagnrýni þeirra og óánægja kunni að vera á miklum rökum reist. Þeir menn, sem heima sitja eða skila auðu eða reyna að mynda einhverja flokksnefnu, hefna sín ekki á forystumönnum Sjálfstæðisflokksins með því, heldur hefna þeir sín á sjálfum sér og á allri þjóðinni. — Þeir menn, sem þetta fremja, gera leik að því að stofna fjárhag sínum, bæjarins og landsins alls í voða á næstu fjórum árum. Þessir menn eiga að minnast þess, hvernig komið'var fjár- hag landsins undir stjórn Framsóknar- og jafnaðarmanna áður en styrjöldin hófst, og þeir ættu að minnast hvemig rauðliðarnir — framsóknai’, jafnaðarmenn og kommúnistar — léku þau bæjarfélög, þar sem þeir fóru með völdin á kreppuárunum. Hl. Þess er ekki að dyljast, að stjórn Sjálfstæðisflokksins á bænum hefir í mörgu verið ábótavant á undanförnum árum. En þeir menn, sem gleggstir eru á hin mörgu mistök í stjórn- inni, verða að minnast þess, að á undanförnum árum hefir verið miklu vandameira að stjórna þessum bæ en sjálfu rík- inu. — Og þessi mikli vandi hefir ekki hvað minst stafað af því, að ríkisstjórnin og sá flokkur, sem farið hefir með ríkis- stjórnin á undanfömum 15 árum, hefir verið bænum fjand- samleg, og gert það, sem hún hefir getað til þess að koma atvinnuvegum hans og stærstu atvinnurekendum á kné. — Ætti öllum að vera það auðskilið, hversu. geysilega örðug- leika það skapar stjórn höfuðstaðar landsins, sem þriðjung- ur allrar þjóðarinnar býr í, þegar ríkisstjórnin sjálf vinnur bæði leynt og ljóst á móti hagsmunum bæjarins. Þessir óánægðu menn verða að minnast þess, að þótt margt og mikið sé óunnið, í þessum bæ, og þó sumt af því hefði get- að verið komið í framkvæmd, ef ekkert hefði brostið á fram* tak og ráðdeild bæjarstjórnarinnar, þá hefir samt mörgum Grettistökum verið lyft á undanförnum 15—20 árum og að Eeykjavík hefir haft forystuna og frumkvæðið að nálega öllum framförum þjóðarinnai' á þessu árabili. — En ekkert er eðlilegra en það að mörg verði mistökin hjá byrjandanum

x

Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.