Stormur - 13.03.1942, Blaðsíða 1

Stormur - 13.03.1942, Blaðsíða 1
STORMUR Ritstjóri: Magnús Magnússon XVIII. árg. Reykjavík, 13. mars 1942. «;. tölublað. B essuo se minning nans. I ritgerð einni, sem birtist eftir Vigíús vert, nú fyrir nokkr- um árum um herra alþingismann Jónas Jónsson, er komist svo að orði, eitthvað á þá leið, að herra Jónas Jónsson sé blátt áfram á veiðum, til þess að ná mönnum-------auðvitað mann- dómsmönnum-------í flokk sinn, til þess svo að njóta aðstoð- ar þeirra og brautargengis við það, að koma áhugamálum sínum í framkvæmd. — Mun Vigfús allra manna gei*st vita um þessa hluti, því að alkunna er, að herra Jónas Jónsson lagði hið mesta kapp á það, að vinna Vigfús til fylgis sér og sínum málum — og tókst það að lokum. Það hefir oft verið sagt um frægustu mikilmenni sögunnar. svo sem þá Lúðvík fjórtánda, Napóleon mikla og fleiri slíka menn, að einhver hinn mesti styrkleiki þeirra hafi einmitt legið í því, hversu glöggskygnir þeir voru á menn og hversu yel þeim tókst jafnan, að velja hæfasta manninn til hvers starfa. Þann veg var því og farið með herra Jónas Jónsson, meðan hann hafði völd, mest allra manna hér á landi. Hann valdi til sín og til hans söfnuðust hinir mestu afreksmenn þjóðarinnar og glæsimenni, hvaðanæfa af landinu, og jafnvel frá öðrum þjóðlöndum, svo að mannval það, er þjónaði undir hans skjöld, minnti hvað mest á hirðmenn og vildarviní þeirra fomkonunganna Haraldar hárfagra og Hrólfs kraka. Þá er herra Jónas Jónsson var nýkominn til valda, var það, að einn af aðdáendum hans varpaði fram, í hrifningu sinni, hinni gömlu, góðfrægu spumingu: „Hví er engin hirð um slíkan mann?". — Og var ekki von að maðurinn segði þetta? En til allrar hamingju, þurfti aðdáandinn ekki lengi að bíða. Hirðin skapaðist furðulega brátt og gjörðist þessi aðdáandi, þegar í öndverðu einn af öndvegishöldum herra Jónasar og einn hinn handgengnasti vinur hans, og mun svo æ verða, meðan báðir lifa. Engi er kostur þess, að nefna nöfn allra þeirra ágætis- manna, sem veitt hafa herra Jónasi Jónssyni trúa^ trausta og óeigingjama fylgd í baráttu hans fyrir velferð lands og lýðs. Hlýðir þó eigi annað en að fáein nöfn séu nefnd, af þeim mörgu, sem fullvíst er um, að skráð muni verða' með gullnu letri, í sögu Islands, á ókomnum öldum. En sökum þess, að gögn skortir til ítarlegra rannsókna, verður upptalningin mjög af handahófi: Mennirnir því ekki nefndir í réttri tíma- talsröð, eða í stafrófsröð, né eftir mikilleik mannkosta sinna. Kastast því engin rýrð á þann manninn, sem síðar kann að verða talinn en annar og því sízt á hina, sém alls ekki verða taldir. Sannarlega má það kallast þjóðarhamingja, að herra Jónas Jónsson skyldi vera hæstráðandi til sjós og lands, á íslandi, þegar hið mikla menningartæki, Ríkisútvarpið, var sett á laggirnar; því Uð reynsla var engin tfl, frá öðrum löndum um það, hversu stjórna skyldi slíku bákni. Hér gat því ekki nein langskólaganga komið að liði; heldur mundi skammskóla- genginn maður verða affarasælli, ef hann hefði aðeins gnægð af brjóstviti og óþrjótandi mannkosti, á öllum sviðum. Enda var herra Jónas Jónsson fljótur að finna réttasta manninn á þann rétta stað og valdi umsvifalaust nafna sinn Þorbergs- son.. Mun hann og hafa ráðið miklu um val ýmsra annara ágætismanna, sem útvarpsstjórinn fékk sér til aðstoðar; svo sem Jón Eyþórsson, Sigurð, núvérandi dósent, og marga fleiri. Einnig munu það hafa verið hans ráð, að jafn hand- táksgóður maður og Helgi Hjörvar var hafður þar jafnan handbær, til þess, að skrúfa fyrir strauminn ef óvinurinn ætlaði að taka upp á því, að segja einhvern ósóma í útvarpið. Væntir því alþjóð manna þess, að þeir, sem um ókomnar aldir koma til með, að skipa sæti hinna áður nefndu heiðurs- manna, og þá sérstaklega útvarpsstjórans sjálfs, muni aldrei — til muna — hvarfla frá hinu háa, göfuga marki, sem bæði hann og aði'ir hafa sett okkar hlutlausa, réttláta Ríkisútvarpi. Það má, að vísu, segja, að ekki hafi þurft neina frábæra glöggskygni til þess, að uppgötva annað eins afburða manns- efni og Einar Olgeirsson var, mun og herra Jónas Jónsson hafa verið fljótur að sjá, að hann var, sökum reynslu sinnar og hjartalags, sjálfsagðastí maðurinn til þess, að stjórna hafsíldareinkasölu Islands, og að svo miklu leyti, sem herra Jónas Jónsson fékk að ráða, var valinn maður í hverju rúmi, við fyrirtækið. Hefir og hafsíldarverslun íslendinga aldrei staðið með jafn miklum blóma eins og þegar þessara ráða herra Jónasar Jónssonav naut sem allra best við. Þá er það einnig bein afleiðing af þessari ráðstöfun, að Einar Olgeirs- son gerðist svo efnum búin, að hann gat keypt fyrir eigin fé hina glæstu skemtisnekkju, og gefið landstjórninni slíkan grip. Hefir þessi rausn og höfðingsskapur Einars síðar orðið ýmsum úr úrvalsliði herra Jónasar Jónssonar til fyrirmynd- ar, sem kunnugt er, en snekkja þessi mun enn þann dag í dag prýða hinn fagra ríkisskipaflota Islands, ef ekki er þegar búið að selja hana með stórfeldum ágóða fyrir föðurlandið. Þá mun og enginn verða til þess að bera herra Jónasi Jóns- syni á brýn glámskygni (svo að yfirlætislaust sé að orði kom- ist), fyrir það að hann gjörði allra meina græðarann, Vil- mund Jónsson að landlækni og sá þannig heilbrigðismálum þjóðarinnar að fullu borgið um aldur og æfi. Ávann hann sér með þessu eilíft þakklæti alrs landslýðs og Vilmundar sjálfs, svo að nú á hann í landlækninum, einhvern þann traustasta og óbrigðulastavin, sem hann hefir eignast um æfina og er þá mikið sagt.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.