Stormur - 24.03.1942, Blaðsíða 3

Stormur - 24.03.1942, Blaðsíða 3
STORMUR 3 Hann kvaðst líka vera mjög vondaufur um, að Alþýðu- flokkurinn efldist nokkuð að mun, þótt hann væri kominn í stjómarandstöðu, því að hann vantaði foringja og dug- andi menn. — Helst hafði hann trú á Jóni Blöndal til forustunnar, en það mátti lesa út úr svip hans, að hann hafð ienga von um, að Stebb ieða Hagaldur leyfðu honum að njóta sín. Vinnuvettlingar Höfuxn til sölu ágœta vinnuvetlinga. G. Helgason & Melsted H.F. útbreiðið STORM RIO-kaffi altaf fyfirligg|andL Þðrður Sveiasson & Go. H.t. Undralönd Asíu. Þjóðeraissinnamir skiptust í tvennt, þá róttæku og hina «r hægar vilja fara. Þeir síðarnefndu eru hræddir við Jap- ana og kjósa fremur yfiráð Hollendinga en þeirra, og vilja því ekki slíta sambandinu við þá. Þeir róttækari krefjast fulls sjálfstæðis. Foringi þjóðernissinna er Móhammed H. Thamrin, maður á fimmtugsaldri og dugnaðarforkur mikill. Þjóðernissinnarnir liafa margt á horaum sér. Þeir segja, að Hollendingar hugsi um það eitt að hagnast á eyjarskeggj- um og mergsjúga þá. Þeir bera einnig hollensku sambands- stjórnina þeim sökum, að hún vanræki algerlega skóla- og uppeldismál eyjanna, og geri það af ráðnum huga, svo að al- menningur fylgist ver með i stjórnmálunum, og því sem af- laga fer í stjórn eyjanna. Því miður verður heldur eigi neit- að, að menningarástandið er mjög bágborið, 95% af þjóðinni er ólesandi og ríkisskólar eru sárafáir. Til þess að þagga niður þessar óánægjuraddir og styrkja sig í sessi hefir hollenska stjórnin áformað að koma á ný- skipun um stjórn eyjanna. Fram að þessu hefir Austur-Indíur í raun og véru verið skift í tvennt, annars vegar Java og Madura, en hins vegar Borneó, Súmatra, Nýja Guinea og allur hinn mikli aragrúi annara eyja. Nú er ætlunin að hafa þrjú ráðuneyti eða stjómardeildir yfir þessum síðari, sem eru á stærð við Bandaríkin, eitt fyrir Sumatra, annað fyrir Bomeo og hið þriðja fyrir allar hinar eyjaraar, sem hljóta þá nafnið „Grotte Oost“ (Austurlöndin miklu). Þessi tilhög- un mundi styrkja varnaraðstöðuna gegn Japönum og flýta fyrir sjálfstórn eyjarskeggja. Austur-Indíum hefir lengi staðið hinn mesti ótti af Jap- önum og þó einkum eftir að þeir hófu styrjöldina við Kína, því að síðan hefir það sýnt sig, svo ekki þarf um að villast, að hugur þeirra stefnir suður á bóginn. Þótt Hollendingar séu auðug þjóð, hafa þeir ekki bolmagn til þess að búa svo rambyggilega um sig í Austur-Indíum, að þeir verði ekki sóttir. Japanar eru þegar farnir að gera sig all heimakomna í eyj- unum og Hollendingar fullyrða, að þeir reki þaf mikinn áróð- ur og hafi dulklædda njósnara hvarvetna. Fyrir skömmu skaut hollenskt strandvamarskip jauanskan togara í kaf, sem lá í leyni innan landhelgislínunnar. Sá orðrómur gengur, að jap- anar hafi jafnvel komið sér upp leynilegum flugvöllum í skógarþykkni miklu í grend við Balikpanan á Borneó. Hollendingar æfa hina innfæddu eyjarskeggja lítið við vopnaburð. Þeir fá ekki að æfa sig með byssur og þeim er ekki leyft að fara fram í hollensk herskip. En Hollending- ar sitja þó ekki auðum höndum. Þeir búast til varnar eftir beztu getu, og þeir eru staðráðnir í því að láta Japana komast að þvi fullkeyptu. enda þótt þeir búist ekki við því að geta varið allar eyjarnar. Á fjárlögunum 1936-37 urðu útgjöld- in til hervaraanna 90 milj. gyllina en 8937—38 135 miljón- ii'. Hollenska nýlendumálai’áðuneytið ber kostnaðinn við aukningu flotans, en eyjarnar sfánda straum af landhera- um. Hollenski herskipaflotinn þar eystra mundi mega sín mjög lítils gegn Japönum. Hollendingar hafa þar hvorki or- ustuskip eða beitiskip. Hins vegar hafa þeir 8 eða 10 tundur- spilla og 10—12 kafbáta, og 10 er verið að byggja. Flota- höfnin er í Sourabaja á Java. Allmargir r.merískir verk- fræðingar vinna nú í Bandeng, fjallaþorpi á iJava, nokkurn eða um 50 þús. fullæfðir hennenn. Allmargir Amerískir verk-

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.