Stormur


Stormur - 23.04.1942, Qupperneq 1

Stormur - 23.04.1942, Qupperneq 1
STORMUR Ritstjóri: Magnús Magnússon XVIII. árg. Reykjavík 23. apríl 1942. 9. tölublað Sundurlausir þankar I. Jónas okkar, vesalingurinn, á bágt núna. Allir lista- menn og skáld — að Pétri Jakobssyni þó undanskildum — ganga í skrokk á honum og ætla hann lifandi að drepa. Bera þeir meðal annars það á hann, að hann hafi farið fremur gálauslega, svo ekki sé meira sagt, með fé menn- ingarsjóðs, hafi svallað sumu út, en látið ,,unga stúlku“ hafa nokkuð. — Enn fullyrða þeir svo, að gamli maður- inn beri ekkert skynbragð á fagrar listir, fari þar á hunda- sundi eins og í stjórnmálunum, og haft er það eftir Vil- mundi, að hann hafi ekki lesið nokkra bók síðustu 20— 30 árin. Er þetta óskaplegt áfall fyrir karlangann, því að síðan Hermann svipti h^ann völdunum í þingflokknum, hefir hamrviljað bæta sér upp valdamissinn með því, að vinna sér það orð og álit, að hann væriMæcenas íslenzku þjóð- arinnar og jafnframt sá, sem mestan og fullkomnastan hefði fegurðarsmekkinn. Er listamennirnir sóttu að honum eins og hrafnar að hræi, sá svo Sigurður „seriös“ sér færi á því, að ráðast að honum. Er Sigurður allra manna handleggja og kloflengst- ur og fæturnir geysistórir og er því hinn hættulegasti óvin- ur, eins og margir hafa mátt kenna á. Gamli maðurinn varðist þó frækilega og eftir grimma viðureign og langa, varð sá endirinn, að Sigurður hopaði á hæli og hrökklaðist úr flokknum, sem hann ætlaði að kenna heiðarleik og ráðvendni, en tókst ekki. Sagt er, að þetta hafi verið það síðasta, er þeir Jónas og Sigurður mæltust við, áður en þeir skildu: Jónas: — Þú ei*t svo mikið ragmenni, Sigurður, að þú þorir ekki að tala við mig. Sigurður: — Eg þori það, en ég vil það ekki, því að ég er hræddur um að þú sleppir þér. Jónas: — Ekki mundi ég sleppa mér meira en þú gerðir í Bergen, þegar hótelþjónninn sneri þig niður á nef- inu. Þá svaraði Sigurður engu, en sagt er, að á eftir hafi hann sagt, að Jónas hafi farið þarna með mannskemmandi lygi, því að það hafi ekki verið hótelþjónninn, sem sneri sig niður, heldur hafi hann snúið hételþjóninn niður á nefinu, og sjái allir, hvílíkur munur sé á þessu tvennu. Talið er, að Sigurður muni nú hefja kennslu í ráðvendni og heiðarleika hjá hinum gömlu flokksbræðrum sínum, Alþýðuflokksmönnunum, og mun tæpast áf veita. II Hermann hefir nú í hótunum miklum um að segja af sér og hrinda þjóðinni út á ólgusjó stjórnleysisins, ef and- stöðuflokkar hans hvika ekki frá réttlætismálinu. Mörgum þykir það ótrúlegt, að full alvara fylgi þessu því að maðurinn er illa stæður fjárhagslega, og væri því undarlegt, að hann færi að „brenna upp fyrir sér atvinn- una‘ö þegar allir græða. Er nú ekki útlit fyrir annað en að allar gleðikonur bæjarins komi til með að greiða álit- legan eignarskatt á þessu ári og ætti það því að vera metnaður forsætisráðherrans, að leggja ekki minna af mörkum til þjóðar sinnar og ættjarðar en þær, eii það getur hann því aðeins, að hann „brenni ekki upp fyrir sér atvinnuna" í einhverju reiðiflogi. III. Meirihluti bæjarstjórnar hefir nýlega komist að þeirri niðurstöðu, að eina leiðin til þess að vernda siðferði og skírlífi „blessaðra ungu stúlknanna" sé sú, að láta Breta og Bandaríkjamenn halda áfram að veita þeim vín. — Kemur nú brátt að því, að Alþingi segi til um, hvort það er samþykkt stjórn höfuðstaðarins í þessum efnum. IV. Dálítið óþægilegt er það fyrir Pálma Hannesson rektor Menntskólans, að um leið og hann þembist út af umhyggju fyrir Menntaskólann og vill fá eina af stærstu jörðum landsins fyrir lóð undir hann, skuli það sannast á hann, að bókasafn skólans sé í hinni mestu vanhirðu, og dýr- mætar'bækur við það að eyðileggjast. En er það nokkur von, að Pálmi Hannesson, þótt hann sé mikill vexti og skrokkþungur, geti sinnt stjórn skólans sómasamlega, þegar maðurinn er í öllum mögulegum nefndum og ráðum og virðist blátt áfram vera „abnorm“ í þessum efnum. — Á undan Pálma létu rektorar skólans sér nægja, að hafá stjórn hans og umsjón og mun þó sagan sennilega geyma lengur nöfn Jóns Þorkelssonar, Björns M. Olsens, Steingríms Thorsteinssonar og Geirs Zoega; en þessa skagfirzka knapa. V. Þjóðólfur hefjr oft flutt góðar greinar, en sumum hefir fundist, að hann hafi stundum gleymt saltinu upp á síð- kastið. í mánudagsblaðinu 13. apríl birtir blaðið grein, sem heitir Pólitísk stéttabarátta, og er þar margt vel sagt og réttilega, þótt allmikilla öfga gæti í niðurlagi greinarinn- ar. I grein þessari er lýst hinum mikla mun á bardagaað- ferðum Sjálfstæðisflokksins og andstæðinga hans, og þótt oft haf iverið vikið að þessu sama efni hér í blaðinu og í mjög líkum anda og hér er gert, þá þykir Stormi þó á- stæða til þess að birta nokkrar glepsur úr þessari grein, þótt sjálfsagt muni allmargir af kaupendum Storms lesa Þjóðólf.

x

Stormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.