Stormur - 23.04.1942, Blaðsíða 1

Stormur - 23.04.1942, Blaðsíða 1
STORMU Ritstjóri: Magnús Magnússon XVIII. árg. Reykjavík 23. apríl 1942. 10. tölublað. Undralönd Asíu. Mohandas Karfamchand Gandhi er fæddur' 2. október 1869 í Porbander, sem er lítið ríki á Kathiavar-skagánum. Hann er því rúmlega 72 ára garnall og telst það hár aldur meðal Lndverja, þótt margir Japanar séu þá hinir ernustu. Hann er af tignum embættismannaættum, og faðir hans og afi voru báðir Dewans eða forsætisráðlierrar í stjórn Kathia- wars fylkis. Nafnið „Gandhi“ þýðir kryddangan á In,d- versku. Faðir hans, sem var góður og heiðarlegur maður, kvæntist fjónim sinnum, og var Gandhi yngsta barn síðustu konunnar. Móðir hans, sem var óvenjulega guðhrædd kona og vék í engu frá föstum og kreddum Hindúatrúarinnar, liafði mjög mikil áhrif á hann í æsku. Beztu heimildirnar um bernsku Gandlris eru í sjálfsæfio- sögu hans: The Story of My Esperiments with Truth“, sem er einstakt verk í sinni röð. Þar er sagt ofur látlaust og blátt áfram frá ýmsu, sem blygðunartilfinning flestra aftrar að geta um, en einlægni og hreinskilni á tæpast sinn líka, og víða er hún snilldarvel rituð. Þar gefur hann þesas lýsingu á móður sinni: „Móðir mín stendur mér skírast fyrir hugskotssjónum sem heilög kona. Hún var mjög trúhneigð og neytti aldrei matar án þess að biðjast fyrir áður. Svo langt sem ég man, minnist ég þess ekki, að hún bryti Chaturmas (einskonar fasta, sem stendur yfir fjóra mánuði af regntímanum. Hún vann hin ströngustu heit og hélt þau möglunarlaust.... Eink- um er Chaturmas stóð yfir, neytti hún matar aðeins einu sinni á dag, en fannst það of mikið og lrætti að borða nema annan hvorn dag, á meðan þessi fasta stóð. öðru sinni hóf hún því að borða ekki á föstunni, ef sólsldnslaust var. — Þess vegna gættum við börnin að því, hvenær sólin skini, svo að við gætum sagt mömmu okkar frá því.... Er við sögðum henni, að nú sæist sólin, hljóp hún til þess að sjá hana, en væri hún þá horfin, sagði liún glaðlega: „Það gerir ekkert til. Guð viul ekki, að ég neyti nokkurs matar í dag“. (The Story of My Experiments with Tnith, I. bindi, bls 19—20). Einn af vinum Gandhis sagði eitt sinn við hann, að Ind- verjar væru þróttlitlir vegna þess, að þeir neyttu ekki kjöts. „Englendingar geta ráðið yfir okkur af því að þeir éta kjöt“. Gandhi afréð nú í laumi að neyta þessarar forboðnu fæðu, stal geitakjöti og át en varð veikur af. Nóttina eftir hafði hann hamfarir harðar, og þótti honum sem iifandi geit jarm- aði í sífellu í maga hans.... Um svipað leyti fór annar vin- ur hans með hann á hóruhús. Gandhi lýsir svo komu sinni þangað: „Ég varð nærri því blindur og heyrnarlaus á þessu bæli spillingarinnar. Ég hafði sjálfur varpað mér 1 klær syndarinnar, en guð verndaði mig í hinni óendalegu misk- unn sinni“. Hann flýði — frelsaður. Eitt sinn varð honum það á að reykja vindling og lá þá við að liann fremdi sjálfs- morð, svo iðraðist hann þessarar yfirsjónar. Hann segist aldrei hafa skrökvað, þegar hann var bam. Hann kvæntist þrettán ára gamall. Áður hafði hann verið heitbundinn þrisvar en allar festarmeyjar hans dóu. Kona hans var tíu ára gömul dóttir nágranna hans. I ævisögu sinni hefir Gandhi komist svo að orði um þetta hjónaband: „Mig óraði ekki fyrir því, að sá tími mundi koma, að ég dæmdi föður minn hart fyrir það, að láta mig kvænast barn að aldri. Þá fannst mér, að svona ætti þetta að vera, og ég kunni þvi vel. Sjálfur hafði ég líka verið áfjáður í það að eignast komnu“. Og hann bætir því við, að. hann hafi verið fljótur til þess að neyta réttar síns sem eiginmaður. Kasturbai kona hans var ólæs: „Ég var áfjáður í það að kenna henni, en allur tíminn fór í ástarhótin“. Afleiðingin af þessu varð sú, að nú kunni Kasturbai — fimmtán árum síðar — aðeins að lesa og skrifa. ,,Ég er sannfærður um, að ef ást mín til hennar hefði verið algerlega laus við alla grimmd, þá mundi hún nú hafa verið menntuð kona, því að þá hefði ég sigrast á mótþróa hennar gegn námi“. Síra Engilbert. Snemma var haft orð á því, að Akumesingar væru slark- fengnir í Reykjavík og hirtnir á lauslega hluti úti við. Ein saga er sögð af þeim snemma á 19. öld. Engilbert Jónsson (d. 1820) var þá prestur á Lundi í Lundatreykjadal, og var mjög gefinn fyrir sopann. Prestur varð eitt sinn útúr- drukkinn í Reykjavík og sofnaði í skoti lijá kaupmanns- búð. Þá var það tíska, að bændur úr nærsveitum lögðu sauðarkroppa inn í verzlun og komu með þá í pokum, voru þeir vegnir úti, safnað saman og látnir inn á kveldin. Búð- arstrákar sáu prést dauðadrukkinn og létu hann í einn pok- ann. Þegar ketpokarnir voru bornir inn um kveldið, skildu þeir prest eftir í skoti sínu. Akurnesingar, sem ætluðu heim um nóttina, voru áður en þeir fóru á snuddi kring- um búðirnar til þess að vita, hvort þeir gætu eigi tekið neitt til handargagns; urðu þeir þá varir við ketpokann, sem þeir héldu, að hefði gleymst, og voru ekki seinir á sér, að hirða hann og bera hann út í bátinn. Iléldu þeir svo af stað með ketpokann í skuti og tóku harðan róður heim- leiðis. Prestur vaknaði ekki í pokanum fyrr en í miðri leið, þá kom á kaldur gustur út Hvalfjörð, og lieyra hásetar þá alt í einu sagt í pokanum: „Lánaðu mær dálítið af brekáns- hominu, gæskan“, presti hafði kólnað og rumslíaði, en hélt í svefnrofunum, að hann væri í rúminu hjá kerlingu sinni.. Þegar Akurnesingar urðu þessa var'ir, þóttust þeir hafa hirt prest viljandi, Iirestu hann á brennivínstári og gerðu vel til hans. (Minningabók). Kol «g’ koks Nægar birgðir ávallt fyrirliggjandi. Verð og gæði hvergi betra. Kolasalan i.f. REYKJAVÍK Símar: 4514 & 1845. /

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.