Stormur - 16.05.1942, Blaðsíða 1

Stormur - 16.05.1942, Blaðsíða 1
STORM UP Ritstjóri: Magnús Magnússon XVIII. árg. Reykjavík, 16. maí 1942. 11. tölulílað. Stjórnmálaþankar I. Hægt gengur með stjóraarskrármálið en þokast þó. Þeir, sem hafa viljað koma því fyrir kattarnef, og hafa enn um stund alræðisvald Framsóknarflokksins í íslenzkum stjórnmálum, munu nú hafe beitt flestum þeim brögðum, sem þeir ráða yfir til þess að aftra því, að kjósendur landsins hljóta þann rétt sem þeim ber. Mun Framsókn hafa kastað út síðasta mörsiðrinu, er hún bar fram þjóðstjórnartillögu sína á dögunum, sem Alþýðuflokksmenn hræktu í með fyrirlitn- ingu, en sumir Sjálfstæðismenn þefuðu að. Að vísu hefði sú lausn getað komið til mála, að allir stjórn- málaflokkamir kæmu sér saman um þjóðstjórn, sem þeir ann- aðhvort lögðu allir menn í eða studdu, eða hétu hlutleysi, og að kosningum yrði svo frestað þar til styrjöldinni væri lokið. Þá mundi vinnufriður hafa getað haldist og stjórnin starfað að almenningsheill. — Þessa tilraun bar forsætisráðherra í raun og veru að gera þegar í þingbyrjun, ef hann hefði haft þann stjómmálaþroska, sem heimta á af manni í hans stöðu. En hann, eins og flokkur hans, hefir æ verið hentistefnumað- ur, kaupa-Héðinn í íslenzkum stjóramálum. Það eru nokkrir Sjálfstæðismenn, sem hafa beitt sér fyrir þessari friðsamlegu bráðabirgðalausn, og verða þeir naumast áfeldir fyrir það, eins og alt var í pottinn búið. En nú þegar auðsætt er, að um ekkert samstarf þriggja eða fjögra stjórn- málaflokkann*a getur verið að ræða, hljóta þessir menn að snúa sér einhuga að lausn stjóraarskrármálsins í samvinnu við Alþýðuflokksmenn og Kommúnista, sem fram að-þessu hafa sýnt málinu íullan trúnað. II. Þeir menn, sem halda því fram, að ekki eigi að kjósa vegna þeirrar árásarhættu, sem yfir oss vofir, fara með þvætting einan. Ber það fyrst til, að flest skynsamleg rök hníga að því, að árásarhættan sé mun minni en hún var fyrir ári síðan. — Bandamenn eru betur viðbúnir hér en þeir voru þá, og Hitler er í örðugri aðstöðu nú, en hann var þá. Rökstuðningurinn fyrir þingsályktun Gísla Sveinssonar er því mjög hnökróttur og bláþráðóttur. En þó að til árásar geti komið, þá er það síst hættulegra, að menn tínist strjált á kjörstað heldur en að þeir safnist saman á götum úti 1 þúsunda og jafnvel tugþúsunda tali eins og átti sér stað 1. maí s.l.. og daglega skipta þeir þúsundum sem eru í bíóum og öðrum samkomuhúsum og aðalgötur bæj- arins eru nær því á öllum tímum dags sneisafullar af fólki. Kosningafrestun af þessum sökum hefir því aldrei verið annað en fyrirsláttur einn og blekking, sem þeir menn hafa borið fram, sem annaðhvort værð valdanna eða dreyma um það, að stjórna þessu landi án íhlutunar kjósendanna. Ekkert er það heldur annað en rökvilla og blekking hjá Framsóknarmönnum, að kosningarnar verði illvígari og hættu- legri sjálfstæði voru, þótt barist sé um kjördæmamálið. Engin þjóð, sem auga hefir með okkur, lætur sig það nokkru skifta, hvernig vér skipum þessu innanlandsmáli voru. — Hermann Jónasson mun tæpast njóta þess álits eða virðingar hjá Bret- um, Bandaríkjamönnum eða Rússum, að þeir telji, að sigur sinn geti verið undir því kominn, að þessi eignalausi maður sé áfram forsætisráðherra. — Mjög ósennilegt er það líka, að Hitler láti oss gjalda þess, þótt honum væri veitt hvíld í náð, enda þótt Hermann vor sé líklega skyldari honum en þeim Churchill og Roosevelt. Enginn þarf heldur að ætla, að kosningabaráttan yrði mun friðsamlegri eða drengilegri, þótt kjördæmamálinu væri slept. — Framsóknarmenn mundu jafnt fyrir það gera það að aðal- áróðursmáli sínu í kosningunum. Hamra á því, að kjósend- urnir yrðu að veita þeim stöðvunarvald, svo að þessari óhæfu yrði ekki hreyft á næstu þingum. Sumir menn eru að ympra á því, að það sé óviðurkvæmi- legt að taka þetta eina mál út úr þegar fyrir dyrum standi að breyta ýmsum öðrum ákvæðum stjórnarskrárinnar og semja rikinu ný stjórnskipunarlög. — Ekki hefir heldur þessi mót- bára við rök að styðjast. — Að vísu sýnist svo að fátt hefði mælt gegn því að þetta þing hefði að fullu gengið frá stjórn- skipunarlögum, og það hníga jafnvel mjög sterk rök að því, að rétt sé að gera það áður en þessari styrjöld lýkur, því að þess traustara sem vér höfum búið um sjálfstæði vort, því minni er hættan á því, að stórveldin geri þetta land að versl- unarvöru. En ef átti að semja önnur stjórnskipunarlög varð að hefj- ast handa um þegar í byrjun þessa þings, svo mikið vanda- verk er það, oð því getur ekki komið til mála, að nú, þegar komið er að þinglokum, verði farið að föndra við það. Enda munu þeir menn, er þessu hreyfa nú, lítt tala af heilindum, heldur hafa það að yfirvarpi til þess að fá öllu á frest slegið að'sinni, svo að þeir fái áfram að njóta faðmlaga framsókn- arinnar. Um þetta eina atriði stjómarskrármálsins — kjördæma- málið — skiftir aftur á móti alt öðru máli. Það er einfalt réttlætismál, og það er í alla staði sanngjamt og eðlilegt, að það séu ekki fulltrúar fjórða hluta kjósendanna, sem mestu ráði um, hvernig stjómarlög vor verða úr garði gerð, heldur

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.