Stormur - 16.05.1942, Blaðsíða 3

Stormur - 16.05.1942, Blaðsíða 3
STORMUR 3 Sennilegt er, að á næstu árum verði það SjálfstæðisflQkk- urinn, fremur öðrum flokkum, sem ábyrgðina ber á því, hvemig íslensku þjóðinni reiðir af að styrjöldinni lokinni. Þessi flokkur hefir á undanfömum árum átt um helming allra kjósenda landsins, en samt ekki haft nema um þriðjung þing- sætanna. Ef stjómarskrárbreytingin kemst á og þar með hlutfalls- kosningar í tvímenningskjördæmunum 6 og fjölgun þing- meima úr sex í átta í Reykjavík, hljóta Sjálfstæðismenn að bæta við sig 6 þingsætum og líkur fyrir því að þeir hljóti 7. en að sama skapi rýrnar þingfylgi Framsóknarflokksins. En til þess að Sjálfstæðisflokkurinn haldi þessu kjósenda- fylgi sínu, er honum það fyrst og fremst mikilsvert að blaða- kostur hans sé góður. Nú er því ekki að neita, að flokkurinn hefir blaðakost mikinn og sum þessara blaða hafa mikinn lesendafjölda, en þrátt fyrir það er flokkurinn illa settur í þessum efnum. — Ekkert þessara blaða er eign flokksins, heldur einstakra manna eða hlutafélaga. Að vonurn eru sjón- armið þessara eigenda blaðanna ólík um margt og sitt vakir fyrir hverjum. — Sumir eigendanna hafa það einkum fyrir augum, að blað sitt beri sig vel fjárhagslega o. s. frv. Sá ljóð- ur er einnig á þessari blaðaútgáfu, að sumir þeirra, sem mestu ráða um útbreiðddustu blöðin, hafa ekki þegið það í vöggugjöf að kunna að rita um stjórnmál og því hefir það stundum orðið, að málflutningur þein’a hefir meir orðið i stefnumálum og þrifnaði Sjálfstæðisflokksins til óþurftar en gagns. Mjög er það og viðsjárvert, að stærsti stjórnmála- flokkur landsins eigi líf sitt komið undir dutlungum og geð- hrifum eíns eða tveggja manna, og það því fremur, ef það hefir komið í Ijós, að þessir menn hafa fremur lítinn stjórn- málaþroska. Af þessum sökum öllum og mörgum öðrum, sem hér verða eigi tilgreindar, er það auðsætt, að flokknum ber rík nauðsyn til að eiga sitt blað sjálfur. Stjómmálaforingjar flokksins ættu því nú að hefjast handa um stofnun þessa blaðs, sem þyrfti ekki að vera dagblað heldur vikublað. Stærð þess ætti I ekki að vera minni en 12—16 síður í Morgunblaðsbroti, og til þessa blaðs ætti að vanda svo sem framast væru föng til. Ritfærir menn með staðgóða stjórnmálaþekkingu ættu að annast um pólitísku hliðina, en færir menn, hver í sinni grein, sæu fyrir öðru efni í blaðið. Meðal annars ætti einum manni að vera falið það, „að færa til betra máls“ þær greinar, sem þess þyrftu með, og yfirleitt sjá um að íslenskunni væri í engu misboðið. — Eni það hin víðlesnu blöð, sem framar öllu öðru ráða því nú, hvert málfar þjóðarinnar er og verður, og því ættu Sjálfstæðismenn að setja metnað sinn í það, að láta ekkert birtast í þessu blaði, sem íslenskri tungu væri til vansæmdar. Allmikið fé þyrfti að sjálfsögðu til að stofna blaðið, senni- lega 150—200 þús. kr. En eins og fjárhag fjölda góðra Sjálf- stæðismanna nú er komið ætti það að vera leikur einn að afla þessa fjár. Engin hætta er heldur á því, að blaðið bæri sig ekki, ef duglegum og slyngum fésýslumanni væri falin hin fjárhagslega stjórn þess. Munar fjölda manna mirma nú um 5000 kr. en 500 kr. fyrir 2—B árum, og þyrftu ekki nema 30—40 menn að leggja fram þessa upphæð í stofnkostnaðinn. Með því að hafa blaðið aðeins vikublað, er ekkert stofnað til samkepni við þau dagblöð, sem stutt hafa og myndu styðja málstað Sjálfstæðisflokksins, og ennfremur fylgir því sá kost- ur, að meiri er tryggingin fyiir því, að efni blaðsins og bún- ingur þess verði vandaðri en ef um dagblað væri að ræða. — Að sjálfsögðu ætti að senda þetta blað á hvert einasta sveita- heimili landsins. Listamennirnir og Jónas eiga nú í styi’jöld mikilli. Hefir hingað til verið barist með sverðum, en búist er við, að skamt verði þess að bíða, að viðureignin verði svipuð því, sem hún var milli þeirra Mönduls dvergs og Gríms Ægis forðum. Ef til vill segi ég þér síðar dálítið frá þessari viðureign. Lifðu heill. \ Þinn einl. Jeremías. Undralönd Asíu. Gandhi Gandhi verður mjög tiðrætt um holdsfýsnir sínar í ævi- sögunni. Hann segir, að jafnvel 1933, er hann var 64 ára, hafi hneygðir sínar í þessa átt verið vakandi. Fjórum sinnum verndaði guð hann frá því, að fara á pútnahús. Hið fyrsta, sem hann einsetti sér var að sigrast á þessum freistingum holdsins, og allar mataræðis-tilraunir hans hnigu að þvi marki, uns hann valdi geitamjólkina sem ákjósanlegustu fæðu til þess, að sefa þessar fýsnir. Er hann var þrítugur hætti hann öllu samræði við konur, og telur hann það fyrsta skref sitt að þeim áfanga að hafa stjóm á sjálfum sér. Er hann hafði lokið háskólanámi í Ahmedabad afréð hann að fara til Lundúna og stunda laganám. Slíkt var mjög fátítt í Indlandi um þær mundir, því að rétttrúaðir IJindúar töldu, að menn flekkuðust af því að ferðast á sjó og þó einkum af því að fara yfir heimshöfin. Varð hann að sækja um leyfi föð- urbróður síns til þessarar farar og fékk það með naumindum. Gandhi segir afar látlaust frá því, er hann seldi skartgripi konu sinnar — sem hann skildi eftir heima — til þess að fá upp í fargjaldið. Móður sinni hét hann hátíðlega að neyta ekki kets eða áfengra drykkja og að halda sér frá öllum konum. IJm þetta leyti lék honum hugur á því að verða Dewan eins og faðir hans hafði verið. Mjög eftirtektarverð er frásaga hans um það, sem á daga hans dreif í Lundúnum. Hann lagði alla stund á að kynnast siðum og háttum þessara eyjarskeggja, 'sem drotnuðu yfir ættjörð hans. Indverskur vinur hans sagði við hann: „Snertu ekki á hlutum, sem aðrir eiga“ (hann hafði óvart strokið silkihatt annars manns). „Beindu ekki spurningum að mönn- um, er þú hittir þá fyrsta sinni, talaðu ekki of hátt og ávarp- aðu engan „Sir“, eins og við gerum í Indlandi“. Gandhi keypti sér jakkaföt fyrir 10 sterlingspund, lærði latínu og frönsku, fékk tilsögn í dansi og eyddi geysimiklum tíma í að ná í bragðgóða jurtafæðu. (Ilann vildi ekki borða egg eða sósu, sem egg voru í, og varð því ávalt að spyrja þjóninn úr hverju maturinn væri búinn til). Margir urðu vinir hans í indversku nýlendunni í Lundúnum, og hann komst í stjóm jurtaætufélagsins, en var svo uppburðarlítill og feiminn er hann mætti á fyrsta fundinum, að hann gat engu orði upp komið.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.