Stormur - 30.06.1942, Blaðsíða 1

Stormur - 30.06.1942, Blaðsíða 1
STORMU Ritstjóri: Magnús Magnásson XVin. árg. Reykjavík, 30. júní 1942. 15. tölublað. Stjórnmálaþankar Alþýðublaðið 11. júní birti leiðara, sem bar heitið: „Það var að ég hafði hárið". Þar er víða svo vel og satt komist að orði um hinn gamla samstarfsflokk þess, að Stormi finst ástæða til þess að rifja upp nokkur atriði greinarinnar. Þar stendur meðal annars: „Það var að ég hafði hárið", — sagði kerlingin. — Framsóknarburgeisunum þykir það hagkvæmt, þegar þeir standa frammi fyrir fullu húsi verkamanna, að geta minst þess að Framsóknarflokkurinn hafi einhverntíma á árun- um verið sæmilega frjálslyndur endurbótaflokkur, sem ekki hafi barist gegn hagsmunum launastéttanna. — En flokkur þessi hefir nú síðustu árin unnið dyggilega að því að kippa þeim skrautfjöðrum úr sjálfs síns stéli, svo ?.ð þegar hann er nú að reyna að stíga í vænginn við verka- menn, lítur hann í þeirra augum út sem stéllaus hani, sem þar að auki, er orðinn hás af f ullmiklu f eitmetisáti . . .". Það er vissulega langt síðan að jafnsnjöll samlíking og þessi hefir birst í Alþýðublaðinu. Og svo heldur blaðið áfram: En Framsóknarflokkurinn eltist fljótt og illa. Valda- græðgi og sjálfiselska foringjanna drap frjálslyndið . . . Þegar ferill Framsóknarflokksins síðustu árin er rakinn, er það síst að f urða, þótt það láti í eyrum verkamanna sem hvellandi bjalla, þegar Framsóknarmenn hæla sér af fylgi við velferðarmál verkalýðsins. . . . Þjóðviljinn, sem út kom daginn eftir þenna leiðara Alþýðublaðsins birti ágrip úr honum, en bætti svo við þeirri meinlegu athugasemd frá eigin brjósti: að allt ætti þetta einnig við um Alþýðuflokkinn, sem nú væri orðinn eins og stéllaus hani. n. 1 Þjóðólfi, sem út kom 15. júní s. 1. er gréin, sem nefnist: Skattheimta og fjárstjórn hins opinbera endur- speglar veilur stjórnarfarsins. — Er þar margt vel sagt og réttilega, þessi lýsing á skattheimtu og fjárstjórn Fram- sóknarstjórnarinnar á undanförnum árum er hárrétt þótt ófögur sé. „Menn hafa það á tilfinningunni, að þeir séu skatt- lagðir í þágu ákveðinna flokkshagsmuna en að litlu leyti vegna sameiginlegra þarfa þjóðar heildarinnar. . . Skattheimtan tekur á sig mynd hreinnar ránsferðar. Yfirráða klíkan lítur á þjóðarheildina eins og sigraðan andstæðing, er beri að beigja undir ok þungrar hernaðar skaðabóta. — Fjáröflun hins opinbera er orðin svo óvægi- leg, að menn eru, beinlínis neyddir til að svíkja skatt og falsa framtöl eftir beztu getu. Tekjur, sem naumast nægja til brýnustu þarfa eru skattlagðar venjulega. Nauðsynja vörur eru tollaðar, enda þótt það sé nánast sagt broslegt.- tíiík fjárafla pólitík er líkust því, þegar tekið er úr einum vasanum og látið í hinn. Atvinnurekstrinum er íþyngt um skör fram með skatt- greiðslum. Framtak og sjálfsbjargarviðleitni er drepin í dróma með skattheimtunni. Menn hafa ekki áhuga fyrir að afla fjár, sem hlýtur óhjákvæmilega að,.vera eyðslueyrir flokksstjórnar og er notað nálega til þess éins að skapa einhverjum ákveðnum sérhagsmunum vígstöðu. Skattsvikin eru nauðsynleg og óhjákvæmileg sjálfs- vörn hvers einasta borgara. Alt frá umkomulausum verka- manni til umsvifamikils athafnamanns er litið á skattsvik- in, sem nauðsyn en ekki eins og refsivcrt athæfi. Annars vegar er afkoma þeirra og rekstur í voða. Hins vegar er þeim óljúft að vita af þeim fjármunum, sem þeir leggja í hinn sameiginlega sjóð borgaranna, í höndum hreinna fjárglæfram'anna, sem stýra þjóðfélaginu eftir lögmálum stigamenskunnar. — Fastlaunamenn einir eru ofurseldir hinni miskunnarlausu skattheimtu og verða fyrir það harðara úti en allir aðrir. Andrúmsloftið í skattamálun- um er orðið slíkt, að þegar sjálft ríkisvaldið gefur út skuldabréf, dettur því ekki í hug að gefa út annað en handhafa skuldabréf. önnur leið er ekki fær. Ríkisvaldið veit, að einstaklingarnir verða að hafa opna möguleika til að fela verðmætin". ra. Sennilega hefir enginn af forystumönnum Sjálfstæðis- flokksins lagt sig eins fram til þess að halda uppi góðu samstarfi við Framsóknfarflokkinn, á meðan stjórnarsam- vinnan stóð, sem Ólafur Thors forsætisráðherra. Hlaut hann fyrir þetta nokkrar óvinsældir í sínum flokki og ámæli hjá ýmsum, sem töldu hann ekki nægilega skelegg- en fyrir sinn'flokk og stefnumál hans. Nú hefði mátt ætla, að Framsóknarmenn væru þeir drengir, að þeir kynnu að meta þettia við Ólaf, og a. m. k. stiltu sig um að fara með óhróður og róg um hann í þessari kosningabaráttu. — En þeir einföldu menn, sem vænst höfðu þessa drenglyndis hjá Tímamönnunum hefir hrapa- lega skjátlast, því að engan m'ann ausa þeir nú slíkum auri sem Ólaf, og ekki láta þeir sér nægja róginn um hann einan heldur ofsækja þeir og alla ættina hans og hlífa ekki heldur föður hans, sém er orðinn háaldraður, hefir aldrei skift sér ;af stjórnmálum og er sá maðurinn, sem þessi bær og þjóðin öll stendur í mikilli þakkar- skuld við. — Til þess að sýna hve ódrengskapurinn og rætnin er á háu stígi skulu birtar hér fáeinar glefsur úr síðustu blöð- um Tímans.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.