Stormur


Stormur - 30.06.1942, Qupperneq 1

Stormur - 30.06.1942, Qupperneq 1
TORMU Ritstjóri: Magnús Magnússon XVIH. árg. Reykjavík, 30. júní 1942. 16. tölublaS. Alþingiskosningarnar 1937 og nú i. Þar sem nú eru 5 ár liðin frá því að alþingiskosningar fóru fram, er það ekki nema eðlilegt, að margur sé farinn að ryðga í því, hvernig leikslokin urðu þá milli flokka og frambjóðenda. Verður því gefið dálítið yfirlit yfir þær, því að ef til vill má af þeim nokkuð geta sér til, hvernig þessar kosningar muni fara, eða a. m. k. geta menn fremur skemt sér við að spá um þær og deila, af þeir hafa þennan grund- völl undir fótunum. Við alþingiskosningarnar 1937 greiddu rúm 59 þús. manns atkvæði, eða um 88% af kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þá rúm 24 þús. (41,3%), Framsóknarflokkurinn um 14.500 (24.9%), Alþýðuflokkurinn um 11 þús. (19%), Kommúnistar um 4.900 (8.5%), Bændaflokkurinn um 3.600 (6.1%), Nasistar og utan flokka hlutu samtals 131 atkvæði. Þótt Framsóknarflokkurinn fengi aðeins tæpan fjórð- ung af greiddum atkvæðum hlaut hann 19 kosna þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn, sem rúmlega tveir fimmtu hlutar allra kjósepda töldu sig til, fékk aðeins 17 þingmenn, og hin- ir flokkarnir urðu enn harðara úti, þegar litið er til þeirrar kjósendatölu, sem stóð að meðaltali að baki hverjum þing- manni. Ættu þessar tölur einar að færa hverjum heilskynug- um manni heim sanninn um það, hversu sjálfsagt er að svipta Framsóknarflokkinn þeim forréttindum, sem hann hefir notið á undanförnum árum. II. Þá verður vikið að niðurstöðunni í hinum einstöku kjör- dæmum: í Reykjavík buðu 4 flokkar fram og alls voru greidd 18.331 atkvæði, en 89% kusu. Alþýðuflokkurinn hlaut 4135 atkv., Framsóknarflokkurinn 1047, Kommúnistar 2742 og Sjálf- stæðisflokkurinn 10.138. Til samanburðar má geta þess, að við síðustu bæjarstjórnarkosningar hlaut Alþýðuflokkurinn 4212 atkv., Framsóknarflokkurinn 1047, Kommúnistar 4558 og Sjálfstæðisflokkurinn 9334. Er hér sérstaklega eftirtekt- arverð hin mikla aukning hjá Kommúnistum. Hinir tveir andstæðingaflokkar Sjálfstæðismanna standa hinsvegar í stað, þrátt fyrir kjósendafjölgunina, sem munar mörgum þúsundum, en Sjálfstæðisflokkurinn fór þó ver út úr því, því að atkvæðatala hans rírnar um 800 atkv. Átti vafalaust gerðardómurinn og stjórnarsamstarfið með Framsókn að- alþáttinn í þessum ósigri Sjálfstæðisflokksins. En hvað sem valdið hefir, þá er það stórhættulegt af Sjálfstæðismönnum að loka augunum fyrir þessari staðreynd, og miklast af því þótt þeir næðu meirihluta í bæjarstjórninni. Enn meiri ástæða er til þess fyrir þá að vera nú vel á verði, þar sem nýr flokkur, Þjóðveldismenn, hefir komið til skjalanna. Eru nokkrir gamlir Sjálfstæðismenn á framboðs- Hsta flokksins og vitað er, að allmargir, sem fylgt hafa Sjálf- stæðisflokknum að málum undanfarið, eru í þessum flokk, eða hlyntir honum. Engar líkur eru fyrir því, að þessi flokk- ur muni koma manni að við þessar kosningar, en ef margir sem áður kusu með Sjálfstæðismönnum, láta flekast til þess að kjósa þennan lista má vel fara svo að Sjálfstæðismenn komi aðeins þremur að, en Kommúnistar hljóti tvo. Á kjörskrá í Reykjavík eru nú um 25 þús. og er líklegt að um 21—22 þús. greiði atkvæði. Sennilegt er að Sigurður kómiski fái 1—2 hundruð atkvæði, en sagt er þó að vilmund landlækni hafi dreymt fyrir því að hann fengi 73. Framsóknarmenn munu að líkindum fá 6—800 atkvæði, en hvað Þjóðveldismenn kunna að fá er ekki gott að gizka á, því að við enga undanfarna reynslu er hægt að styðjast, en sennilegt er að þeir verði hærri en Framsóknarmenn. Við kosningarnar í Hafnarfirði 1937 voru greidd 1977 atkv. Hlaut Bjarni Snæbjörnsson 996 en Emil Jónsson 935. Nú hefir Bjarni Snæbjörnsson því miður dregið sig í hlé, en í hans stað er Þorleifur Jónsson fyrir Sjálfstæð^sflokkinn. Er Þorleifur greindur maður, vel máli farinn og einarður, en hvorki hann eða nokkur Sjálfstæðismaður í Hafnarfirði mun njóta jafn mikilla vinsælda sem Bjarni læknir, og verð- ur því engu hægt að spá um, hver úrslitin verða. í Gullbringu- og Kjósarsýslu voru greidd 2404 atkvæði 1937 og hlaut Ólafur Thors 1504, en Sigfús Sigurhjartarson 893, en hann var þá Alþýðuflokksmaður. Nú býður flokkur- inn fram Guðm. í. Guðmundsson, málaflutningsmann, fram gegn Ólafi. Er Guðmundur sagður harðsnúinn maður. — Framsóknarmenn tefla þar fram ritstjóranefnu Tímans, en Kommúnistar Guðjóni Benediktssyni. í Borgarfj arðarsýslu voru greidd 1473 atkv. Pétur Otte- sen hlaut fullan helming þeirra eða 730, en Sigurður Jónas- son, sem þá var „seríus“ og nýtekinn í fóstur af Hriflu-Jónasi hlaut 398 og mun það verða mesti kosningasigurinn, sem sá kynlegi kvistur mun vinna á þessari jörðu. Nú hafa Fram- sóknarmenn þar í framboði Sverri Gíslason bónda í Hvammi, gegnan mann, en ekki mun bóndinn á Hólmi hræðast hann. Guðjón Baldvinsson var í kjöri fyrir Alþýðuflokkinn 1937 og hlaut 250 atkv., en nú ætlar dósentinn Sigurður Einarsson að kenna Borgfirðingum fagnaðarboðskap marxismans. í Mýrasýslu voru greidd 996 atkv. Bjarni Ásgeirsson, frambjóðandi Framsóknarflokksins hlaut 516 atkv. en Þor- steinn Þorsteinsson sýslumaður, frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins 423. Bjarni er enn í framboði en Friðrik Þórðar- son í Borgarnesi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Er sennilegt, að Bjarni muni enn sem fyrr ganga í augu meyjanna í Mýra- sýslu.

x

Stormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.