Stormur - 30.06.1942, Blaðsíða 2

Stormur - 30.06.1942, Blaðsíða 2
S rORMUR 2S í Snæfellsnessýslu voru greidd 1505 atkv. Hlaut Thor Thors 752 atkv. Þórir Steinþórsson (F) 433, Kristján Guð- mundsson (A) 222 og Eiríkur Albertsson sem bauð sig fram fyrir Bændaflokkinn, sem nú hefir gefið upp vörnina, eftir heldur giftusnautt líf, fekk 65 atkv. Gunnar Thoroddsen er þar nú í framboði fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Er hann glæsilegur maður og ágætlega til þingmennsku fallinn. Framsóknarmenn tefla þar fram vits- munamanninum frá Laugavatni, Bjarna Bjarnasyni, og er sagt að hann leggi á sig mikið erfiði þar vesta, en hætt er samt við því ,að hann þurfi lengri tíma en völ er á, til þess að sannfæra Snæfellinga um gáfur sínar og því megi æska landsins njóta þessa „sterkasta skólamanns“ næsta vetur. Ólafur Friðriksson skáld, er í framboði fyrir Alþýðuflokkinn. í Dalasýslu voru greidd 769 atkv. Hlaut Þorsteinn Briem bændaflokksmaður 402 atkv. en Hilmar Stefánsson (F) 321. Voru það Sjálfstæðismenn sem léðu Briem fylgi sitt. Nú fer þar fram Þorsteinn sýslmaður af hálfu Sjálfstæðismanna. Nýtur hann mikils trausts og vinsælda hjá Dalamönnum. — Framsóknarmönnum þótti Hilmar of vandaður til þess að hafa hann þar áfram í framboði, en fengu í hans stað mann- tusku úr Búnaðarfélaginu, sem kvað heita Pálmi Einarsson. Væri Dalamönnum mjög brugðið ef þeir kysu *þann lið- hlaupa. 1 Barðastrandasýslu voru greidd 1034 atkv. Bergur Jóns- son (F) hlaut 565 en Gísli Jónsson (S) 406. Sigurður Ein- arsson var þá í framboði fyrir Alþýðuflokkinn og hlaut 90 atkv. og Hallgrímur Hallgrímsson fyrir Kommúnista; fékk hann 62 atkv. — Gísli er enn þá í framboði, en Framsóknar- menn tefla þar fram Steingrími Steinþórssyni. Er talið af kunnugum, að Steingrími geti orðið hætt fyrir Gísla. — Eru báðir mennirnir fylgnir sér og ófyrirleitnir, ef því er að skifta. í Norður-ísafjarðarsýslu voru greidd 1486 atkv. Vilm. Jónsson (A) hlaut 789 atkv. Sigurjón Jónsson (S) 694. Nú bjóða Sjálfstæðismenn þar fram Sigurður Bjarnason frá Vigur, ungan mann og áhugamikinn, en Alþýðuflokkurinn Barða Guðmundsson, ástvin Hriflu-Jónasar. 1 Vestur-ísafjarðarsýslu voru greidd 1180 atkv. Ásgeir Ásgeirsson (A) hlaut 497, Gunnar Thoroddsen (S) 411 og Jón Eyþórsson (F) 255. Ásgeir er enn í kjöri, og jafnfríður sem fyrr og snyrtilegur, Sjálfstæðismenn bjóða þar fram ungan mann og gáfaðan, Bárð Jakobsson, en Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli er frambjóðandi Framsóknar- manna. Er hann sagður karskur maður. Á Isafirði voru greidd 1385 atkv. Finnur Jónsson (A) hlaut 754 atkv. Bjarni Benediktsson (S) 576. Finnur er þar enn 1 kjöri, en Björn Björnsson, hagfræðingur fyrir Sjálf- stæðismenn. Sigurður Thoroddsen yngri er þar í kjöri af hálfu Kommúnista. Er Sigurður hinn glæsilegasti maður. í Strandasýslu voru greidd 962 atkv. Hermann Jónasson hlaut 632 atkv., en Pálmi Einarsson (B) 311. Hermann vildi ekki að vera á lista Jóh. Kr. Jóhannessonar, og er þar enn í framboði, en Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði fyrir Sjálf- stæðismenn. Er Pétur prýðilega gefinn maður og á flekk- lausari fortíð en „kollubaninn". í Vestur-Húnavatnssýslu voru greidd 828 atkv. Hlaut Skúli Guðmundsson (F) 436 en Hannes Jónsson (B) 364. Skúli er þar enn í kjöri en Guðbr. ísberg sýslum. fyrir Sjálf- stæðismenn. — Skúli er greindur maður en ófyrirleitin. — Guðbr. ísberg þótti með nýtustu þingmönnum á meðan hann sat á þingi. I Austur-Húnavatnssýslu voru greidd 1112 atkv. Jón Pálmason (S) hlaut 428, en Hannes Pálsson (F) 318. Jón Jónsson (B) 261 atkv. og Jón Sigurðsson (A) 94. Þeir Jón og Hannes fara þar enn fram og Friðfinnur einhver Ólafsson fyrir Alþýðuflokkinn. Talið er mjög tvísýnt, hvernig um kosningu þessa fer, og veltur hún á því, hvað hinir fyrv. bændaflokksmenn gera. Er vitað um nokkura, sem ýmist hafa gengið í Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokkinn, en óvíst er um allan þorra þeirra. í Skagafjarðarsýslu voru greidd 2083 atkv. Það er tví- 'menniskjördæmi og hlutu Framsóknarmenn kosningu, Pálmi Hannesson 1072 atkv og Steingr. Steinþórsson 1066. Magn- ús Guðmundsson (S) hlaut 963 og Jón Sigurðsson (S) 872. Nú bjóða Sjálfstæðismenn fram Pétur Hannesson, bróður Pálma Hannessonar og Jóhann Hafstein. Eru þeir báðir hæfi- leikamenn og Pétur sagður hinn vinsælasti maður. Pálmi fer þar enn fram og með honum Sigurður Þórðarson kaupfé- lagsstjóri frá Nautabúi. Er hann vel gefinn maður, en sagð- ur í meðallagi vinsæll Hefði Pálma verið sæmra að gæta embættis síns, sem hann hefir lengi vanrækt, en vera má, að Pétri bróður hans takist að bjarga heiðri hans. I Eyjafjarðarsýslu voru greidd 4016 atkv. Kosningu hlutu Bernh. Stefánsson (F) 1654 atkv. og Einar Árnason (F) 1593. Garðar Þorsteinsson (S) hlaut 1356, Stefán Stefánsson (B) 1292. Bjóða þessir sömu menn sig þar fram enn, en nú hefir Stefán frá Fagraskógi gengið í Sjálfstæðisflokkinn. Þegar Garðar Þorsteinsson bauð sig þar fyrst fram hlaut hann aðeins á fimta hundrað atkv., og sýnir þetta best hvers trausts hann nýtur þar nyrðra. Stefán hefir reynst nýtur þingmaður og drengur góður. Á Akureyri voru greidd 2369 atkv. Sigurður Hlíðar (S) hlaut 913 atkv. Steingrímur Aðalsteinsson (K) 635, Árni Jóhannsson (F) 528 og Jón Baldvinsson (A) 258. Sigurður fer þar enn fram, en nú tefla Framsóknarmenn þar fram manninum með eyrun, Vilhj. Þór bankastjóra. Er hann einn af hinum ráðvöndu og óeigingjörnu Framsóknar- mönnum. Steingrímur er enn í kjöri fyrir Kommúnista, en Jón Sigurðsson fyrir Alþýðuflokkinn. Við bæjarstjórnarkosn- ingarnar í vetur hlaut Framsóknarflokkurinn langsamlega flest atkvæðin, sem stafaði af því að Sjálfstæðismenn voru klofnir og Jón Sveinsson bar fram sérstakan lista, sem hafði mikið fylgi. Mjög óvíst er því um hvernig kosningar fara þarna nú, og veltur á því hvað fylgismenn Jóns Sveinssonar gera. í Suður-Þingeyjarsýslu voru greidd 1892 atkv. Jónas Jónsson (F) hlaut 1054. Kári Sigurjónsson (S) 288. Jónas er þar enn í kjöri og fellur ekki að þessu sinni, en ýmsir spá því, að þunnskipaðra verði umhverfis hann nú en fyrr. Júlíus Hafstein sýslumaður er þar í kjöri fyrir Sjálfstæðismenn. í Norður-Þingeyjarsýslu voru greidd 892 atkv. Hlaut Gísli Guðmundsson (F) 839 atkv. en Jóhann Hafstein (S) 183. Gísli fer þar enn fram, og er sennilegt, að þingeyingum þyki enn sem fyrr hrossaketið mata best. Fyrir Sjálfstæðis- flokkinn býður sig fram Benedikt Gíslason bóndi í Hofteigi, sem var frambjóðandi Bændaflokksins 1937 og hlaut þá 85 atkv.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.