Stormur - 25.07.1942, Síða 1

Stormur - 25.07.1942, Síða 1
STORMU R Ritstjóri: Magnús Magnússon XVIII. árg. Reykjavík, 25. júlí 1942. 17. tölublað. J er emí asarbr j ef Reykjavík 28. júlí 1942. Gamli kunningi! Jæja. svona fóru nú kosningarnar — í stórum dráttum eins og við mátti búast, finst mér. í raun og veru er það aðeins einn flokkur, kommúnist- arnir. sem getur hrósað sigri að þeim afstöðnum. Framsókn vann að vísu örlítið á, en miklu minna en hún hafði búist við. Bændurnir og búaliðið reyndist ekki eins heimskt og hún hafði vonað. Sunnmýlingar og Norðmýlingar brugð- ust þó ekki vonum hennar. Þessi mikli sigur kommúnistanna er mjög skiljanlegur og renna undir hann margar stoðir þó sumar séu ekki styrkar. Sú er hin fyrsta, að þeir hafa æ verið í stjórnarandstöðu og stundum eini stjórnmálaflokkurinn, sem það hefir verið. Hann hefir því ávalt getað beitt hiífðarlausum áróðri og æst verkamennina upp gegn vinnuveitendum og ríkisvald- inu. Þá hefir og kommúnistum orðið hinn mesti styrkur að hinni heimskulegu og fólsku ofsókn Hriflu Jónasar og þeirra manna, sem honum hafa fylgt í þessu brjálæði. — Reyndist það yfirleit svo, að giftu þeirra manna og flokka hrakar, sem Jónas gælir við, en hinum vex fiskur um hrygg, er hann hatar og ofsækir. Er þetta ein af auðnu- leysisskottum þessa fallna manns. Hermann Jónasson var í þessu efni sömu sökinni og heimskunni seldur sem Jónas. Hann ljet Tímann — eða leyfði — sífelt bregða kommúnistum um landráð og föð- urlandssvik, verstu tegundar. en hafðist þó ekkert að gagn vart þeim. Þessi ódrengskapur og óheilindi urðu auðvitað til þess að flestir sannfærðust um, að hjer væri aðeins um venjulega Tímalygi að ræða og fengu því meiri samúð með kommúnistum en þeir ella hefðu hlotið. Auðvitað var það líka hi'ein lögleysa og hið frekasta brot, er Haraldur Guðmundsson úrskurðaði það, sem for- seti, að kommúnistar væru ekki stjórnmálaflokkur og teld- ust því utan flokka. Fyrir slíka ósvífni og hlutdrægni hlýt- ur þeim æ að hefnast sem henni beita eins og líka nú er komið á daginn. þar sem kommúnistar eru nú að gleypa Alþýðuflokkinn. og munu sennilega innan skamms hafa etið hann upp til agna að undanskildum foringjunum, er þeim væmir við, enda er hveljan altaf ólystug. Enn hefir og vafalaust hið mikla baráttuþrek Rússa átt sinn þátt í eflingu og kosningasigri kommúnista. Þessi hreystilega vörn hefir sannfært alla um, að rúss- neska þjóðin stendur einhuga gegn hinum erlendu árásar- mönnum og hún hfir líka sýnt, að þeir menn, sem stjórnað hafa Rússlandi að undanförnu, eru engir dáðleysingjar eða blábjánar — gerólíkir þeim stjórnendum okkar, sem gerðu allan landslýðinn og ríkið gjaldþrota, enda þótt nátt- úran léki við okkur. Verður það og til að auka á samúðina og viðurkenninguna á Rússum, að þeir skuli einir að heita má ganga fram fyrir byssukjafta og hin ægilegu morðvopn Þjóðverja. Er ekki þar með sagt, að Bretar og bandamenn þeirra sjeu ámælisverðir, því að óneitanlega eiga þeir örð- uga aðstöðuna og hernaðarfróðir menn geta síst dæmt um það hvernig heyja skal hildarleik þenna til sigurs. Dálítinn þátt í þessum kosnnigasigri kommúnista getur líka hin nýútkomna bók Máls og menningar: Undir ráð- stjórn, eftir dómprófastinn í Kantaraborg, átt. Er höfund- urinn auðsjáanlega heittrúaður kommúnisti, þótt hann segist ekki vera það, og rýrir það ekki alllítið sönnunar- gildi bókarinnar. En nú er guðrækni og prestaöld mikil og því mun margur frómur maðurinn hyggja, að prófastur þessi geti ekki sagt ósatt eða ýkt. Loks gerir og Hriflu-Jónas komúnistum ekki alllítið gagn með því að stimpla alla menn kommúnista, sem ekki hafa tekið þátt í hinu heimskulega ofsóknaræði hans gegn þeim. Sigurður Nordal nýtur t. d. þessa álits og þeirra vin- sælda meðal þjóðarinnar, að ýmugustur hennar á kommún- istum vex ekki þótt henni sé talin trú um að Sigurður sé hreinræktaður kommúnisti. Sést hér enn sem fyrr, hversu flasfenginn og grunnfær stjórnmálamaður Jónas Jónsson er. Jónas hefir oftar en einu sinni lýst því yfir í blaða- greinuum í Tímanum, og í ræðum á Alþingi, að hann eigi mest skömmum Morgunblaðsins að þakka upphefð sína — (ef upphefð skyldi kalla, því raun og veru hefir allur síð- ari hluti æfi hans verið sífeld og óslitin niðurlæging). Má vel vera að eitthvað sé til í þessu, því að lítt hefir stundum verið ,,af setningi slegið“ í því blaði. En ef þessu er svona varið, þá munu skammir og ofsóknir Jónasar gegn hinum gömlu kjöltu- og fósturbörnum, kommúnistum, ekki síður verða þeim til þrifnaðar heldur en skammir Morgunblaðs- ins urðu honum. í raun og veru er það því minst eigin tilverknaður, eða ágæti kommúnistanna, sem hefir hleypt þessum vindi í segl- in hjá þeim. Illgirni og grunnfærni Hriflu Jónasar, dæma- laus ræfilsháttur og óseðjandi græðgi Alþýðuflokksfor- kólfanna og áhrif utan úr heimi eiga þarna mestan þáttinn. Og því er það að froðubóla þessi getur hjaðnað þegar minst vonum varir. Sannleikurinn er sá, að stjórnmálamenn kom múnista eru lítilla sanda og lítilla sæva. Sumir þeirra eru einhverjir mestu blaðrar og vindbelgir. sem gefið hafa sig að stjórnmálum hjer í landi, en aðrir eru eintrjánings- legir þvergirðingar með andlegan beinserk. Blað þeirra er illa ritað -— svo illa, að ekkert stjórnmálablað hinna flokk- anna er jafn illa úr garði gert, og eru þó sum þeirra ekki á marga fiska. En þeir eru hávaðamiklir og duglegir í gort- inu og glamrinu. og ,,sellulýður“ þeirra er eins og bók- stafsþrælarnir gömlu og forhertasta Tímahyskið. — Hvoru

x

Stormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.