Stormur - 25.07.1942, Blaðsíða 2

Stormur - 25.07.1942, Blaðsíða 2
b 10 R M U R tveggja loka sig inni í sinni skel og þrjóskast við að opna augu eða eyru til þsss að loku sé fyrir það skotið, að dóm- greind og skynsemi fái notið sín. Fá eða engin dæmi munu þess í stjórnmálasögu vorri, að gamall stjórnmálaflokkur hafi farið aðra eins sneypu- för í kosningum og Alþýðuflokkurinn fór nú undir stjtirn Stebba Jóhanns. Mjög er þó þessi hrakför hans skiljanleg, þegar ljósi staðreyndanna er brugðið yfir sögu þessa flokks síðustu tíu árin og forustumenn hans. Því verður ekki neitað, að í upphafi átti þessi flokkur nokkur áhugamál, og barðist allhreystilega fyrir þeim. En smám saman dofnaði yfir áhugamálunum, en matarlyst forustumannanna óx að sama skapi. Þeir gl^ymdu hinum vinnandi manni en hugurinn snerist allur um völd og þæg- indi þeim sjálfum til handa. Og innan skamms var hinu langþráða marki forkólfanna náð. — Þeir komust til valda og einn þeirra varð ráðherra. Og nú kepptust þessir menn við hinar síhungruðu framsóknar hýenur að hlaða á sig bitlingum og allskonar fríðindum. Þeir söfnuðu ýstru eins og burgeisarnir, sem þeir áður höfðu ofsótt fyrir þessa lík- amsaukningu, og værð valda og offylli seig á þá, meðan svengd kommúnistanna æsti þá upp. Þeir brugðust öllum sínum loforðum og áætlunum og urðu jafnvel meiri henti- stefnumenn en Tímaliðið. — Jafnframt þessu kusu þeir svo þann manninn fyrir foringja, sem mesta hafði ýstruna, og offyllina, en minnst áhugamálin. Samhliða þessu fór svo blaði þeirra sífellt hnignandi uns það varð ómerkilegur og lítill snepill, hálfur af auglýsingum frá ríki og ríkisstofn-' unum. Loks vitkuðust þó einhverjir svo í þessum bitlinga- hóp, að þeir sáu, að ef svo færi fram enn um hríð, mundu þeir gersamlega gleyptir upp af kommúnista úlfinum rússí neska, og þá var gripið til þess bragðs, að taka þann mann út úr ríkisstjórninni, sem mest allra manna hafði langað í ráðherrastólinn og best hefði unað sér þar, enda þótt allt gengi ,,ned ad Bakke“ fyrir flokki hans og þjóðinni allri. Og nú var líka hresst upp á blaðið, nýir kraftar ráðnir að því og stærð þess aukin um helming. Jafnframt var svo tekinn upp hlífðarlaus áróður að hætti kommúnista og fyrri samherjar og dúsubræður ofsóttir. En allt kom fyrir ekki. Alþýðan var hætt að trúa á flokkinn, sem bar nafn hennar, hætt að trúa á kvapið og hveljuna, hætt að trúa á rembinginn og uppgerðar fjálg- leikann, hætt að trúa á loforð sem sífelt höfðu verið svikin, hætt að trúa á fjögra ára pappírsáætlanir og hætt að trúa á síngjörnu hentistefnumennina, sem lifðu sjálfir í alls- nægtum, þegar hún var atvinnulaus og brast húsnæði, föt og fæði. Og dómurinn var kveðinn upp af henni þarn 5. júlí síðastliðinn. Fylgið þvarr um þúsundir atkvæða. Og allt bendir til þess að innan fárra ára verði þessi flokkur ,,en Saga blot“ — endurminning um nokkra ógæfusama menn, sem átu hugsjónirnar og fengu ,,asthma“ af offylli og ofmiklum líkams þunga. En vera má, að þótt feigðin sé framundan, þá auðnist þeim samt enn að njóta valdanna stutta stund, og ef til vill gefa upp öndina í valdsessinum og ráðhérrastólnum. Það er Tíminn, sem er að hugga þessa dauða dæmdu menn með því, að enn sé líf fyrir höndum ef þeir séu ekkert að bagsa við það að sýnast hugsjónamenn. Segir svo í þess- ari Tímagrein: „Framsóknarmenn hafa vissa samúð með Alþýðuflokkn um í þeim raunum, sem hann hefir komist í . . . Fram- sóknarmenn eiga margar góðar endurminningar frá sam- starfi við Alþýðuflokkinn. Þeir hafa oft notið aðstoðar Alþýðuflokksins við framkvæmd góðra mála. Þeir hafa óskað að Alþýðuflokkurinn héldi áfram á þeirri braut. Það hefði líka orðið honum fyrir beztu. Framsóknar- mönnum þótti því leitt að sjá foringja Alþýðuflokksins gerast „gæsa kokkur“ í eldhúsi íhaldsins og stuðningsmenn ríkisstjórnar Ólafs Thors, því að það er augljós vegur til glötunar, eins og líka er komið á daginn!“ Eins og sjá má af þessu er mjög líklegt að vergirni FramsóknW.rdyngjunnar hlýi þdssum hálfkulnuðu vesa- lingum síðustu stundir hinnar pólitísku ævi þeirra, og er ekki nema gott eitt við því áð segja, að þeir deyi í þeirri velgjunni, sem þeir hafa bezt unað sér í um æfina. Hafa nú Framsóknarmenn 20 þingmenn og Alþýðuflokkurinn 6, svo að leikur er enn fyrir þá að mynda stjórn í næsta mánuði að sitja í henni þar til í októberlok. Þótt ef til vill megi segja, að Framsóknarflokkurinn hafi unnið nokkuð við þessar kosningar, þá er samt víst, að forustumönnum hans hafa orðið þær mjög sár vonbrigði. Eftir því nær 15 ára stjórnarferil voru þeir orðnir svo bíræfnir og ofmetnaðarfullir að þeir hjeldu að óhætt væri að bjóða kjósendunum allt, og Hermann Jónasson var orð- inn algerlega sannfærður um það í hjarta sínu, að enginn gæti stjórnað þessu landi nema hann og að meirihluta þjóð- arinnar væri þetta fyllilega ljóst. Því treysti hann svo á rangleitishneygð þjóðarinnar, að hann bjóst við því áð hún mundi gefa honum og flokki hans stöðvunarvaldið. Ekki er því að neita að enn sem fyrr sýndu Framsókn- armenn á undan þessum kosningum, að þeir eru slyngir í áróðri sínum og sókn. — Þeir sendu færustu menn sína í sum kjördæmin, sem þeir ætluðu að vinna frá Sjálf- stæðismönnum. — Bti’eiðabólstaðarkierkinn, ósvjifnasta og illvígasta bardágamann sinn sendu þeir í Vestur-Skafta- fellssýslu, Laugarvatns-Bjarna, sem getur dálítið þvaðrað við konur um áhugamál þeirra sendu þeir í Snæfellsnes- sýslu og Búnaðarmálastjórann í Barðastrandasýslu. Harð- vítugásta kaupsýslumann sinn, Vilhjálm Þór sendu þeir til Akureyrar. Daginn, sem talið var voru margir Framsóknarmenn mjög hreyknir. Þeir sögðu að Sveinbjörn væri viss, Stein- grímur, Vilhjálmur Þór og Pálmi. Jón á Akri væri „kol- fallinn", eins og þeir orðuðu það fyrir fasteignamats- Hannesi. En svo komu vonbrigðin. Ráðvandi maðurinn með eyr- un féll fyrir Sigurði Hlíðar, með allmiklum atkvæðamun. Bóndinn á Undirfelli, sem rækir búið sitt svo prýðilega féll í fjórða sinn fyrir Jóni á Akri og munaði ekki minna en tæpum hundrað atkvæðum, svo greinilega „kolféll“ þessi lítilmannlegi maður, er hefir frá fermingunni eða jafnvel fyrr haldið sig sjálfkjörinn til þess að verða þing- maður Austur-Húnvetninga. Ætti hann nú að fara að láta sér nægja það að meta jarðir þeirra, enda mun jarðmats- starfið lengi halda uppi frægð hans og minningu. Þá hafði Pálmi Einarsson talið sig alveg hárvissan í Dalasýslu. Maðurinn var jú upprunninn þaðan og póli- tíska forsagan var einstaklega viðfeldin og hlaut að vekja traust á manninum. En Dalamenn vildu ekki gróðursetja þenna Pálma í sínum jarðvegi og töldu hann bezt kominn í vermihúsi ráðunautanna við Lækjargötu. Og alveg eins fór fyrir yfirmanninum sjálfum, búnað- armálastjóranurii. Barðstrendingar treystu betur Gísla Jónssyni, til framkvæmdanna en hinum bóklærða búfræð- ingi, og enn munaði þar yfir 70 atkvæðum, sem Sjálfstæðis- mönnunum veitti betur. Og endirinn varð svo sá eftir allt gortið að Framsókn vann tvö kjördæmi, annað fyrir sleif- arhátt Sjálfstæðismanna, en tapaði einu.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.