Stormur - 28.07.1942, Blaðsíða 1

Stormur - 28.07.1942, Blaðsíða 1
STORMU R Ritstjóri: Magnús Magnússon XVIII. árg. Reykjavík, 28. júlí 1942. .18. tölubla'ð. osningar (Grein þessi er tekin úr síðasta blaði ,,Freys“. Finnst Stormi hún þess verð, að hún komi fyrir sjónir sem flestra svo heilbrigðan boðskap hefir hún að flytja). I. Á þeim árum fyrir stríð, þegar mest var um búnaðar- framkvæmdir veitti ég því eftirtekt. að sömu ungmenn- irnir komu oftast til.mín reglubundið ár eftir ár, til þess að ráðgast um kaup á ýmsum búvörum, svo sem girðingar- efni, sáðvörum, áburði, búvélum o. fl. Þeir komu gjarnan skömmu eftir áramót, spurðúst fyrir og gerðu pantanir. Svo komu þeir aftur um lokin, tóku vörurnar og greiddu þær. Þetta voru ekki bændur. Það voru bændasynir, sem voru á togara um vertíðina, hurfu svo heim og höfðu hlut- inn sinn með sér, en voru þá búnir að breyta honum í ,,út- sáð og plóg“ og annað það, er til þess þurfti að bæta bú- reksturinn á býlum feðra sinna. Mér er einn slíkur piltur minnisstæður, og sérstaklega í eitt skipti, er hann kom að sækja búvörur, er hann hafði beðið um. Ég heilsaði honum með handtaki, en hann tók dræmt í hönd mér og líkt eins og hann kveinkaði sér. Er ég leit eftir hverju þetta sætti, sá ég að lófi mjannsins var allur eitt illa gróið fleiður. í viðræðu við hann fékk ég að vita, að hann var þá nýkominn af togara með þeim hætti, að skipið hafii farizt, en mannbjörg orðið. Hendur hans tjáðu betur en orð að þeir skipsverjar höfðu orðið að halda fast á reipum til þess að bjarga lífinu. IH. Enn sópast unga fólkið úr sveitunum til þess að grípa fljóttekinn gróða, sem býðst sökum illra og óeðlilegra við- burða utan lands og innan. Tekjur togarapiltanna áður fyrri voru aðeins túskildingar og tíeyringar á móti krónum dölum og pundum, er nú velta til þeirra, er kjósa að starfa beint og óbeint fyrir og umhverfis það ástand, er hér ríkir af völdum stríðsins. En hvað halda nú margir heim með h'lutinn sinn að lokinni vertíð? Hve margir breyta honum í útsáð og plóga, og annað það er tryggir og bætir lífskjörin framvegis, í sveitum landsins? Því miður verður að horfast í augu við þá illu staðreynd að mjög mikill hluti hins fengna fjár hverfur til einskis og jafnvel ills eins úr greipum þeirra ungu karla og kvenna, er nú hafa mestar vinnutekjur. Það hverfur a.ð minnsta kosti þeim mun örara, en togara- peningarnir áður fyrri, sem því nemur, hve miklu minna er fyrir því haft að afla fjárins nú, heldur en var á togur- unum. Nú mun yfirleitt lítil hætta á því að menn taki svo á við ástandsvinnuna, að skinn gangi úr lófum. Samt eru enn til góðar undantekningar frá því illa og almenna. Á vinnustöðvunum má hitta hlið við hlið bændasyni, sem vinna sér inn 500—600 krónur, og jafnvel meira, yfir vikuna, og eru alltaf auralausir að morgni hvers kaup- greiðsludags og hinsvegar bændur og bændasyni, sem hafa farið ,,í verið“ til þess að ná sér í peninga, og sem ætla sér og munu halda heim með góðann hlut að lokinni „vertíð“. II. Þessi fyrirferðarlitli atburður — viðræðan við þennan bóndason austan úr Skaftafellssýslu — varð mér um- hugsunarefni. Orðtækið: „hvað munar togarlamann um 10 aura“, ber þess vott, að það þóttu peningar, sem þeir menn, er á togurum unnu, báru úr býtum, þegar togara- útgerðin stóð með mestum blóma. En orðtækið ber þess einnig vott, að togaramenn héldu oft ekki fast í tíeyring- ana. Sjávarútvegurinn saug til sín vinnuafl frá landbúnað- inum. Mikið af því vinnuafli var sveitunum tapað að fullu og öllu. En það voru allmiklar og gleðilegar undantekning- ar frá því að svo væri. Margir bændasynir réðust á togara nieð það beint fyrir augum að halda fast í tíeyringana, halda heim með hlut sinn að vertíð lokinni og nota hann bar til þess að bæta haginn, gera umbætur, er yrðu þeim að gagni, er þeir jnnan fárra ára tækju við jörð og búi. Þetta voru menn er vissu hvað þeir vildu, kusu sér hlut- skipti vitandi vits og lögðu á sig það, er þurfti til þes að ná settu marki. Margar jarðir og margir bændur búa að tog- nrapeningum, sem ráðdeildarsamir ungir menn vörðu til skynsamlegra framkvæmda, þegar bezt gekk. IV. I vor standa kosningar fyrir dyrum, kosningar til Al- þingis, kosningar til Búnaðarþings, sveitastjórnarkosning- ar o. s. frv. Sumarið í sumar má víst réttilega hljóta nafnið „kosningasumarið“, þegar frá líður. Þeir, sem fremstir standa í fylkingunni við allar þessar kosningar, eru allir fullvissir um það, að velferð lands og þjóðar velti mjög á því, hvernig kosningarnar fara — hverjir verði kjörnir. Vafalaust er mikið satt í þessu, en hinu er heldur ekki að leyna, að margir ,,háttvirtir“ kjósendur sjá ekki, að nú beri sérstaklega mikla nauðsyn til þess að skipa þjóðinni sem mest og vandlegast í andvíga flokka er eigi sem flest og stærst högg hver í annars garði. í júnímánuði — rétt fyrir sláttinn — fara einnig fram enn aðrar ,,kosningar“, sem lítið er rætt um, enda eru engir „þingmenn" í kjöri við þær kosningar. Fjöldi af ungu fólki úr sveitum landsins, karlar og konur, vinna nú fyrir háu kaupi í Reykjavík og öðrum „ástands“-verstöðv- “. Fólk þetta hefur vftrið alið upp í sveitunum, landbúnað- urinn hefir kostað uppeldi þess og þá menntun er margt af því hefur hlotið. Mesti þegnskapur, sem þetta unga

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.