Stormur - 28.07.1942, Blaðsíða 2

Stormur - 28.07.1942, Blaðsíða 2
b í 0 R M U R fólk getur sýnt þjóðfélaginu, er að sem flest af því hverfi heim til sveitanna í sumar, þótt ekki sé nema um háslátt- inn, og vinni þar að hinum lífsnauðsynlegustu framleiðslu- störfum. Það*ætlast enginn til þess að það vinni ókeypis, því er boðið ríflegt kaup, bæði í peningum og í starfsá- nægju. Það veltur á mjög miklu fyrir landbúnaðinn og fyrir þjóðina alla, hvern kostinn margt af þessu unga fólki tekur, hvort það sinnir kalli sveitanna, æskustöðva og ættmenna, eða hvort það metur eltingaleikinn við hinn veltandi stríðsauð meira öllu öðru. Vafalaust hefur það einnig úrslitaþýðingu fyrir framtíð margs af þessu unga fólki, hvernig það kýs við þessar kosningar í vor, hvort það hefur manndóm til þess að kjósa og gera það sem rétt er og heillavænlegast. Sumarið í sumar sker líklega að mörgu leyti úr um það, hver verður hin næsta framtíð fyrir íslenzkan landbúnað, hvort hann á framvegis að vera rekinn með þeim lífsþrótti að hann sé kjölfesta fyrir þjóð- ina, eða hvort hann á að falla í þá rýrð, að hann verði lítils sem einkis megnugur. Hætt er við að hinar ýmsu stjórnmálakosningar, sem nú standa fyrir dyrum, sitji fyrir, um áróður og átök, langt fram yfir þær „kosningar" sem hér hafa verið gerð- ar að umtalsefni. Bændur geta lítil áhrif haft á úrslit þeirra, en hitt geta þeir gei't, þeir geta getið þess sem gei*t er, og þeir geta fest sér í minni og virt að verðleik þá ungu menn og konur, sem hverfa heim til framleiðslustarfanna í sumar þegar mest ríður á, þótt það hafi sótt í veþúð, til fanga, undanfarið. Unga fólkið sem þannig br^ytir, á þökk og heiður skilið, það hugsar um fleira en það eitt, að heimta sem mest daglaun að kvöldum, það hugsar einnig um menningarafkomu sína og sinna. Þannig vinnur' það góðan og glæsilegan kosningasigur. Á Hvítasunnudag, 1942. Arni G. Eylands. Jón Olafsson alþingismaður frá Sumarliðabæ Ég sat á tali við sæ-unni í kveld og samtalið snerist um horfinn granna, er fór að heiman í fátæklings kufl’ og freistaði gæfunnar meðal hranna. Hann sagðist ungur í sækonungs ætt; þau sifjabönd treysti í orði og verki. En litaðist einnig um lendur Fróns, var ljúft að hefja þau bæði merki. Um sveininn við ræddum er ljóshárr lék við lítinn bæ — dugandi feði’a og mæðra. Og sæmdinni manndómur samneytti þar og systra hersing og fylking bræðra. Við leiðsögn foreldra lagt. var af stað að leita frama er kjörin bætti. Með áhuga, forsjálni, iðni, dug, . og ekki var bandað við nýmóðins hætti. Frá torfbæ, er stóð út í tómlegri sveit. var torsótt brekku að húsinu hvíta. En hann, sem þar bjó var hugrakkur æ og háreista brimskafla þorði líta. Hann lé við fingur á löðrandi sæ, er lögð var nót fyrir síld og spröku. Og knerrinum ekki í lægi lagt, nema liðsmannasveit hefði endað vöku. Á þessum Jóni var bakið breitt og brjóstið rúmgott og skín í augum. í slíðrum átti hann brand sem beit, því brýnsla var gerð með styrkum taugum. En hinsvegar bókvísi honum var lcær, var hændur jafnan að Ása miði. Hann bergði í tómi á brunnlindum þeim, er býður Norræna sínu liði. í samkvæmi Unna „en sjálft bersk þar öl“, er sungið um Jón eins og bezt má verða — um dreng, er var háseti, dugði vel, er Dröfn krafði bátsverja svaðilferða, — um stýrimann djarfan, sem stillingar naut, er stórsjóum varð í roki mæta, — um þingmann, fjárafla og þegnskapar höld, er þjóðfélagsmein vildi gjarnan bæta. Á úrlausnar manninn, sem drýgt hefir dáð, vér drqypum nú saknaðartárum að kveldi. Þann forkólf, er vék inn í fjarlæga nánd, vér felum gyðju í náttmála veldi. Á aftanstund hljóðbærri upp skulu töld þau afrek, sem drengurinn fallni gerði, er heitstrengdi ungur, og hélt þann eið, að hopa hvergi og standa á verði. í kvöld falla málefni í ljúfa löð, sem landsfólki skifta og misklíð valda, er maður vinsæll er borinn á braut í blæjum úr efni hinna hvítu tjalda. í kveld rignir blómum að kumbli Jóns, og klukkurnar titra og viðkvæmt óma. En eftirsjá verður í einrúmi spurn um örlagagreinar og helga dóma. Þessi fögru og sönnu eftirmæli eru tekin úr hinni nýju kvæðabók Guðmundar skálds Friðjónssonar, Utan af víða vangi — Er fjöldi snildarkvæða í henni og engin ellimörk sjást á þeim þótt „þau séu öll til orðin á náttmála eykt æfidagsins".

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.