Stormur - 28.07.1942, Blaðsíða 3

Stormur - 28.07.1942, Blaðsíða 3
S T 0 R M U R UNDRALÖND Hann hefir samið stefnuskrá í fimm liðum, sem fjallar um þessi fimm atriði: Aukinn heimilisiðnaður (spuni),- hvernig bæta eigi kjör þeirra, er búa í smáþorpum.Ög verk leg kensla í skólum, meiri þrifnaður, jafnrétti fyrir hina út- skúfuðu, og umfram allt aukinn iðnaður. Hann beitir sér af alefli fyrir bættri áburðarnýtingu og hagnýtingu á afurðum nautpeningsins. Að vísu mundi þess enginn kostur að fá Hindúa til þess -að slátra belju, því að kýr eru heilagar í Indlandi, en Gandhi reynir að fá þorpsbúa til þess að hag- nýta sér kjötið af þeim kúm sem deyja eðlilegum dauðdaga, en til þess eru þeir afar tregir. Gandhi þarf lítið á peningum að halda, því að honum er gefið alt, sem hann þarf til heimilis síns. Auðugir vinir hans sjá fyrir þessu. Fésýslumaður er hann enginn, og hefir hin- um yngri jafnaðarmönnum í Kongressflokknum gramist það mjög að hann skuli virða allar hagfræðikenningar vettugi. Hann sagði eitt sinn við einn vin sinn, sem var jafnaðarmað- ur, að hann væri bæði fylgjandi eignarrétti einstaklinganna og þjóðnýtingu. „Eg kaupi t. d. verksmiðju“, sagði hann, og launa starfsfólkinu vel, það er sósíalismi“. Bréf hans eru mjög stuttorð og sérkennileg. Eftirfar- andi samúðarskeyti sendi hann vini sínum Pandit Jawa- hariae Nehrum, er hann missti móður sína: „Móðir lifði göfugmannlega, dó fagurlega. Móðir. Engin sorg. Látið konur vorar fara að dæmi hennar. Kær kveðja. Bapu“. Vinir hans og nánustu samverkamenn kalla-hann Bapu, sem þýðir faðir. Er hann var yngri var hann nefndur Bhai = bróðir. Fremur eru það fáir í Indlandi, sem nefna hann „Matatma“, enda er honum lítið gefið um það nafn. Venju- legast er hann nefndur „Gandhiji“ „ji“, er viðbótarending, sem ekki er hægt að þýða, en merkir nánast „herra“, en jafnframt felst í henni tilbeiðsla eða lotning. Stundum er hann nefndur „Bapaji“, eða „Mahatmaji“. Er ég kom til Indlands og talaði'við þjóðernissinnana furðaði ég mig á því hve oft „foringinn" var nefndur, en það var Gandhi. Hann er heilsuhraustur en of hár blóðþrýstingur amar hann þó öðru hvoru. I útliti er hann líkastur, því, sem hann .væri gerður úr gúmmí, en annars er hann ekki neitt svipað því eins hrörlegur og ljósmyndir af honum gefa í skyn. Hann samsvarar sér vel og hefir stælta vöðva. Einka læknir hans, dr. Roy, sem er einn af bestu læknum Indverja, sagði mér að hann væri „óvenjulega heilsugóður“. En hann viðurkendi þó, að honum gæti dottið í hug, að gera ýmislegt, er engum sem er eins og fólk er flest, gæti látið sér til hugar koma. Fösturnar hafa veitt honum mikið vald yfir líkama sín- um. — Eitt sinn vóg hann aðeins níutíu og sjö pund og neytti þó fjögur hundruð hitaeininga á dag. Dr. Roy sagði honum, að hann yrði að þyngjast um sjö pund og til þess þyrfti hann að neyta tvöfalt fleiri hitaeininga. Gandhi hlust- aði rólegur á þetta en neitaði að breyta til um mataræði. — Hann fullyrti að hann gæti bætt við sig þessum sjö pundum á einni viku, án þess að bæta við sig hitaeiningu, og það gerði hann. Hann segir: „Eg fer inn og sef í 25 mínútur“. Hann sofn- ar samstundis og sefur þennan tiltekna tíma, hvorki meira eða minna. Eitt sinn svaf hann í bifreið er hann var að koma heim frá jarðarför. Vagninn valt um og Gandhi kastaðist út úr honum. Vinir hans þustu óttaslegnir til hans, en sáu þá, að hann var sofnaður aftur. Hann á Roy og öðrum læknum mikið að þakka, en hann 3 ASÍU er mjög mótfallinn öllum meðölum og læknavísindum vorra tíma — Eitt sinn hélt hann því fram í fúlustu alvöru að læknavísindiin ykju meira kynsjúkdóma en lækningunum næmi. Eitt sinn stundaði hann hjúkrun og sjálfur hefpr hann fundið upp meðal eða ráð við harðlífi, en lækningin er sú, að leggja feit mold við kviðinn. Gandhi er ekki svipað því eins alvörugefinn og hátíð- legur, sem almennt er haldið. Honum fellur vel hlátur og það dillar eða hlakkar í honum, þegar talað er við hann. — Hann hefir sagt einum vini sínum, að hann mundi hafa framið sjálfsmorð fyrir löngu, ef kímni hans hefði ekki aftr- að honum frá því. Hann elskar konu sína heitt. Hún er lítil, feitlagin og glaðleg kona og andlitið minnir á andlit á postu- línsbrúðu. Þau eru tengd mjög traustum böndum, en hún er hlédræg og lætur hann ráða. Hann talar mjög opinskátt um hinn mikla gáfna og menningarmun þeirra og segist vita, að henni sé mjög um geð margt sem hann aðhefst. „Hún hefir einn dásamlegan eiginleika. . . . Og hann er sá, að hún vit- andi eða óafvitandi, viljandi eða gegn vilja sínum, hefir æ talið það náðargjöf, að fá leyfi til þess að feta í fótspor mín. Hún hefir aldrei reynt að draga úr þeirri viðleitni minni að lifa hófsamlega". Hann hefir ennfremur komist svo að orði um hana. „Eg get hvorki lýst tilfinningum mínum gagnvart Hindúatrúnni eða konu minni. Hún vekur tilfinningar hjá mér sem engin önnur kona í veröldinni myndi geta vakið. Því er ekki þannig varið, að ég telji að hún hafi enga galla, og ég er meira að segja viss um, að hún hefir marga fleiri en ég hefi tekið eftir. En ég finn að þau bónd sem tengja okkur saman verða aldrei slitin“. Gandhi á fjóra sonu og margt barna-barna. í ævisögu sinni ávítar hann sjálfan sig mjög fyrir að hafa ekki veitt þeim betra uppeldi en hann gerði. Einn sona hans hefir valdið honum mikilla vonbrigða, tveir eru frægir blaðamenn, en sá fjórði kvæntist dóttur Rajagopala Charia, forsætisráðherrans í Madvas., sem er Brahmatrúar. TILKYNNING Hin hollu og bætiefnaríku brauð úr heilmöluðu hveiti eru ávallt til í brauðsölum mínum, fyrir utan allar þær brauðategundir, sem ég áður hefi bakað, og hafa farið sigurför um borgina. FÁST Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM: Blómvallagötu 10 — Bræðraborgarstíg 16 Bræðraborgarstíg 29 (Jafet). — Vesturgötu 27 Reykjavíkurvegi 19 (J. Bergmann) Laugarnesvegi 50 (Kirkjubergi) — Njálsgötu 40. Jón Símonarson Bræðraborgarstíg 16. — Sími 2273.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.