Stormur - 21.08.1942, Blaðsíða 1

Stormur - 21.08.1942, Blaðsíða 1
STORMU -.. Ritstjóri: Magnús Magnússon XVIII. árg. Reykjavík, 21. ágúst 1942. 19. tölublað. IEREMÍASARBRÉF Reykjavík í ágúst 1942. Gamli kunningi! Nú eru þingmenn okkar sestir á rökstóla, og er von- ancii að þei'r að þessu sinni sýni að guð hafi skapað þá. Allmargt er nú nýrra manna og munu Sjálfstæðismenn gera sér góðar vonir um sína menn. Má þar fyrst nefna borgarstjórann Bjarna Benediktsson. Er hann gáfaður maður, harðfengur og fylginn sér og prýðilega að sér í lögum. Er enginn vafi á því, að þinginu verður mikill feng- ur að starfskröftum hans. — Fer einnig vel á þvi, að borg- arstjóri Reykjavíkur eigi setu á þingi, því að enginn maður er kunnugri málefnum og þörfum höfuðstaðarinp en hann, en afkoma alls landsins hinsvegar mjög undir því komin hvernig hagur hennar er og þeirra atvinnugreina, sem hún leggur hornsteininn að. Þá munu margir vænta sér mikils af Gísla Jónssyni. Er hann viðurkenndur atorkumaður og hefir það löngum verið, svo að allt hefir orðið að gulli í höndum hans. Er þinginu mikil nauðsyn á að þar séu æ víðsýnir og ötulir fjármálamenn. Hefir Gísli verið með athafnasömustu framkvæmdamönnum vorum nú síðustu árin, og er meðal þeirra manna á þingi, sem bezt skynbragð ber á allt pr að sjávarútvegi lýtur, en það er sá atvinnuvegur, sem vel- megun og framtíð þessa er undir komin. Gunnar Thoroddsen er einn af hinum glæsilegustu yngri mönnum vorum. Prýðilega máli farinn, lagamaður góður, og drengur hinn bezti. Er það út af fyrir sig merki- legt fyrirbrigði, að hann skyldi falla fyrir tæplega meðal- greindum manni úr framsóknarliðinu, en aðal-orsökin til þess mun hafa verið sú, að Sjálfstæðismenn þóttust eiga kjördæmið víst og höfðust því ekki að fyrr en á síðustu stundu. Hefir Sjálfstæðismönnum oftar en að þessu sipni' brugðist leiftursóknin. En ósennilegt er annað en að Snæ- fellingar átti sig á því í haust, að Gunnar Thoroddsen sé hæfileika meiri maður en Laugarvatns-Bjarni. Ingólfur Jónsson nýtur mikilla vinsælda í Rangárvalla- sýslu, og þeir, sem hann þekkja, telja hann líklegan til þess að verða hinn nýtasta þingmann. Veitir Rangæingum heldur ekki af — er stundir líða — að annar þingmaður þeirra sé.sæmilega viti borinn. Sig. Bjarnason er sonar- sonur þinggarpsins síra Sigurður Stefánssonar og sennilegt að hann líkist afa sínum, enda prýðilega máli farinn, og hefir þekkingu góða á landsmálum. Aðal viðfangsefni þessa þings verða tvennskonar: að leggja síðustu hönd á kjördæmamálið og ganga frá stjórn- arskrárfrumvarpinu, sem svo verður endanlega samþykkt á haustþinginu. Telja má nú víst að kjördæmamálinu sé nú borgið. — Sjálfstæðismenn fylgja því einhuga og Alþýðuflokksmenn- irnir hafa fram til þessa sýnt fullan trúnað í málinu og þarf ekki að efast um einlægni þeirra. Ekki skal heldur í efa dregin hollusta kommúnista. en þó er ekki fyrir það að synja, að einkennilegt virðist, að þeim skyldi vera mjög hugarhaldið, að geta veitt framsóknarmönnum stöðvunar- vald í efri deild. Eftir þetta*þing ætti því þingvaldi Fram- sóknarflokksins — þess flokks, er mest hefir misbeitt valda afstöðu sinni allra íslenzkra stjórnmálaflokka — að vera lokið. Heyrst hefir að samkomulag sé sæmilegt í stjórnafr skrárnefndinni, en hana skipa eins og kunnugt er: Gísli Sveinsson, Bjarni Benediktsson, Hermann Jónasson, Jónas Jónsson og Stefán Jóh. Stefánsson. Eitt af því, sem einna mestu máli skiptir er það, hvern- ig ákveðið verður um val forsetans og valdsvið hans. Um valið er aðallega um tvær leiðir að ræða, annað hvort að þjóðin öll kjösi hann eða þingið. Mun mörgum sýnast, að það sé fyrri leiðin, sem fara á, því ella er hætt við að klíkuvaldið verði áhrifaríkara en heppilegt er. Vonandi 'fer að þinginu takizt giftusamlega i þessum efnum, því að lengi býr að fyrstu gerð. Eins og kunnugt er, hefir stjórnin nú borið fram frum- varp um afnám gerðardómslaganna, þannig að samningar um kaupgjald verði frjálsir, en dómnefndin haldi áfram að leggja hámarksverð á vörur og vinnu, þar sem henni þykir þörf, að taka í taumana. Eins og komið var þessum málum, var engin leið önnur en nema lögin úr gildi, því að þau voru þverbrotin því nær daglega, bæði leynt og Ijóst og sköpuðu hið herfilegasta misrétti í launakjörum manna, jafnvel innan sömu atvinnugreinar. Hinsvegar horfir þetta kauphækkunar kapphlaup til hins mesta voða fyrir þjóðfélagið og er það því skylda þings og stjómar að reyna að finna einhverja heppilega og haldgóða lausn þessara mála. Það versta er, að ýmsir af þeim, sem telja sig forystumenn verkalýðsins eru ábýrgðarlausir angur- gapar, sem hugsa um það eitt, að æsa verkalýðinn upp og fá hann til þess að gera æ hærri og hærri kröfur, en brestur bæði vit og drenglund til þess að beita sér fyrir ýmsum öðrum hagsmunamálum hans, sem varða hann meira en upphæð pappírspeninganna, sem hann fær. Má hér t. d. nefná hækkun á örorku og ellitryggingunum og mögu- leikunum á því, að fá gott land til ræktunar í nágrenni bæjanna og þorpanna. Stjórnin hefir nú ákveðið að nota heimildina um 10% útflutningstollinn á fiski, aðallega til þess að mæta hall- anum, sem verður á síldarmjölssölunni til bændanna. — Keppast nú stærstu stjórnmálaflokkarnir um hylli bændanna eins og andskotinn um syndugs manns sál, og sagði einn orðheppinn maður nýlega. að hann byggist við

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.