Stormur - 21.08.1942, Blaðsíða 1

Stormur - 21.08.1942, Blaðsíða 1
STORMU Ritstjóri: Magnús Magnússon XVIII. árg. Reykjavík, 21. ágúst 1942. 20. tölubl. St j órnmálaþankar i. Þormóður Kolbrúnarskáld var með Ólafi konungi helga, er hann féll á Stiklastöðum. — Svo segir Snorri í Heimskringlu: „Þormóður Kolbrúnarskáld var í^orrustu undir merkj- um konungs. Og er konungur var fallinn og atsókn var sem óðust, þá féll konungslið hvað við annað, en þeir voru flestir sárir, er uppi stóðu. Þormóður varð <árr mjög; gerði hann þá sem aðrir, að allir hopuðu þar frá, er mestur þótti lífsháski, en sumir runnu. Þá hófst orrusta sú, er Dagshríð er kölluð, sótti þá þangað til allt konungsliðið, þat er vápn fært var, en Þormóður kom þá ekki í orrustu, því at hann var þá óvígur bæði af sárum og mæði, og stóð hann þar hjá félögum sínum, þótt hann mætti ekki annað að hafast. Þá er- hann lostinn með öru í síðuna vinstri; braut hann af sér örvarskaftið og gekk þá brott frá orrustu og heim til húsanna og kom þar að hlóðu nokkurri; var það mikið hús. Þormóður hafði sverð bert í hendi, og er hann g.ekk inn, þá gekk maður út í móti honum; sá mælti: „farðu út, læti eru hér inni, yeinan og gaulan; skömm mikil er karlmenn hraustir skulu eigi þola sár sín, og vera kann, að þeir konungsmennirnir hafi allvel fram gengið, en all- ódrengilega bera þeir sárin sín". Þormóður svarar: — „Hvert ernafn þitt?" Hann nefndist Kimbi. Þormóður svarar: „Vartu í bardaga?" „Var eg", segir hann „með bóndum er betur var". „Ertu nokkuð sárr?", segir Þor- móður. „Lítf', segir Kimbi; ,^eða vartu í bardaga?" Þor- móður segir: „Var eg með þeim, er.betur höfðu". Kimbi sá, að Þormóður hafði gullhring á hendi; hann mælti: „Þú munt vera konungsmaður; fá þú mér gullhringinn, en eg mun leyna þér; bændur munu drepa þig, ef þúverð- ur á veg þeirra." Þormóður segir: „Haf þú hring, ef þú fær, látið hef ég nú meira". Kimbi rétti fram höndina, og vildi taka hringinn, Þormóður sveiflaði til sverðinu og hjó af honum höndina, og er svo sagt, að Kimbi bar sáf sitt engum mun betur en hinir, er hann hafði fyrr á leit- að . . ." H. Það er óneitanlega margt líkt með Kimba þessum Norðmannanna og framsóknarkimbunum íslenzku. Hvoru tveggja eru sjálfhælnir, orðillir um aðra, ágjarnir á fjár- muni annarra og löðurmenni, þegar á reynir. Framsóknarmenn fóru að heita mátti óslitið með stjórn ai-forystuna í nær hálfan annan tug ára. Allan þennan | tíma voru Sjálfstæðismenn í algerðri stjórnarandstöðu og lengst af vörðust þeir vel og drengilega, og létu aldrei þjóðarhagsmunina víkja fyrir flokkshagsmunum. Allan þenna tíma litu Framsóknarmenn gráðugum augum til hvers penings í eigu þeirra og klófestu það af eignum þeirra, er þeir gátu. Var aðferðin við þann fjárdrátt eink- um sú, að sliga andstæðingana með sköttum og álögum, en síðan stálu þeir og rændu fénu úr ríkissjóði. Fyrri hluta þessa valdatímabils beittu þeir jafnframt fjárkúguninni, hiinni mestu ofsókn gegn verzlunar og út- gerðarmanna stéttunum, og reyndu með þrálátum rógi og lygum að hafa mannorðið af ýmsum beztu og athafna- sömustu mönnum þessara' stétta. En samhliða því, f erðu þeir hverja Framsóknar-hundaþúfu að himinháu fjalli og heimtuðu að þjóðin félli í tilbeiðslu að fótum meðalmennsk unnar og síngirninnar. Ef einhver kveinkaði sér undan ofsóknunum, töluðu þeir um „ill læti" hjá andstæðingunum, sem þyldu það ekki að vera í minnihluta, og yfirleitt var framferði þeirra allt gegn andstæðingunum svipaðast og hjá þjóðum þeim, sem nú eru grimmastar og miskunnarlausastar við varn- arlausa menn. Hefir pólitískt gerræði og siðleysi aldrei orðið eins mikið í þessu landi og það var nokkurn hluta þessa íímabils, og mun aldrei meira geta orðið, jafnvel þótt annað hvort nazistar eða kommúnistar næðu hér völd- um. Mætti að vísu verða, að nokkrir menn yrðu þá gerðir höfði styttri, en jafn skipulagða árás á mannorð manna mundu þessir flokksmenn aldrei gera. 1 Svona voru þessir menn á meðan þeir. höfðu völdin. Þeir voru ágjarnir, rógsamir og grimmir, en hvernig eru þeir svo, þegar þeir sjálfir komast í minnihluta og stjórnarándstöðu ? Þá bera þeir sig eins og Kimbinn norski og þó ver, því að ekki hafa þeir hendina misst, aðeins verið sviptir færi á því að misnota fé ríkissjóðs og fara ránshendi um eignir manna og réttindi. — Þá kemur f jórði eiginleikinn í fari þeirra í ljós: löðurmennskan — ræksnishátturinn. Og nú heyrist ekki annað en veinan og gaulan og 111 læti frá þessu Hriflungalýð. « III. 1 % nýútkomnum „Ægi", skrifar ritstjórinn, Lúðvík Krist- jánsson grein, sem hann nefnir: Hverjum er um að kenna? Segir hann þar frá því, að síðla sumars 1940, hafi komið hingað til lands efni er heitír „Aquacide", en það hafa Ameríkumenn notað við síldarvinnslu með góðum ár- angri. Efni þetta var svo reynt í síldarverksmiðjum ríkisins og reyndist mjög vel, ukust „afköst verksmiðjanna á lítt vinnsluhæfri síld upp í allt að 100%. Auk þess dró það einnig úr fitumagni mjölsins, sem líka skiptir mjög máli, því að kapendur vilja allajafna að það sé ekki yfir 10%, og hafa nú gert það að skilyrði fyrir kaupum sínum á því.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.