Stormur - 21.09.1942, Blaðsíða 2

Stormur - 21.09.1942, Blaðsíða 2
2 STORMUR Húna, ef trúa má dulspekingnum og spámanninum Jónasi Guðmundssyni. Ákveðið hefir verið að kosningar fari fram 18. og 19. október næstkomandi. Er sá>tími vel valinn, því að þá eru mestu haustannir úti, en tíð hinsvegar sjaldnast farin að spillast að mun. Ei’u kosningar þessar fyi'ir margra hluta sakir ein- hverjar þær merkilegustu og mikilvægustu, sem fram hafa farið á þessu landi og ber margt til, eins og nú skal nokkuð vikið að. Nú verður í fyrsta sinni kosið eftir hinni nýju kjör- dæmaskipun og veldur það allmiklum bi'eytingum frá því sem áður • var. Á nú að kjósa 8 þingmenn í Reykjavík, Siglufjörður er sérstakt kjördæmi og kýs einn þingmann, en í tvímenningskjördæmunum sex, Rangárvalla og Skaga fjarðar, Eyjafjarðar og Múlasýslum báðum, vera hlut- fallskosningar eins og hér í Reykjavík og verður því kosið um einn lista en ekki einstaka frambjóðendur. — Kjörnum þingmönnum fjölgar um 3 og getur því þingmannatalan orðið 52, en sennilega fækkar uppbótarsætum flokkanna svo, að fjölgunin verði engin, og komið gæti það jafnvel fyrir, að þeim fækkaði. — Tala uppbótarþingmanna er nú 11, eins og kunnugt er Nú verður kosið til fjögurra árá og er því ákaflega mikilvægt að kjósendur vandi valið á fulltrúum sínum. Eru öll líkindi fyrir því, að einhvern tíma á þessu fjögurra ára tímabili ljúki styrjöldinni og þá eða fyr verður úr því skorið, hvort vér verðum fullvalda þjóð — lýðveldi — eða ekki. En þessi næstu 4 ár skera líka úr um það, hvernig um fjárhag vorn fer. Ef duglaus stjórn og ábyrgðarlausir þingmenn fara með völdin þenna tíma, getur vel svo farið, að hér skapaðist álíka öngþveiti eða meira en orðið var á síðustu stjórnarárum þeirra Hermanns Jónassonar og Eysteins Jónssonar. Þá getur það og. líka komið fyrir að sjálfstæði þjóðarinnar verði fórnað fyrir baunaspón, eins og Eysteinn Jónsson ætlaði að gera, er hann vildi veita Bretanum ,,Koncessionirnar“ frægu. En fari vitur stjórn og þróttmiki1 víðsýnt og þjóðholt þing með völdin þessi fjögur ár, gtuur hinsvegar svo farið, að þau verði upphaf þeirrar gullaldar bæði menningarlega og fjárhags- • lega, sem beri himinhátt yfir öll tímabil sögu vorrar. III. Eins og öllum er kunínugt, fóru síðustu kosningar þannig, að Sjálfstæðismenn héldu þingmannatölu sinni, 17, enda þótt þeir töpuðu einu sæti í Reykjavík, Hafnar- firði, Vestur-Skaftafellssýslu og Snæfellsnessýslu. Á móti þessum töpum unnust tvö kjördæmi, Barðastrandar- og Norðui’-Isafjarðar, en uppbótarsætum flokksins fjölgaði um tvö. Naumast getur hjá því farið, að þingmannatala flokksins aukist mjög við þessar kosningai'. Getur hún varla orðið lægri en 20, en vel mætti hún verða 23—26. Framsóknarmenn hafa síðustu árin átt alla þingmenn tvímenningskjördæmanna, 12 að tölu. Af síðustu kosn- nigum varð það a. m. k. ráðið að þeir missa 3 af þessum þingmönnum, annan þingmanninn í Rangárvalla. Árnes- og Skagafjarðarýslum. Mikil líkindi eru líka fyrir því, að þeir tapi öðru þingsætinu í Eyjafjarðarsýslu. Hinsvegar munu þeir h^lda báðum þingmönnum Múlasýslnanna, ef kjörfylgið breytist ekki allverulegu Sjálfstæðismönnum í vil. .Voru Sjálfstæðismenn alllangt frá því, að vera hálf- drættingar á við Framsóknarmenn í báðum þessum kjör- dæmum. — I tvímenningskjördæmunum horfir málið því þannig við, að Sjálfstæðismenn eiga vísa þrjá, mikla von í þeim fjórða, og nokkura von um a. m. k. einn þingmann úr Múlasýslunum. 1 Reykjavík hlutu Sjálfstæðismenn ekki nema þrjá þingmenn af sex. Kjörsókn var afskaplega slæm, því að um 6000 kjósendur sátu heima. Má óhætt fullyrða, að Sjálfstæðismenn hafi átt 3—4000. Víst er að nú fá Sjálf- stæðismenn fjói’a þingmenn kjörna, en ef ólundin fer úr þessum þúsundum er heima sátu, og ef þeir gera sér þess fulla grein, hversu afaráríðandi það er að Sjálfstæðismenn verði sem sterkastir á þingi, ættu þeir að fá fimm. Á Siglufirði mun frambjóðandi kommúnistanna (Áki Jakobsson heyja einvígið vuS frambjdðanda Sjálfstæð- isflokksins. Telja kunnugir menn, að ekki verði um það sagt, hvor sigur beri af hólmi. Þau einmenningskjördæmi, sem Framsóknarmenn munu sækja harðast að ná úr höndum Sjálfstæðismanna eru: Akureyri, Austur-Húnavatnssýsla, Barðastrandar- sýsla og Norður-ísafjarðarsýsla. Sigurður Hlíðar hefir æ verið giftúdrjúgur á Akureyri. enda alira manna vinsæl- asfur sökum mannakosta sinna og prúðmennsku, og mun því Framsóknarmönnum enn sem fyrr veitast erfitt að ná kjördæminu frá honum, jafnvel þótt þeir tefli fram eyrna lengsta og ráðvandasta manni flokksins. Hannes Pálsson hefir nú fallið fjórum sinnum fyrir Jóni Pálmasyni. Kann hann nú orðið að koma svo vel fyrir sig höndum, að engin hætta er á því, að maðurinn bein- brotni þótt hann falli í fimmta sinn. Allar líkur eru fyrir því að Gísli Jónsson verði rót- gróinn í Barðastrandarsýslu, og mun því Steingrími Stein- þórssyni þótt hraustur sé, verða erfitt að þreyta fang við hann bæði nú og síðar Sigurður Bjarnason vann glæsilegan sigur í Norður- Isafjarðarsýslu, og er það spá kunnugustu manna, að honum verði ekki þokað úr þingsæti fyrst um sinn. I Snæfellsnessýslu biðu Sjálfstæðismenn stærstan ó- sigurinn og munu mest hafa verið sjálfskaparvíti. Er lík- legt að bæði frambjóðandi þeirra og forustumenn þar vestra hrindi nú af sér sleninu og láti ekki Laugarvatns- Bjarna ganga þar einan eins og gráan kött um öll híbýli manna, allt frá búri í svefnherbergi hjóna og kvenna. Þá þurfa og Sjálfstæðismenn að herða róðurinn á Seyð- isfirði, Vestur-Skaftafellssýslu og Hafnarfirði. Munaði að eins rúmum tuttugu atkvæðum á þeim Lárusi Jóhanne^- syni og Haraldi. Fór Lárus ekki fyrr en á síðustu stundu, en Haraldur var þar í margar vikur á undan kosningun- um- Verða Sjálfstæðismenn þar, eins og víða annarsstaðar að hætta við „leiftursóknina“, enda hefir hún álltaf gef- ist þeim illa, eins og raunar flestum, sem hana þreyta. Af þessu stutta yfirliti, sem hér hefir verið gefið, er það nokkurn veginn sýnt, að miklar líkur eru fyrir því, að Sjálfstæðismenn hljóti eitthvað yfir 20 þingsæti við næstu kosningar og verði langsamlega stærsti þingflokkurinn. — Ef gæfan væri með, gæti svo farið, að þeir hlytu um helm- ing þingsætanna, en þótt svo verði ekki, þá skiftir það ákaflega miklu máli, að þingflokkurinn verði sem fjöl- mennastur og atkvæðamagnið sem mest, er að baki hon- um stendur. Það er því skylda alh'a kjósenda Sjálfstæðisflokks- ins, að sækja fast þessar kosningar og hnekkja nú að fullu þingvaldi Framsóknarflokksins — flokksins, sem verst hefir hagað sér allra íslenzkra stjórnmálaflokka og nú á þessu þingi svo, að landráðum gekk næst, svo varlega sé talað.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.