Stormur - 21.09.1942, Blaðsíða 3

Stormur - 21.09.1942, Blaðsíða 3
STORMUR 3 m m # Islensk annálabrof og Undur Islands heitir nýútkomin bók. Er hún rituð af Gísla Oddssyni, sem var biskup í Skálholti 1632—38. Skrifaði hann þessi rit til þess ,,að fi*æða útlendinga um landfræði og náttúru ís- lands“. Biskupinn skrifaði rit þessi á íslenzku, en dóm- kirkjuprestur hans, séra Ketill Jörundsson, þýddi hana á latínu. Er nú frumritið glatað en þýðingin til. Hefir nú Jónas Rafnar læknir snarað henni á íslenzku, en Þorsteinn M. Jónsson gefur bókina út. Og er bæði þýðing og frá- .gangur bókarinnar í bezta lagi. Gaman er að mörgu í ritum þessum, þótt allmikið kenni þar hjátrúar og hindurvitna. Fara hér á eftir fáeinar glepsur úr ritfum biskupsins, þeim til skemmtunar, sem eigi hafa lesið bókina: Árið 1308: Svo mikil vetrarharka skall yfir fsland með kulda og snjóum og ofsastormum, að þeir, sem ætluðu að sækja (árlegt) alþingi, urðu-um hásumar að járna hesta sína eins og um vetrai*sólhvörf, og eigi leysti snjóa þessa á því ári kringum bæi. Ár 1593. . . . Einn landseti Sk^lholts kom sömuleiðis heiman að frá sér með kú, sem drepist hafði af burði vanskapnaðar. Þegar burðurinn var skorinn frá, sást að hausarnir voru tveir og runnu saman í eitt í hvoftinum. Neðri kjálkar líktust hundskjálkum. Fætur voru níu eða tíu, augu fjögur, kroppur einn og rófa ein. Þykir lítið koma til slíkra vanskapnaðarburða þar, vegna þess hve tíðir þeir eru. (Ætli Jörundi bónda hafi nokkurn tíma fæðst slíkur Jcálfur?) Ár 1606 . . . Aftur berst sú fregn, þann 16. október .sama ár, að í koti nokkru nálægt Njarðvík sé þriggja eða fjögra ára gamalt viðrini. Sömuleiðis er sagt, að á Flanka stöðum sé fjögra eða fimm ára gamall drengur, sem hafi getnaðarfæri, skegg og kviðarhár sem fullorðinn karl- maður (haldið er að hann sé 'umskiptingur). Sömuleiðis er sagt, að í hjáleigu hjá Hlíðarenda, sem heitir Nikulás- nrhús, sé sex ára gömul stúlka umskiptingur; liggur hún í vöggu, sem stendur undir hærra rúmi og geltir sem hund- ur, í því skyni að fá nokkurt æti í hvert sinn, sem einhver gengur um. Á Ey í Grímsnesi hefir umskiptingur nokkur lifað í nálega 15 ár og hefir allan þann tíma aldrei risið á fætur úr rúminu — hræðileg ókind, herfileg og ferleg; stundur rekur hann upp hvínandi hljóð svo að viðstaddir mega varla standast þau. Öðru hvoru hefir hann vaxið mjög á lengdina og því lengri, sem hann hefir orðið, því meira hefir hann grennst fram yfir hæfi .... Ár 1610 . . . Sama ár, á laugardag fyrir fjórða sunnu- dag í föstu, er bar upp á 17. marz, var mesta stilla með blíðviðri og logni fram á hádegi, síðari hluta dagsins skall á afskaplegur hörkukuldi, sem hélzt 18. o gl9. marz með stormi og snjkomu, sem eigi aðeins þjarmaði útigangspen- ingi grimmilega, heldur einnig mönnum. í Borgarfirði urðu úti 10 menn og 500 fjár. — í Miðfirði urðu 4 menn úti, og mjög marga aðra kól til skaða. Bændur þar í sveit misstu á þeim'tíma 1500 fjár frá 24 bæjum. Aðrir skrifa að 2000 fjár hafi farist í þessari einu sveit. Vegna þess hve sjávarflóð voru óvenju mikil árið 1610, rak á fjörur í Hornafirði eystra mikla mergð lifandi fiska; á Sævar- hólafjöru eina 1400, annarsstaðar 1000. Ennfremur rak ótrúlega jjjergð og óviðjafnanlega gnægð af loðnu (eða smásíli) ; lá hún í bingjum og tók hesunum í hné eða meira, þegar landsmenn komu á fjörurnar og tóku án greinarmunar allt hvað þeir vildu eða gátu. Sömuleiðis lágu á fjörunum þvílík gnótt og fjöldi sela, sumpart dauð- ir, sumpart lifandi, að slíkt og þvílíkt hefir aldrei áður sést, svo að í hlut Stafafells eins komu 400. Ár 1631. Svo bar við á Norðurlandi, að konur tvær, sem upp úr þrettándanum jusu hvor aðra illdeilum og heit- uuðust, urðu einmitt bráðkvaddar. Drottinn miskunna þú oss! — Sömuleiðis sama ár deyddi kona nokkur á Norðurlandi sjálfa sig með hníf, og olli afturganga henn- ar hræðilegri ógn og skelfingu. Haldið er að hún hafi komizt á skip með sjómönnum úr Hrísey; gerði hún þeim þungar búsifjar með mörgum og miklum djöfullegum á- sóknum þangað til þeir neyddust til að leita sér hælis í landi. Fór hún svo aftur með þeim í sína sveit, og fyrir sameiginlega bæn í kirkjunni gerði hún ekkert illt af sér. Ár 1632. Ein hin ólmasta á, sem rennur úr Þingvalla- vatni, stærsta stöðuvatni á landinu, gjörþorrnaði á milli hárra kletta. Ár 1633. Bæ nokkurn á Vesturlandi kæfði svo í snjó, að hann kom ekki upp aftur fyrr en sumarið eftir, og voru þá allir heimamenn dauðir. Ár 1634. Á Höfðaströnd nyrðra, veiddu sjómenn skötu eina mikla; þegar hún var hlutuð niður, rak hún upp þau eymdarvein — og það gerði jafnt hver hluti hennar — að öllu saman var fleygt í sjóinn. Ár 1635. Á Norðurlandi fæddi 76 ára gömul kona eðli- legt fóstur. Sömuleiðis sama ár önnur 56 ára gömul kona á Suðurlandi. Auglýsing um kenslu og einkaskóla Berklavarnalögin mæla þannig fyrir samkv. 9. gr. þeirra: „Enginn, sem hefir smitandi berklaveiki, má fást við kennslu i skólum, heimiliskennslu né einkakennslu. Engan nemanda með smitandi berklaveiki má taka í skóla, til kennslu á heimili éða til einkakennslu. Engan nemanda má taka til kennslu á heimili, þar sem sjúklingur með smitandi berklaveiki dvelur“. Allir þeir, sem stunda ætla kennslu á komandi hausti og vetri eru því beðnir um að senda tilskilin vottorð fyrir sig og nemendur sína á skrifstofu mína, hið allra fyrsta, og mega þau ekki vera eldri en mánaðargömul. Þá er ennfremur svo fyrir mælt í ofangreindum lögum: „Enginn má halda einkaskóla, nema hann hafi til þess skriflegt leyfi lögreglustjóra og skal það leyfi eigi veitt, nema héraðslæknir telji húsnæði og aðbúnað fullnægja heilbrigðiskröfum, enda liggi fyrir tilskilin heilbrigðis- vottorð um að hvorki kennari eða aðrir á heimilinu né neinn nemendanna séu haldnir smitandi berklaveiki“. Þeir hafa í hyggju að halda einkaskóla, eru því á- minntir um að send# umsóknir sínar til lögreglustjórans í Reykjavík hið allra fyrsta, ásamt tilskildum vottorðum. Það skal tekið fram, að þetta gildir einnig um þá einkaskóla, smáa sem stóra, er áður hafa starfað í bænum. Umsóknir um slíka einkaskóla utan lögsagnarum- dæmis Reykjavíkur, en iinan takmarka læknishéraðsins, 5má senda á skrifstofu mína. Héraðslæknirinn í Reykjavík 11. sept. 1942. Magnús Pétursson.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.