Stormur - 21.09.1942, Blaðsíða 1

Stormur - 21.09.1942, Blaðsíða 1
STORMUR XVIII. árg. Ritstjóri: Magnús Magnússon Reykjavík 21. sept. 1942. 22. tölubl Jeremfasarbréf «,esaias Reykjavík í sept. 1942. Gamli kunningi! Nær því allar þjóðir heims búa nú við margvíslegar hörmungar og leggja á sig þungar fórnir. — Sumar fórna milljónum mannslífa á vígvöllunum, aðrar búa við ófreM, áþján og skort, en öllum er það sameiginlegt, að þær heyja hina hörðustu fyrir baráttu fyrir tilveru sinni, sjálf- stæði og þjóðarmetnaði. Vér Islendingar höfum fram að þessu verið nálega eina þjóðin, sem hefir baðað í rósum, grætt á vitfirringunni, grætt á hörmungum annarra. Upp úr skuldafeni hefir þjóðin og ríkið risið og hefir nú hjer um bil jafnmiklar áhyggjur af auð sínum og ríkidæmi og hún hafði af ör- birgðinni áður. En þrátt fyrir þetta vex ágirndin og græðgin með hverri krónunni, og um það eitt er hugsað hjá flestum að klófesfa sem mest og allur fjöldinn brýtur líka heilann um það, hvernig hann á að eyða sem mestu, hvernig hann á að fjarlægjast sem mest hið einfalda, látlausa líf. Sjómennirnir neita að sigla nema þeir fái kaup, sem nemur mörgum tugum þúsunda á ári, bændurnir draga að slátra þangað til sálnaveiðararnir hafa ákveðið kjöt- verðið að minnsta kosti þriðjungi hærra en framleiðslu- kostnaðinum nemur, og verkamennirnir neita að afgreiða bkipin, nema öllum kröfum þeirra sé fullnægt. Hver stétt, hver einstaklingur blínir á sjálfa sig og missir sjónar á hagsmunum þjóðarinnar allrar og gætir þess ekki heldur að með þessu blinda kapphlaupi eru einstaklingarnir og stéttirnar líka að grafa undan sinni eigin gæfu, gera cignir sínar — rauðu seðlana, sem augað mænir eftir — verðlausar. Og jafnframt því, sem kaupkröfurnar margfaldast minka afköstin. Fjöldi manna hefir það tvennt fyrir aug- um að afla sem mest en afkasta sem minnstu, ganga ólúinn heim að loknu* dagsverki. Á nú þjóð, sem þannig fer að ráði sínu skilið að sleppa við hörmungar þessarar styrjaldar? Og hvernig mun þjóð sem þannig fer að, standast samkeppnina við þær þjóðir, ;&em hlotið hafa eldskírn þrauta og þjáninga og sleppt allri einstaklingshyggju og síngirni og fórnað öllu fyrir ætt- jörðu sína, sjálfstæði og frelsi? Brenrtandi af frama og viðreisnarþrá' mun jafnt ungur maður sem gamall, jafnt kona sem karl þessara þrautreyndu og marghertu þjóða hefja viðreisnarstarfið, en mun þá þjóðin, sem gleymdi skyldum sínum við ættjörðina, kæfði fórnarlundina og lá í innbyrðis deilum, jafnt út af smáu sem stóru, verða lengi að komast aftur á vonarvölina, hverfa aftur á bóla- kaf í kviksyndi skulda og \ lánsstraustsleysis, steypast á kaf í Eysteinspyttinn, sem hún var drukknuð í, eftir 15 ára stjórn síngjarnra qg valdasjúkra sérhagsmunamanna. Þinn einlægur Jeremías. Og Jahve sagði: Sökum þess að dætur Zionar eru drembilátar og ganga hnakkakertar, gjóta út undan sér augunum og tifa í göngunni og láta glamra í ökláspenn- unum, þá mun drottinn gera blóðugan hvirfil Zionardætra og Jahve gera bera blygðan þeirra. Á þeim degi mun Jah- ve burt nema skart þeirra, öklasþennurnar, ennisböndin, hálstinglin, eyrnaperlurnar, armhringana, andlitsskýlurn- ar, motrana, öklafestarnar, beltin, ilmbaukana, töfraþing- in, fingurgullin, nefhringana, glitklæðin, nærklæðin, möttlana og pyngjurnar, speglana, líndúkana, vefjarhett- ina og slæðurnar. Og koma mun ódaunn fyrir ilm, reiptagl fyrir belti, skalli fyrir hárfléttur, aðstrengdur hærusekkur í stað skrautskikkju, brennimerki í stað fegurðar. Menn þínir munu fyrir sverði falla og kappar þínir í orrustu. Og hlið hennar munu kveina og harma og.hún sjálf mun sitja einmana á jörðunni. Vei þeim, sem rísa ára morguns til þess að sækjast eftir áfengum drykk, sem sitja fram á nótt eldrauðir af víni. Gígjur, hörpur, bumbur og hljóðpípur kveða við og vínir flóir við samdrykkjur þeirra, en gjöfum Johve gefa þeir eigi gaum og það, sem hann hefir með höndum, sjá þeir ekki. Fyrir því mun lýður minn, fyrr en af veit, fara í útlegð og tignarmennirnir kveljast af hungri og svall- ararnir vanmegnast af þorsta. Fyrir því vex græðgi Heljar og mun glennir ginið, sem mest hún má, og skrautmenni landsins og svallarar, hervaldamennirnir og gleðimenn- irnir steypast niður þangað. Og mannkind skal beygjast og maðurinn lægjast og augu dramblátra verða niðurlút. En Jahve hersveitanna mun háleitur verða í dóminum og hinn heilagi guð sýna heilagleik í réttvísi. Og lömb munu ganga þar á beit,- eins og á afrétti og hinar auðu lendur ríkismannanna munu geitur upp eta. Bréf Páls postula til Rómverja: ,, . . . Og þessvegna hefir guð ofurselt þá (mennina) fýsnum hjarta þeirra til saurlifnaðar, til þess að þeir sín á milli smánuðu líkami sína. Þeir hafa umhverft sannleika guðs í lýgi og göfgað og dýrkað skepnuna í st-að skapar- ans, hans sem er blessaður að eilífu. Amen. Fyrir því hefir guð ofurselt þá girndum svívirðingar- ihnar, því að bæði hefir kvenfólk þeirra breytt eðlilegum samförum í óeðlilegar og eins hafa líka karlmennirnir hætt eðlilegum samförum við kvenmanninn og brunnið í losta sínum hver til annars; karlmenn framið skömm með karlmönnum og tekið út á sjálfum sér makleg gjöld villu sinnar. Og eins og þeir hirtu ekki um að varðveita þekking- una á guði, ofurseldi guð þá ósæmilegu hugarfari, svo að þeir gjörðu það, sem ekki er tilhlýðilegt, fylltir allskonar rangsleitni, vonsku, ágirnd, illsku, fullir öfundar, mann- drápi, deilu, sviksemi, illmennsku, rógberar, bakmálugir, guðshatarar, smánarar, hrokafullir, gortarar, hrekkvíðir, foreldrum óhlíðnir, óskynsamir, óáreiðanlegir, kærleiks- lausir, miskunnralausir . . . ".

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.