Stormur - 21.09.1942, Blaðsíða 2

Stormur - 21.09.1942, Blaðsíða 2
S í 0 R M úR ÍA UNDRALÖND ASÍU \ X Gandhi hefur ritað þetta: „E& get ekki á neinn skynsamlegan hátt gert grein fyrir tilveru hins illa. Að óska sér þess að geta það, er það sama og vilja vera eins og guð. Eg er því nægiléga auðmjúkur til þess að viðurkenna að það illa sé til, og eg tel guð umburðarlyndan og þolinmóðan einmitt vegna þess, að hann leyfir hinu illa að vera til í þessum heimi. ■ Eg veit að í honum sjálfum er ekkert illt og þó er það svo, að hann er höfundur alls sem til er, en samt ósnortinn ar því“. Eftirfarandi er tekið úr grein, sem hann reit 1920: „Því eigum vér að örvilnast þó að börn, ungir menn, og gamalt fólk, deyi? Engin stund líður svo, að einhver fæð- ist ekki eða deyi einhversstaðar í heiminum. Vér ættum- að telja það heimskulegt, að fagna fæðingunni en hryggj- ast yfir því sem deyr. ,Þeir, sem trúa að sól sé til — og það gera allir Indverjar, Múhameðstrúarmenn og Pers°ar — vita að sólin getur aldrei dáið! Sól hinna lifandi og dauðu er eitt og hið 'sama“. Og um þjáninguna hefir hann farið þessum dásam- !egu orðum • „Þjáningin er sérkenni mannkynsins. Lög hennar eru eilíf, mæðurnar þjást, svo að börn þeirra geti lifað. Láfið er áframhald dauð :ans. Skilyrði þess, að hveitið geti vaxið er að sæðið farist. Engin þjóð hefir nokkru sinni hafist án þess, að hafa áður skírst í eldi þjáninganna . . . Lög þjáningarinnar getur enginn um flúið, þau eru eina óhjá- kvæmilega skilyrðið fyrir tilveru voi’ri. Það verður að meta framfarirnar eftir því. hvað það hefir kostað miklar þjáningar að .fá þeim framgengt . . . Því meiri sem hún er, því meiri eru þær“. Gandhi hefir sagt vinum sínum, að á alvörustundum lífs síns trúi hann því, að honum sé ætlað að leysa Ind- verja undan yfirráðum Breta. En þrátt fyrir þetta vilja Bretar, að hann’lifi sem lengst, því að þeir vita, að á með- an hans nýtur við, muni engin stórmerki gerast. En þegar hann deyr munu þau öfl úr læðingi leysast, sem hættu- leg geta orðið yfirráðum þeirra. Mesta afrek Gandhis er það, að hann hefir blásið nýjum anda í indversku þjóðina og tengt hana saman. Guð hans, hver svo sem hann er, ætti því að veita honum góðar móttökur, þegar hann kemur á fund hans. XXIII. í Indlandi er allra veðra von. Indland er í raun og veru heilt meginland. — Leggið landabréf af Indlandi yfir landabréf af Evrópu, þannig, að Kurachi og London falli saman, og þá munið þið kom- ast að raun um, að vestra horn Indlands skagar út á At- lantshaf, en hið eystra nær um 200 enskar mílur austur fyrir Moskva. Peschawar kemur um miðjan Noreg, Bom- bay nemur við landamæri Sviss og hins gamla Austurríkis, en Comorinhöfðinn, sem er syðsti oddi skagans, tæki sér bólfestu á Miðjarðarhafinu, milli Sikileyjar og Túnis. Og þetta geysistóra land hefir að geyma hinar mestu andstæður. Þar eru hæstu fjöll í heimi og víðáttuinestu flatneskjur. Þar er ægilegur hiti og steypiregn, sem færir allt í kaf. Þar eru hinar mestu andstæður í dýralífi, jurta- gróðri og landslagi, siðum og venjum og trúarháttum. — íbúatalan er um 350 miljónir, eða ujn það bil fimmti hluti alls mannkynsins. Þar eru hinir lærðustu vísindamenn og aumustu betlarar, sem naumast nokkur mannsmynd er á. Þar eru furstar, sem eiga ógrynni auðæfa og þúsundir og milljónir soltinna bænda. Þar eru 700,000 smáþorp og þar er loftslagið óblítt og krefur sinn skatt bæði af Indverjum og Norðurálfumönnum. Vegna þessarar miklu stærðar og óendanlegu fjölbreytni landsins, er mjög erfitt að gefa glöggt yfirlit yfir líf og sögu þjóðarinnar, sem er geysi- lega sundurleit. Punjabhi og Mysoremaður eru eins ólíkir og Spánverji og Englendingur, en þó eru báðir Indverjar. Indversk mannanöfn eru örðug viðfangs, en þó eigi eins og þau kínversku. Sum þeirra láta mjög einkennilega í eyrum Evrópumanna eins og t. d. Sodawaterwala eða Coconutwala (wala þýðir: „maður frá“) en raunar eru þau ekki öllu kátlegri en Shoemaker eða Marchandeau, sem engum Frakka eða Englendingú þykja brosleg. Venju- lega er síðasta nafn Indverjans einskonar stéttar eða ætt arnafn en ekki fjölskyldunafn. Allsstaðar nema í Bengal er föðurnafnið annað í röðinni. Tökum sem dæmi nafnið Bulhabbai Jivanji Desai. Bulhabbai er skírnarnafnið, Ji- vanji föðurnafnið og Desai ættarnafnið. Tíðast er að menn séu aðeins nefndir skírnarnöfnum sínum a. m. k. af kunn- ingjum og í daglegu tali. Trúarbrögðin skipta að líkindum þúsundum, þegar all- ir sértrúarflokkar eru taldir, en þau, sem mestu máli skipta eru Hindúatrú og Múhameðstrú. Er manntal var tekið 1931 töldust mállýskurnar 122, en aðeins átta eða tíu þeirra skipta verulega pólitísku máli. Er ég kom til Bombay athugaði ég af tilviljun Rúpíu- seðil og sá þá að orðin „Ein rúpía“ á bakhliðinni voru rituð á 8 mismunandi indverskum málum, sem öll höfðu sér- f stakt stafróf og skrifstafi. Eg bað alla, sem ég hitti, bæði Indverjh og Englendinga, að samræta þau fyrir mig, en það var ekki fyrr- en eftir margar vikur, sem ég rakst á mann nokkurn, sem gat það. Af þessu dró ég þá ályktun, sem þó er ef til vill röng, að menn þar í landi gæfu sig lítið að samanburðarmálfræði. En það mál, sem flestir Indverjar tala, eða um 133 milljónir, er Hindustani. En þetta mál greinist þó í tvö tilbrigði, með tvennskon- ar stafagerð, Hindi og Urdu. Skýringin á þessu er senni- lega sú, að hið upprunalega mál Aríanna í Indlandi, Sans- krítin, hafi blandast persnesku, er Múhameðstrúarmenn ruddust inn í landið, og þá hafi mállýskan, Hindustani, í þessum tveim gerðum orðið til. Sú mállýskan, sem hefur meira af persnesku orðunum, er Urdu og stafagerð henn- ar keimlík hinni persnesku, en Hindimállýskan hefur erft meira frá Sanskrítinni. Um það bil áttatíu af hundraði af orðiyium í málum þeirra, eru borin eins fram. Múhameðs- trúarmenn tala einkum Urdumállýskuna, en Hindúar Hindi og því hefir þessi skipting allmikið áð segja stjórn- málalega. Mállýskurnar Gujerati, Punjabi, Morathi og Bengali eru mjög skyldar Hinþustani, og stafróf þeirra hérumbil eins. Annai’s er munurinn á Hindustani og þeirra mál- lýskna, sem af henni eru runnar, ekki öllu meiri en í hin- um latnesku málum Evrópu, en hinsvegar er munurinn á Hindustani og dravídisku málunum, sem töluð eru í suður- hluta Indlands engu minni en í arabisku og ensku, og maður frá Madras skilur ekki Peshawarbúa. Fjöldi manna er ólæs, en þó ekki jafnhár hundraðs- hluti eins og í Kína. Talið er að um 85% af karlmönnum og 95 % af kvenþjóðinni sé ólæs. Stjórnmálalegur ágreiningur er mikill í Indlandi. —- Indverjar standa öndverðir gegn Englendingum, Múham- eðstrúarmenn gegn Hindúum, brezka Indland gegn fursta

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.