Stormur - 21.09.1942, Síða 3

Stormur - 21.09.1942, Síða 3
STORMUR dæmunum, kongressflokkurinn gegn múhameðstrúar- bandalaginu, kongressflokkurinn gegn furstadæmunum o. s. frv. En eitt er sameiginlegt með öllum þessum flokkum: mótstaðan gegn Englendingum. Indverjar eru allra þjóða gestrisnastir, og ég hefi hvergi verið þar, sem mér hefir þótt eins skemmtilegt að sinna starfi mínu eins og þar. Hér á eftir skal nú gerð ofurlítil tilraun til þess að íekja stærstu drættina í sögu þessarar þjóðar, en eins og að líkum lætur, verður aðeins stiklað á því stærsta. Um 1500 f. Kr. eða fyrr, streymdu hirðingjaþjóðir ljósar á hörund um afgönsku fjallaskörðin inn í Indland og tóku sér.'bólfestu á sléttunum við Ganges. Hirðingar þessir voru herskáir mjög og brutu undir sig norður og mið- Indland og ruddust alla leið til fjallanna í suðurhl. lands- ins. Hirðingjar þessir voru Aríar og steppuþjóðir, en hin frjóa mold Indlands breytti þeim í akuryrkjuþjóð. í Sans- - krít þýðir Aríi: aðalsmaður eða tiginn maður. Þeir áttu sínar sérstöku bókmenntir og hétu hinar fyrstu bækur þeirra Vedas, eða hin heilögu rit. Orðrétt þýðir Veda, játning. Þessi aríska þjóð hrakti brott frumbyggja landsins, Dravidana, sem voru dökkir á hörund. Saga þeirra er að mestu ókunn, en sennilega hefir þeim svipað til þjóða sem byggðu Egyptaland, Mesópótamíu og víðsvegar í Af- ríku og Asíu fyrir tíu til tólf þúsund árum. Aríarnir litu með fyrirlitningu á Dravidana. Getgátur eru um það, að stéttaskiptingin indverska sé þannig til orðin að Aríar hafi ekki viljað blanda blóði við hina dökku Dravida (stétt heitir á Sanskrít Varna, sem þýðir litur). Arísk einkenni liafa enn greinilega yfirhöndina í Norður-Indlandi, en Dravidar mega sín meira í suðurhluta landsins. En þrátt fyrir stéttagreininguna og úfana milli þess- ara tveggja þjóða, varð þó menning þeirra í mörgum greinum hin sama, og Hindúatrúin festi rætur í öllu land- inu. Með komu Daríusar Persakonungs og Alexanders mikla til Indlands (326 f. Kr.), barst grisk menning til landsins og austanvindarnir fluttu líka ýmislegt með sér frá Kína yfir Tíbet. Um 264 f. Kr. lagði Asoka keisari, einhver menntaðasti einvaldur, sem veraldarsagan segir fi’á, nærri því allt Indland undir sig og hófst þá gullöld Indlands. Asoka lagðist fast gegn kreddum og öfgum Hindúatrúarinnar, en gerði Buddhatrúna að ríkistrú. En er hann féll frá hnign- aði Buddhatrúnni en Brahmarnir hófust aftur til valda. Ýmsar þjóðir og þjóðflokkar ruddust inn í Indland á næstu öldunum eftir dauða Asoka — Húnar, Tyrkir, Persar, Mongólar og Múhameðstrúarmenn — og lögðu ,það undir sig, en fengu þó ekki bugað þróttmestu, inn- lendu ættirnar, sem æ höfðu mikil völd og alþýðan hvik- aði ógjarna frá Hindúatrúnni. Á fjórtándu öld e. Kr. ruddust Mongólarnir inn í landið. Djengis Khan vann Lahore í Punjab og Tamerlan Delhi. Völd Mongólanna urðu mest á dögum þeirra Baburs hins volduga og Aurungzeb, sonarsonar hans (1658— 1707), enda réðu þeir yfir nálega öllu Indlandi. Mongól- arnir voru Múhameðstrúar. Byggingar miklar og aðdáan- lega fagrar eru frá þessum tímum, en þá hófst trúmála- ágreingurinn á milli Hindúa og Múhameðstrúarmanna, sem æ hefir varað síðan. Er veldi Mongólanna lauk, hófst yfirdrotnum Englend- inga. í fyrstu vakti aðeins fyrir þeim að ná þar verzlunar- yfirráðum og var það Austurindverska félagið sem for- ustuna hafði í þessum efnum. Um 1761 hafði það alger- lega bolað burtu hinum frönsku og hollenzku keppinaut- um og réði þar öllu um verzlun og viðskipti. 1798 voru 3 Englendingar orðnir svo voldugir, að þeir skipuðu þar landsstjóra, sem réði yfir mestöllu landinu. Innanlandsstyrjaldir dróu máttinn úr þjóðinni, og árið 1875 varð mikil uppreisn í landinu, einskonar bylting ind- verskra ættjarðarvina, en allar þessar óeirðir urðu til þess að veikja viðnámsþrótt þjóðarinnar gegn yfirgangi Eng- lendinga. Og að lokum fór svo, að Bretar urðu þar öllu ráðandi og Viktoría drottning varð keisarinna Indlands. Hér að framan hefir verið sagt nokkuð frá sjálfstæð- isbaráttu Indverja í sambandi við æviferil og stjórnmála- baráttu Gandhis. Verður nú stuttlega skýrt frá hinni núverandi stjórnarskipun Indlands, en hana hlaut landið, er óhlýðnisbaráttunni lauk 1935. Stjórnarskipun þessi, sem nefnd hefir verið Govern- ment of India, Akt 1935, var samþykkt af enska parla- mentinu eftir sjö ára harðar deilur, og^er í raun og veru einskonar málamiðlun, er mætti jafnmikilli mótspyrnu frá Winston Churchill og öðrum alríkissinnum brezkum, sem frá þjóðernissinnum Kongressflokksins indverska. Stjórn- arlög þessi hróf-la ekkert við þeirri staðreynd, að Indland lúti enskum yfirráðum, en þau veita Indlandi talsvert rýmri sjálfstjtórn en réttarbæturnar frá. 1919 gerðu. Eftir að heimsstyrjöldinni 1914—1918 lauk, hafa Eng- lendingar smáaukið við sjálfsforræði Indverja, en gætt þess þó að vera ekki um of örlátir við þá, enda ætlunin að veita þeim aðeins á sínum tíma sömu réttindi og sjálfstjórn- arnýlendur þeirra hafa. Kongressflokkurinn indverski, er fastast hefir haldið á sjáll'stæðiskröfunum, stefnir hins- vegar að fullu sjálfstæði, en hann taldi, eða a.m.k. Gandhi að stjórnlögin frá 1935 væru áfangi á þessari leið. Stjórnlög þessi veita aðallandsstjórninni eða varakon- unginum geysimikið vald. Sambandsþing var sett á lagg- irnar, sem framkvæmdarstjórnin lýtur undir, en vara- konungurinn hefir ótakmarkað synjunarvald, og getur því synjað öllum lagafrumvörpum þingsins um staðfestingu. Auk þess heyra utanríkismál, kirkjumál og landvarnar- mál undir varakonunguinn einan, og loks hefir hann svo sérstakt umboð til þess að gera þær ráðstafanir sem með þarf, til þess að halda uppi friði og reglu í Indlandi eða einstökum hlutum þess, tr.vggja og varðveita lánstraust og fjárhag landsins, vernda réttindi einstakra fylkja og hagsmuni minnihlutans, og gæta þess að enginn verzlunar eða viðskipta ójöfnuður eigi sér ptað. Og enn getur hann svo, ef brýn nauðsyn krefur, vikið allri stjórninni frá um stundarsakir. Samkvæmt þessum stjórnarlögum er brezka Indland og furstadæmin sambandsríki. Sameiginlegur dómstóll hefir verið stofnaður og ætlunin er að koma á sameigin- legu bankakerfi. Kongressflokkurinn hefir barizt gegn þessu sambandi meðal annars vegna þess, að svo er um hnútana búið, að ensku fulltrúarnir og fulltrúar fursta- dæmanna, sem oftast nær greiða atkvæði að skapi Eng- lendinga, eru alltaf í meirihluta. Landsstjórarnir í hinum einstöku fylkjum bi’ezka Ind- lands hafa svipað vald innan fylkjanna eins og varakon- ungurinn hefir yfir landinu öllu. En lögin veita fylkjunum víðtæka gjálfstjórn um allt, sem lýtur að fjármálum þeirra lögreglumálum, fangelsum, uppfræðslu, sköttum af landi, heilbrigðismálum, opinberri vinnu, skógarhöggi og lög- gæzlu. Stjórnirnar í fvlkjum þessum eru kosnar af Ind- verjum sjálfum, og þær hafa því nær ótakmarkað vald í öllum málum, sem varða beinlínis fylkin sjálf. Greinarnar í stjórnlögum þessum eru 451 talsins og eru margar þeirra allflóknar og teygjanlegar og sum á- kvæði þeirra eru alleinkennileg, t. d. það, að Burma er greint frá Indlandi. Allmikið hefir verið rýmkað um kosn- « ingaréttinn, því að samkvæmt stjórnlögunum ffá 1919,

x

Stormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.