Stormur - 09.10.1942, Blaðsíða 1

Stormur - 09.10.1942, Blaðsíða 1
STORMU* Ritstjóri: Magnús Magnússon XVIII. árg. Reykjavík, 9. okt. 1942. 23. tölublað. Jeremiasarbréf Reykjavík í okt. 1942. Gamli kunningi! Einu sinni hérna á árunum, þegar bannoístækið hafði blindað nokkurn hluta þjóðarinnar og hrætt valdhafana frá sannfæringu sinni, voru tveir valdir menn ráðnir til þess að hella niður vínbirgðum, sem upptækar höfðu verið gerðar, og geymdar voru í tugthúsinu. Mennirnir gengu ótrauðlega að starfi sínu og vínið rann í stríðum straumum niður Skólavörðus-tíg og Banka- stræti, en þyrstir menn lögðust niður við elfuna og þömb- uðu nægju sína. • Nú eiga íslendingar vitrari ríkisstjórn, sem lætur ekki hella hinum dýrmæta vökva niður heldur drekkur hann sjálf og lætur aðra drekka hann, sem hún telur hæfa til þess og verðuga. En •forystumenn bændanna á þessu landi létu haustið 1942 hella niður nokkrum hundruðum eða þ*úsundum lítra af blóði sauðkindanna þeirra, og þeir settu svo hátt verð á ketinu, að engir' nema hátekjumenn, sem jafnframt kunna þá list að svíkja stórlega undan skatti, geta veitt sér það, og því verður Hermann að vera án kets í vetur, nema ef hann gæti slysað einn máf við og við þegar hann er á gangi á Örfiriseyjargarðinum. Já, nú er gott að vera í jurtaætaflokknum Árni minn frá Múla! En fyrst ég minnist á þennan stjórnmálaflokk gras- bítanna, er best að ég víki örlítið að kosningahorfunum hér í Reykjavík. Almennt mun nú talið að þessir 4 menn séu í hinum svon;efndu baráttusætum hér í Reykjavík: Haraldur Guðmundsson 2. maður á lista Alþýðu- flokksins, Sigfús Sigurhjartarson, 3. maður á lista Sósíalista flokksins, Sigurður Kristjánsson, 4. maður á lista Sjálf- stæðisflokksins og Árni Jónsson frá Múla, 1. maður á lista Þjóðveldismanna eða jurtaætuflokksins. Þrír þessara manna, Haraldur, Sigurður og Árni eru þrautreyndir stjórnmálamenn óg hafa verið með atkvæða- mestu þingmönnum vorum, fimir bæði í sökn og vörn og allir prýðilega- ritfærir, og þó einkum tveir hinir síðar- nefndu, sem um langt skeið hafa verið ritfimustu menn Sjálfstæðisflokksins, þótt honum hafi ekki borið gæfa til þess að njóta ritmensku hæfileika þeirra svo, sem hann r hefði haft þörf fyrir. Fjórði maðurinn, Sigfús Sigurhjartarson, er talinn vel gefinn maður, flaummælskur eins og margir Gooðtempl arar og sennilega ísmeygilegasti blaðamaður kommúnista. Sá maðurinn, sem segulmagnaðastur þarf að vera, ef hann á að ganga af hinum dauðum er Árni Jónsson. — Flokkur hans fjekk ekki við síðustu kosningar nema rúm 600 atkvæði ög mun hann því þurfa að bæta við sig 14— 1600 atkvæðum til þess að ná kosningu. Þetta fylgi þarf Árni að draga frá hinum flokkunum 3, eða þá úr þeim hópi manna, sem heima sátu við síðustu kosningar en það munu hafa verið um 6000. Mjög verður það að teljast ólíklegt, að Árni dragi nokkuð frá kommúnistum. Sálirnar í þeim flokki lifa í trú en ekki í skoðun eins og Tíma-sauðkindurnar. Og ósenni legt verður líka að telja að margar hræður úr flokki Stebba Jóhanns slæðist til hans. Munu þær fremur hverfa til kommúnistanna, en annars er ólíklegt annað en sá í'lokkur haldi nú hinni íátæklegu kjósendatölu sinni, eink- um þar sem atkvæðamesti maður flokksins er nú í baráttu- sætinu, og auk þess hefir, og auk þess hefir útflæðið úr þessum flokki verið svo ört að undanförnu, að ætla má, að það stöðvist í bili, þar til hann kemst aftur til valda og gefst aftur tækifæri til þess að svíkja öll sín loforð og ágtlanir. Mestar eru líkurnra fyrir því, að einhverjir af þeim kjósendum, sem kusu lista Sjálfstæðisflokksins í vor slæð- ist til hans. Árni Jónsson naut einna mestra persónu^ legra vinsælda allra stjórnmálamanna Sjálfstæðisflokks- insog þvf gæti það talist ekki ósennilegt, að þessar vin- sældir hans vægu meira en flokksfylgið. Ef nánar er aðgætt, þá er þó mjög ólíklegt að svo verði eins og alt er í pottinn búið. Margir góðir Sjálfstæðis menn mundu að vísu hafa kosið að Árni hefði verið ¦ í öruggu sæti hér í Reykjavík eða þá í öðrum k-jördæmum, og þeir mundu jafnvel hafa kosið hann ef hann hefði boðið sig fram sem Sjjálfstæðismaður, en þessir sömu menn munu trauðlega vilja gerast samstarfsmenn Jónasar Þor- bergssonar og sumra annara vandræðamanna og smá- menna, sem Þjóðveldisflokkinn fylla, auk þess, sem allar líkur eru svo fyrir því, að atkvæðum þeirra mundi á glæ kastað eða jafnvel hafa það í för með sjer að annarhvor þeirra Haraldur eða Sigfús næði kosningu. Enn minni ástæða er til fyrir Sjálfstæðismenn að hætta nokkru í þessum efnum, þar sem Pétur Magnússon er fimmti maður listans og mundi verða uppbótarþing-i maður, ef 4 Sjálfstæðismenn yrðu kjörnir hér í Reykjavík. Er hann sá maðurinn, sem ávalt hefir notið einna mests trausts í Sjálfstæðisflokknum, og öllum þótti hinn mesti skaði er hann fór af þingi. — Hefir að vísu verið reynt að beita þeirri ódrengilegu aðferð gegn Pétri, að gera

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.