Stormur - 17.10.1942, Síða 1

Stormur - 17.10.1942, Síða 1
STORMU R Ritstjóri: Magnús Magnússon XVIII. árg. Reykjavík, 17. október 1942. 24. tölublað. J er emí asarbr éf Reykjavík, í okt. 42. Gamli kunningi! Eftir tvo daga áttu að ráða það af við sjálfan þig, hver þessara fjögra manna þú vilt að fari með umboð þitt á þingi næstu fjögur árin: Pétur Magnússon, Árni Jónsson, Sigfús Sigurhjartarson og Haraldur Guðmundsson. Ef þú og aðrir Sjálfstæðismenn verða trúir sínum flokki og sinni stefnu verður það sá maðurinn, sem er vitrastur og hæfastur þessara manna — Pétur Magnússon. Það munu að vísu margir Sjálfstæðismenn vel geta unt Árna Jónssyni að ná kosningu, en líkurnar fyrir því að svo verði eru sáralitlar. Þessi grasbítaj'lokkur Árna, sem hefir að undirstöðu siðferði Jónasar Þorbergssonai’, dulspeki Grétars Ó. Fells og háspeki Halldórs Jónassonar, hafði aðeins rúmar 600 sálir við síðustu kosningar, og það er víst að flokkurinn hefir ekki vaxið síðan. Til þess að ná kosningu þarf yfir 2000 atkvæði. Persónu- fylgi Árna þarf því að verða um 14—1600, og þótt hann sé vinsæll maður er það næsta ósennilegt, að það sé svo mikið eftir að hann er kominn í þenna félagsskap. Árangurinn af því að varpa atkvæði sínu á Árna getur því varla orðið annar en sá að aftra því, að Pétur Magnús- son verði uppbótarþingmaður, en stuðla að því að Sigfús Sigurhjartarson verði það. Árni Jónsson réðist mjög á Sjálfstæðisflokkinn eða öllu heldur tvo forystumenn hans í útvarpsumræðunum á mánu- daginn. Enginn neitar því, að ræða hans var snjöllust sem áróðursi’æða, en þó gaf hann marga höggstaði á sér. Hvering gat t. d. Árni, þessi skírlífis pólitíkus og vand- lætari, sem hann segist nú vera, unað jafnlengi í þessum spilta félagsskap eins og hann g.erði? Og hvernig stóð á því, að hann varði gerðir þessara manna að heita mátti fram til þess dags, er hann sagði sig úr flokknum? Eru nokkur líkindi fyrir því, að Ólafur Thors hafi tekið þeirri stökkbreytingu, að hann hafi á fáeinum vikum eða dögum breyst úr góðum manni í vondan, en einmitt þess- um manni hefir Árni Jónsson um langt skeið verið hand- gengnastur. Og var ekki Jakob Möller búinn að úthluta allmörgum bílum á meðan Árni Jónsson var stjórnmálaritstjóri þess blaðs, sem Jakob er meðeigandi í? Og ef það er rétt hjá Árna, að báðir þessir menn séu stjórnmála spekúlantar, er þá ekki ofur hætt við því að Árni hafi sjálfur eitthvað smitast af hinni nánu samveru sinni með þessum mönnum í fjölda ára og hinni dyggilegu þjónustu sinni við þá? Og hvað er það líka, sem oftast dregur menn saman? Er það ekki venjulegast einhver andlegur skyldleiki? Og mundi það þá ekki einmitt vera þessi andlegi skyldleiki milli Árna Jónssonar og ólafs Thors, sem hefir valdið því, að vinátta og samstarí hefir verið með þeim árum saman?. Nei, Árni Jónsson fór ekki úr Sjálfstæðisflokknum vegna þess að Ólafur Thors eða Jakob Möller breyttust alt í einu úr góðum mönnum í illmenni, heldur vegna þess, að hon- um fanst hann ekki bera það úr býtum, sem hann átti skil- ið, eða fá þau laun fyrir starfa sinn í flokksins þágu, sem verðleikar stóðu til. Það var sama eiginhagsmunahyggjan, sem réði þessari úrsögn hans, eins og sú, sem hann ber Ólafi Thors á brýn. Og hverju gæti svo Árni Jónsson áorkað, þótt hann kæmist á þing sem fulltrúi grasbítanna og dulspekinnar? Mundi þessi eini maður, jafnvel þótt hann hefði ekki neytt kets í nokkrar vikur og svalað sér í siðferðislind Jön- asar Þorbergssonar, hafa nokkra möguleika til þess að draga úr holdsfýsnum Jakobs Möllei-s, Ólafs Thors, Jón- asar Jónssonar eða Hermanns Jónassonar? Mundi hann ekki verða eins og fölur meinlætamaður innan um þessar ketætur og veraldarmenn? Eru nokkur minstu líkindi fyrir því, að hann gæti af- stýrt samstarfi Jónasar og Ólafs, eftir að hann er kominn úr Sjálfstæðisflokknum, ef þeir og flokkar þeirra eru því fylgjandi? Nei, Árni Jónsson yrði umkomulaus í þinginu, meiri ein- stæðingur en jafnvel Bændaflokksmennirnir voru, því að þeir voru þó tveir. Hann mundi ekki komast í neina nefnd og ekki vera spurður ráða um neitt, og því myndi engin not verða af hinum góðu hæfileikum hans. Vegna þessa mega þeir, sem Sjálfstæðisflokknum eru fylgjandi eða hlyntir honum, ekki varpa atkvæði sínu á Árna á sunnudaginn kemur, hv.ersu hlýtt sem þeim annars kann að vera til mannsins, persónulega. Öllum er það vitanlegt, að enginn flokkur getur náð hreinum meirihluta við þessar kosningar. Miklar líkur eru fyrir því, að kosninga-niðurstaðan verði sú, að Sjálfstæðis- menn hljóti 20—21 þingmann, Framsóknarflokkurinn 17— 18, kommúnistar 7—8 og Alþýðuflokkurinn 6—7. Engar líkur eru því til þess að Framsókn geti myndað stjórn á næsta þingi nema með tilstyrk beggja rauðu flokkanna. Hinsvegar eru fullar líkur fyrir því, að Sjálfstæðisflokk- urinn geti með tilstyrk annars flokksins myndað sæmilega sterka meirihlutastjórn. En hvort sem Sjálfstæðisflokkurinn verður í stjórn næstu fjögur árin* eða í andstöðu við hana, þá skiftir það afar- miklu máli að þingmannatala hans verði sem hæst og kjós- endatalan, sem að baki þeirra stendur. — Og þetta skiftir jafnv.el enn meira máli, ef flokkurinn verður í stjórnar- andstöðu. Því sterkari sem hann er, því minni hættan er á gerræði hjá stjórnarflokkunum, og því meiri líkur eru

x

Stormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.