Stormur - 17.10.1942, Blaðsíða 2

Stormur - 17.10.1942, Blaðsíða 2
2 biOSMU K fyrii' því, að flokkurinn geti haft mikil áhrif á löggjöf og stjórnarframkvæmdir komandi ára. Eins og eg hefi áður vikið að í bréfum mínum til þín, hefir Sjálfstæðisflokkurinn sýnt það á undanförnum árum, að hann er eini íslenski stjórnmálaflokkurinn, sem hefir þroska til þess að vera í heilbrigðri og drengilegri stjórnar- andstöðu. Hinir flokkarnir þrír hafa hinsvegar sýnt, að þá brestur tilfinnanlega ábyrgðartilfinningu og siðferðis- þrek til þess, og þó Framsóknarflokkinn mest, enda að von- um um flokk, sem um fjölda ára hafði lifað á ránum og gripdeildum og var orðinn sannfærður um, að stigamensk- an mundi haldast sér uppi að eilífu. Eins og eg hefi áður vikið að mund ivafalaust heppilegast að allir flokkarnir stæðu að stjórnarmynduninni. Það mundi best trvggja innanlandsfriðinn, og það veitti mestar líkur fyrir því, að einhver hemill yrði hafður á verðbólgunni. Næstbesta úr- lausnin vær isú, að Sjálfstæðisflokkurinn og sósíalistaflokk- arnir báðir stæðu að stjórnarmynduninni, en versta og hættulegasta lausnin væri sú, að Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokkarnir mynduðu stjórn, en hinir tveir væru í stjórnarandstöðu. Sú lausn hlyti að leiða til áframhald- andi verðbólgu og óskapnaðar. öllum flokkum hefir það verið sameiginlegt til þessa, að þeir hafa svikist um að gegna skyldum sínum í dýrtíðar- málunum. Allir hafa metið meira að ná í nokkrar sálir — eða gera tilraun tii þess — en hag þjóðarinnar allrar. Og það er þessi ásökun, sem andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins bera nú á hann, enda þótt þeir séu jafnsekir honum í þessu efni. En þetta er líka eina ásökunin, sem nokkru verulegu máli skiftir. — í hinum snörpu útvarpsumræðum og blaða- skrifum andstæðinga hans hefir enginn brugðið ríkisstjórn- inni um, að hún hafi staðið illa á verði í utanríkismálun- ura, og jafnvel svæsnustu andstæðingar Ólafs Thors verða að viðurkenna, að þar hafi honum tekist giftusamlega. Enginn hefir heldur brugðið stjórninni um hlutdrægni, of- sókn eða fjársóun. En um alt þetta var fyrri ríkisstjórn- inni brugðið, og þeim var meira en brugðið um það, fullar sannanir voru færðar fyrir því, að þær hefðu stórbrotið af sér í öllu þessu. Þessa verða þeir Sjálfstæðismenn, sem nú eru miður ánægðir með sumar aðgerðir stjórnarinnar, vel að gæta. Og þeir verða líka að gæta þess, hver hlutur þeirra mundi verða, ef Framsókn nær aftur svipuðum völdum í þessu landi og hún hafði um langt árabil, og gæti auk þess hamp- að því, að Sjálfstæðisflokkurinn væri hrörnandi flokkur á skjótri leið til upplausnar og grafar. Vegna alls þessa skiftir það afskaplega miklu máli, að Sjálfstæðisflokkurinn hrósi sigri að loknum þessum kosn- ingum. Þinn einl. Jeremías. Gólfteppi 09 Dreglar frá A u s t u r 1 ö n d u m . Alt handunnið. Á. EINARSSON & EUNK, TRYG.CVAGÖTU 28. I Ulvarpsrœða Sltfnrðar Krlst)áns8onav alþm. 16. okt. 1642 1 þeim geysifyrirferðarmiklu umræðum, sem fram hafa farið nú um stund í blöðum, útvarpi og á Alþingi kveður mjög við einn tón, tón bölsýni og klögumála. Að minsta kosti eru allir andstöðuflokkar Sjálfstæðismanna sammála um það, að íslendingar hafi aldrei verið jafn illa og háska- samlega á vegi staddir og nú. Og allir bjóða þeir hand- leiðslu sína um hið hættulega einstigi. Þeir leitast við að binda fyrir augu fólksins, svo það sundli ekki á hinum tæpa stíg. Svo þarf það ekki annað en að taka í hina sterku hönd Framsóknar eða Alþýðuflokksins eða Sósíalistanna. Þessir fótvissu og ratvísu menn ætla að leiða þjóðina fram um hengiflugið inn í fyrirheitna landið, þar sem Stalin eða aðrar verndarvættir skapa fólkinu alsælu. En hverjar eru þessar hörmungar, sem yfir þjóðina hafa dunið, og þessir dánumenn bjóðast til að forða henni frá? í stuttu máli sagt eru þær þessar: Bændur landsins hafa komist úr skuldum, og margir orðið vel efnaðir menn. Þeir hafa látið af hendi skulda- þjáningarnar og kvíðann fyrir framtíðinni, og meðtekið fjárhagslegt öryggi og bjartsýni. Útgerðarmenn hafa fengið svipað hlutskifti og bændur. 1 stað þess að þeir fyrir skemstu sáu ekki annað en að hörð lífsbarátta þeii'ra endaði í gjaldþroti og örbirgð, eru þeir nú flestir vel fjáðir menn. Andvökunóttum þeirra hefir fækkað, en öryggi komið í staðinn. Hjá verkamönnum og sjómönnum eru umskiftin mikil og góð. Árin fyrir stríðið var atvinnuleysi meira en áður hefir þekst hér á landi. Og atvinnuleysinu fylgdu flestar hörm- ungar: Skortur flestra hluta, og sú sálarkvöl, sem þeir einir þekkja, sem kveðja dapran dag, en vita að sá næsti færir þeim meiri kvöl og meira vonleysi. Ríkið hefir greitt skuldir og eignast giida sjóði. Þeirri fjárhagssmán, sem Framsóknarflokkurinn og sósíalistarnir höfðu leitt yfir í'íkið, er nú aflétt. Fyrir hinar erlendu skuldir í miljóna tugatali eru komn- ar erlendar inneignir í miljóna hundraðatali, og traust við- skiftaþjóð í stað vantrausts. Við þetta bætist svo það stærsta happ, sem nokkru landi getur í skaut fallið: Vissa um endurheimt frelsis og full- veldis íslands. Því verður ekki með góðri samvisku neitað, að okkur ís- lendingum hefir fallið í skaut bæði fé og frelsi, einmitt þeir hlutir, sem lífsbarátta manna og þjóða er háð fyrir. Við erum sannarlega erfið börn guði og forsjóninni, ef við ekki viðurkennum þetta. — En því má svo þjóðin ekki gleyma, að það er vandi að gæta fengins fjár. Oft meiri vandi en að afla þéss. — Og það er einniitt þetta, sem íslendingar eiga að sjá fyrir með vali Alþingismanna um næstu helgi. Þeir verða að velja milli flokka með það fyrir augum, að hin miklu höpp, sem þjóðinni hafa hlotnast, bæði í fjár- munum og sjálfstæði, verði ekki að engu né snúist í óhöpp. Eigum við að fela Framsóknarflokknum þetta? Hann mætir við kosningarnar með óvéfengjanlega vitnis- burði. Hann tók einu sinni við fjárhirslum ríkisins fullum. og atvinnuvegum landsmanna í blóma. Hann kom hvoru- tveggja í rústir, og þóttist góður af. Og nú þegar rétting varð á þessu, telur hann það böl, og að af því stafi hinn mesti háski fyrir þjóðfélagið. — Og eigum við að fela Framsóknarflokknum að veita sjálfstæði íslands móttöku, fela honum stofnun lýðveldisins? Flokknum, sem einn allra landsmálaflokkanna brást landi sínu, þegar því reið mest á trúmensku sona sinna.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.