Stormur - 15.11.1942, Blaðsíða 4

Stormur - 15.11.1942, Blaðsíða 4
4 S T 0 R M U R Tilkynning frá ríkisstjórninni Hernaðaryfirvöldin hafa talið nauðsynlegt til varúðar að setja reglur því til varnar, að íslenzk skip, sem stödd eru úti fyrir ströndum íslands eða í ílenzkum höfnum, yrðu fyrir árásum ef til hernaðaraðgerða kæmi milli ófriðaraðilja á sjó í námunda við strendur landsins. Öll skip, þar á meðal litlir mótorbátar, sem ganga til fiski- veiða, eru aðvöruð um, ef þau verða vör við hernaðarað- gerðir í nálægð sinni, hvort heldur skipsmenn sjá þessar aðgerðir eða^verða þeirra áskynja með loftskeytatækjuf sín- um eða á annan hátt, þá verða þau að hegða sér eins og hér segir: Skip í höfnum skulu halda kyrru fyrir og bíða fyrir- skipana frá breskum eða amerískum flotayfirvöld- um á staðnum eða amerískum heryfirvöldum. Skip, sem eru á sjó, verða að gera eitt af þrennu: a) sigla út á haf, svo að þau séu úr augsýn frá landi. b) kasta akkerum. c) nema staðar og stefna skipinu frá landi. Aðvörun mun verða tilkynt ef hægt er með fyrirskipun- inni „STAND STILL“ (VERIÐ KYRRIR). Sérhvert skip, sem nálgast land, eftir slíka aðvörun, mun verða skoðað sem óvinaskip .,og verður ráðist á það. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið 28. október 1942 RIO-kaífi altaf fyrirllgfliandl. Þórður SveiBSSon & Go. H.f. flokknum hafa fullan hug á því að notfæra sér þessa bændahreyfingu. ,,Eg er ættaður frá velstæðu þorpi“, sagði ungur Mú- hameðssinni við mig. „Við vorum ekki hræðilega fátækir, og það voru aðeins mjög fáir, sem voru svo illa stæðir, að þeir gátu ekki keypt sér lendadúk, og við fengum flestir ket — einusinni á mánuði“. En þrátt fyrir alla örbirgðina er fólksfjölgunin mikil, því að fæðingartalan er miklu hærri en dánartalan. — 1941 á að fara fram manntal og er búist við því, að íbúa- talan verði 400 milj. og hefir þá fjölgunin numið 40 milj. á tíu árum. ---- ----; _______________* . — Auglýsing um almenna bólusetningu t Almenn bólusetning hefst næstkomandi miðvikudag þ. 4. þ. m. og verður síðan framhaldið smátt og smátt eftir því sem hægt verður við að koma. Bólusett verður í Templarasundi 3 (Ungbarnaverndin). Ofangreindan dag kl. 13.30 til 14.30 skal færa þangað börn, sem heima eiga fyrir vestan Framnesveg að Bakkastíg að þeim götum báðum meðtöldum. Sama dag kl. 15—16 börn, sem heima eiga milli Framnes- vegar og Bræðraborgarstígs, vestan Brunnstígs og Kapla- skjólsvegar að Bræðraborgarstíg meðtöldum. Fimtudaginn 5. þ. m. kl. 10 til 11 árd. skal færa þangað börn af svæðinu milli Bræðraborgarstígs, Brunnstígs, Ægis- götu og Túngötu. Sama- dag 13.30 til 14.30 börn, sem heima eiga sunnan Túngötu að Sólvallagötu og Garðastræti, þær götur báðar meðtaldar. Sama dag kl. 15—16 börn, sem heima eiga á svæðinu norð- an Túngötu til sjávar milli Ægisgötu og Aðalstrætis, sú gata meðtalin. Laugardaginn 7. þ. m. kl. 10—11 árd. skal færa þaftg- að börn, sem heima eiga á svæðinu milli Aðalstrætis, Lækj- argötu og Tjarnarinnar suður að Hringbraut og svæðinu milli Sólvallagötu og Hringbrautar vestan að Kaplaskjóls- veg. Sama dag kl. 13.30—14.30 börn af svæðinu sunnan Hring- brautar milli Melavegar og Kaplaskjólsvegar; Grímstaða- holt þó ekki meðtalið. Áframhald. verður auglýst síðar. Skyldug til bólusetningar eru öll börn fullra tveggja ára, ef þau hafa ekki haft bólusett eða verið bólusett með full- um árangri eða þrisvar án árangurs. Skyldug til endurbólusetningar eru öll börn, sem á þessu ári verða fullra 13 ára eða eru eldri, ef þau ekki eftir að þau voru fullra 8 ára, hafa haft bólusett eða verið bólusett með fullum árangri eða þrisvar án árangurs. Bóluskoðun fer fram viku síðar á sömu tímum dagsins- Héraðslæknirinn í Reykjavík, 3. nóvember 1942. MAGNÚS PÉTURSSON. N. B. Kennarar eru beðnir að gefa börnum frí, ef á þarf að halda, svo að þau geti mætt til bólusetningar á réttum tíma. Klippið auglýsinguna. úr blaðinu til minnis. Framhald. Isafoldarprentsmiðja h.f.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.