Stormur


Stormur - 12.12.1942, Qupperneq 4

Stormur - 12.12.1942, Qupperneq 4
STORMUR Á sama mánuði (júní) fæddi ær ein lamb vanskapað í Bakkakoti í Skorrardal svo stórt að vexti sem þriggja vikna gamalt, með svínshöfði og svínshári. Það vantaði efri slcolt- inn upp undir augnastaðinn. Hékk svo tungan langt fram yfir kjálkana. Voru þeir lausir frá hausskelinni, og sást engin mynd til augnanna nema skinnið eins og annarsstað- ar. Eyrun síð sem á dýrhundi, en fram úr hausskelinni hékk álíka sem ærspeni lítill, og var þar gat á. Að annari sköpun sem hrútlamb, hitt sem svín. Á þessu ári giftust með kóngsleyfi systkinabörn norður í Fljótum og maður í Ólafsfirði norður, sem barn átti við skyldri konu sér, mállausri og daufri, hverja hann ektaði með kóngsleyfi. Hennar systkin 3 mállaus og dauf og tvö systkin í Skagafirði. Systkin 3 mállaus og dauf í Miðdals- hjáleigu austur í Laugardal. Allar þessar manneskjur, bæði þeir og þær, gátu stundað búsumhyggju og kunnu alla þjónustu, sem óhindruð væri, bæði hagleik og ullar- verknað. Almætti drottins kann enginn að útsegja. í Tálknafirði á Vestfjörðum dó einn maður, gekk aftur og kvaldi annan mann, gerði stórar ónáðir á bænum, þar dó. Grafinn upp aftur tvisvar og í seinna sinni kominn á 4 fætur á grúfu í gröfinni. Þá tekið af honum höfuðið og stungið til Saurbæjar. Síðan varð ekki vart við hann. SIGUNGAR milli Bretlands og íslands halda áfram eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Culliford's Associoted Lines, Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Tilkynning frá ríkisstjórninni. Breska flotastjórnin hefir tilkynt íslensku ríkis- stjórninni að nauðsynlegt sé að öll íslensk skip, 10 til 750 smál. að stærð, fái endurnýjuð eins fljótt og hægt er eftir 1. desember 1942 ferða- skírteini þau, sem um ræðir í tilkynningu ríkis- stjórnarinnar, dags. 7. mars 1941. Skírteini þessi verða afgreidd sem hér segir: í Reykjavík hjá breska aðalkonsúlnum, á Akur- eyri hjá breska vicekonsúlnum, á Seyðisfirði hjá bresku flotastjórninni og í Vestmannaeyjum hjá breska vicekonsúlnum. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 19. nóvember 191*2. Allskonar ritföng SKRIFSTOFU ÁHÖLD SKRIFPAPPÍR UMBÚÐAPAPPÍR KRAFTPAPPÍR PAPPI KÁPUPAPPÍR BLAÐAPAPPÍR SALERNAPAPPÍR Á v alt fyrirliggjandi Heildverslun Garöars Gíslasonar S/MI 1500 ,y- t; <TTO -i'i.ííl reu Framhald almennra bólusetninga Föstudaginn 11. desember verða bólusett börn úr Skild- inganess-skólahverfi í Barnaskólanum við Smyrilsveg. — Kl. 13.30—15 skal færa þangað börn af Grímsstaðaholti suður að Þormóðsstaðaveg. Kl. 15.30—17 börn sunnan þess- ara takmarka. Skyldug til frumbólusetningar eru öll börn fullra tveggja ára, ef þau hafa ekki haft bólusótt eða verið bólusett með fullum árangri eða þrisvar án árangurs. Skyldug til endurbólusetningar eru öll börn, sem á þessu ári verða fullra 13 ára eða eldri, ef þau ekki eftir að þau voru fullra 8 ára hafa haft bólusótt eða verið bólusett með fullum árangri eða þrisvar án árangurs.. Bóluskoðun fer fram viku síðar á sömu stöðum og sömu tímum dagsins. Hjeraíjslæknirinn í Reykjavík, 7. des. 1942. Magnús Pétursson ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA H.F.

x

Stormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.