Stormur - 23.12.1942, Blaðsíða 1

Stormur - 23.12.1942, Blaðsíða 1
/ STO'RM U R Ritstjóri: Magnús Magnússon i ’tVIII. árg. Reykjavík, 23. desember 1942 29. tölublað. IEREMÍASARBRÉF Reykjavík í des. 1942. Gamli kunningi! Á undanförnum 10—15 árum hafa ýmsir stjórnmála- gasprarar og froðusnakkar sífelt verið að guma af því, að við ættum elsta og merkasta löggjafarþing í heimi og jafnfram . eru þessir menn úttroðnir af lýðræðisþembingi og nýmjólk- I ’if 'olgri föðurlandsást. Og enn tala þeir svo með miklum fi: ifeieik um endurreisn lýðveldisins, sem undir eins á að er styrjöldinni lýkur. Aldrei hefir gasprið og orðaskvaldrið um þetta risið hærra á þessu ári, sem nú er að enda, en jafnframt gerast þau tíðind. á Alþingi íslendinga, þessari ævafornu og merku st iun, að þingflokkarnir gefast upp við það að mynda æðislega stjórn og flýja á náðir ríkisstjóra og biðja ■lann að sjá einhver ráð til þess að landið verði ekki stjórn- lai t! Finst þér þetta ekki vera heillavænlegur fyrirboði um hið t ndurreista íslenska lýðveldi, sem koma á að skömmum tíma liðnum? Þingið hefir nú setið á annan mánuð og ekki aðhafst nokk- ^rn skapaðan hlut. Alt farið í þref og þjark og launtjalda- ittakk um væntanlega ríkisstjórn, sem éngan árangur hefir svo borið. Flokkarnir þrír, sem hæst hafa galað um úrræða- leysi núverandi ríkisstjórnar og verðbólguvoðann, hafa hver fyrir sig látið flokkshagsmuni og sérhagsmuni einstakra ttianna sitja í fyrirrúmi fyrir því að finna úrlausn á vanda- hiálunum og stöðva hina sívaxandi dýrtíð, sem er að eyði- *eggja atvinnuvegi vora og gera stríðsgróðann að engu. — Auðvirðilegust hefir framkoma Framsóknar-þingflokksins verið. Hann eða foringi hans, Hermann Jónasson, þjáist af éslökkvandi hefndár þorsta til Sjálfstæðismanna, og í von það að geta svalað honum, bauð hann kommúnistum að ganga að öllum skilyrðum þeirra og kröfum. En hvorutveggja 1var að kommúnistar vissu að þótt Hitler þyki ekki sem áreiðanlegastur í viðskiftum og virði lítils orð og eiða bá myndi þó enn minna treystandi á drengskap og efndir Hermanns Jónassonar og Sveinbjarnar Högnasonar og svo var hitt að fylgi þeirra var ekki einhlítt til þess að Hermann Sæti myndað fyrstu bolsevikkastjórnina á íslandi, til þess bhrfti líka á fylgi eða stuðningi Alþýðuflokksins að halda, eh að vonum óaði þann flokk við því að láta krossfesta sig p milli þessara tveggja ræningja og kaus því heldur að ^e£gja hart að sér og láta ganga á holdin, sem safnast höfðu a hieðan greiður aðgangur var að ríkissjóðsjötunni. Er og ^íka sá munur á meltingarfærum forystumanna Alþýðuflokks ljis og Framsóknar að hinir fyrnefndu þurfa eins og jórtur- dýrin nokkurn tíma til þess að notfæra sér það, sem þeir hafa gleypt í sig, en hjá hinum síðarnefndu er lystin svo mikil að þeir veita sér aldrei tíma til þessarar stundarhvíld- ar og þurfa helst að vera síetandi eins og hákarlinn. Ekki hefir framkoma kommúnista heldur borið vott um sérstaklega heita ættjarðarást því að hagsmunum föður- landsins hafa þeir fórnað fyrir vonina um . það að geta krækt í fáeinar sálir frá Alþýðuflokknum, ef hann gengi til stjórnarsamvinnu, en þeir yrðu einir í stjórnarandstöðu. Er það yfirleitt heldur vesöl og drengskapar snauð pólitík að.velja sér ávalt það hlutskifti að vera ábyrgðarlaus ákær- andi og dómari og vera ávalt einsýnu hlutdrægur og ósvífinn í málssókn sinni. Mjög vafasamt er það, hvernig þetta herbragð hefði hepn- ast kommúnistum ef til þess hefði komið, að Alþýðuflokkur- inn hefði farið í stjórn annað hvort með Sjálfstæðisflokkn- um einum eða honum ásamt Framsóknarflokknum. Hjá öll- um þorra manna eru það dýrtíðarmálin, og lausn þeirra, sem öllu skifta, og því hefði naumast getað hjá því farið, að hinir skynsamari og þroskaðri hluti verkalýðsins hefði fylst réttmætri andúð og fyrirlitningu gegn þeim stjórn- málaflokki, sem skarst úr leik á hættustund, og reyndi að ónýta viðreisnarstarfið með áróðri og blekkingum. En hvort sem kommúnistar hefðu tapað eða unnið á þessu skelmisbragði sínu, þá er það að minsta kosti víst, að Al- þýðuflokkurinn hefir ekki þorað af ótta við kommúnistana, ef þeir einir væru í stjórnarandstöðu, að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum eða honum og Framsóknarflokknum, og hefir því neitað stjórnarþátttöku, eftir að kommúnistar skárust úr leik. Má virða Alþýðuflokknum þetta nokkuð til vorkunnar, því að sannarlega máttu þeir ekki við því að missa af þessum fáu sálum, sem eftir hírast, og það þrek- virki höfðu þeir þó unnið við síðustu kosningar, að stöðva hraðasta flóttann í liði sínu. En langsennilegast er, að hér hafi verið um óþarfan ótta að ræða hjá Alþýðuflokknum, og að þeir hefðu fremur grætt en tapað á því að lofa komm- únistum að iðka skemdarstarfsemi sína, þegar allir hinir stjórnmálaflokkarnir unnu að því eftir bestu getu að leysa vandamálin. En um þetta þýðir ekki að tala, og auðvitað er það ekki nema vonlegt að þeir, sem lengi háfa verið á undan- haldi og flótta, verði kjarklitlir og sjái allsstaðar fjandann á veggnum. Eini flokkurinn, sem hefir hagað sér drengilega og þegnsamlega í þessu máli, er Sjálfstæðisflokkurinn. Hann einn hefir boðist til þess að leggja stefnumál sín til hliðar um stundarsakir, ef það gæti orðið til þess að samkomulag

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.