Stormur - 23.12.1942, Blaðsíða 1

Stormur - 23.12.1942, Blaðsíða 1
STORMUR Ritstjóri: Magnús Magnússon XVIII. árg. Reykjavík, 23. desember 1942 30. tölublað. ÚR ANNÁLUM. 1698. Átti hross á Arnarhóli á Seltjarnamesi folald með ,5 fótum og 5 höfðum, tveimur framfótum og þrem aftur- fótum. 1700. Á tveimur fyrirfarandi árum dó í Trékyllisvík meir en stórt hundrað fólks, bæði af hallæri, einninn í sótt þeirri, sem þeir kölluðu hneppisótt, því að öll liðamót líkamans hneptust saman, hvar með að fylg'di blóðspýja eður blóð- gusa á móti andlátinu. Sumir urðu líka bráðkvaddir. # 1701. Giftur maður á Suðurnesjum gekk til hvílu um kveldið og kona hans. Kvartaði hann um fótakulda. Hún fór ofan til fóta, fætur hans að verma, en strax sem þangað komin ¦ var önduðust þau bæði. Þjófnaður og rán víðast. I Árnessýslu á þessum vetri voru markaðir og hýddir nær 20 þjófar. Þá var Alþingi sett á Seljamannamessu þann 8. júlí. Þar voru þá hengdir 2 þjófar að vestan. Mjog fáment var þó Alþing. harðinda vegna, talin 50 tjöld, en fyrirfarandi ár voru talin á Alþingi 300 tjöld. Norðfjörður í Austfjörðum var eyddur af hallæri. 1702. Stuldir og rán um land gervalt. Hýddir þjófar og mark- aðir 6 í Rangárvallasýslu. Lögðust út á Suðurnesjum 2 þjófar, stálu bæði fríðum og dauðum peningum. Var ann- ar hengdur, en annar strauk. Hengdir 2 þjófar í Gull- bringusýslu, einn í Þverárþingi, ,einn úr Austfjörðum á Alþingi. Fæddi ein kona á Vestfjörðum óskaplegan burð með mannshöfði, hitt alt í steinbítsmynd. Lofaður sé guð fyrir rétta sköpun. 1704—1705. Fánst bóndinn Sæmundur frá Árbæ í Mosfellssveit dauð- ur í Elliðaám í Skötufossi um haustið. Hann var deyddur af sínum sámbýlismanni, er Sigurður hét, með ráði og eggjan konu Sæmundar, Steinunnar Guðmundsdóttur, Pét- urssonar. Hún var bróðurdóttir Jóns Péturssonar lögréttu- manns á Hliði. Þessi Sigurður og hún voru réttuð suður í Kópavogi og þar dysjuð. Hans höfuð á stjaka sett hjá þeirra dysjum. 1705. Á Alþingi voru líflátnir 6 manneskjur, karlmenn og konur, sem var: Kona úr Kjós, sem fargað hafði barni sínu, er hún átti við giftum manni, en hann strauk. Úr Staðarsveit maður og kona. Hún var systurdóttir hans. Úr Strandasýslu maður og kona. Hún var bróðurdóttir hans. Úr Þingeyjarþingi maður, er barn hafði átt við systur konu sinnar. Hann meðgekk ekki sitt brot fyr en á Alþingi, kostaði sig sjálfan að norðan til hesta, og voru aldrei járn á hann lögð, gekk hughraustur til dauðans með söngvum og guðhræðslu. Sögðu margir hann ei ólíkan verið hafa Jómsvíkingum forðum, hverjir dauðann ekki óttuðust. Konan, sem hann átti barnið við, réttuð heimá í héraði eftir Alþingi. 1707. Við Ingjaldshólskirkju á nýársdag var skorinn og skemd- u rmaður í kirkjugarðinum á meðan sacramentið var út- deilt, skorinn úr munnvikinu og alt að eyranu. 1708. Maður fátækur ferðaðist úr Eyjafirði suður á fjöll og vildi í Borgarfjörð. Hann yiltist og lá úti á fjöllunum matarlaus lengi, komst um síðir til bygða austur í Skaftár- tungu, kalinn nokkuð á höndum og fótum, lá úti í 24 dægur. 1706. Á fyrirfarandi sumri ,eða ári á Eyrarbakka giftist ekkja nærri áttræð tvítugum manni. Vildi hún honum aftur skila empotentiae causa, þá nærri árið höfðu saman verið. Daníel Þorsteinsson & Co. h.f SKIPASMÍÐI — DRÁTTARBRAUT VID BAKKASTÍG, REYKJAVÍK' SÍMI 2879 og 4779 Framkvæmum allskonar skipasmíðar og aðgerið á skip- um og bátum. — Höfum einnig 1. flokks dráttarbraut með hliðarfærslutækjum fyrir allskonar fiskiskip. Einnig ágæta aðstöðu og tæki til smíðanna. Höfum að jafnaði 10—20 manns í vinnu. Teiknum skip og gerum áætlanir. Höfum sýnt ótvírætt fram á, að smíði fiskibáta á Islandi er fyllilega sambæri- Ieg við það besta erlendis.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.