Stormur - 08.07.1943, Blaðsíða 1

Stormur - 08.07.1943, Blaðsíða 1
STORMUR * Ritstjóri: Magnús Mag’nússon XIX. árgangur. Reykjavík, 8. júlí 1943. 11. löiublað. Hvað sagði Jón Porláksson? Annar kafli ritsins nefnist: Breytingar á peningagildi og hagsveiflur. Þar segir höfundurinn m. a.: „Verðbreytingar peninga Minst gætir þeirra í viðskiftum, þar sem hönd selur hendi. Sá sem útvegar sér kaupgetu með sölu afurða eða annarra fjármuna og vill nota kaupgetu sína þegar í stað til greiðslu verkakaups eða til kaupa á öðrum fjármunum, getur látið sér á sama standa um breytingar peningagildisins að því er tekur til þessara viðskifta, því að peningarnir hafa enga viðdvöl hjá honum. Ef hann veit að peningagildi fer lækk- andi, (vöruverð hækkandi) þá er honum það hvöt til að nota kaupgetuna þegar í stað, þar sem hann getur búist við að fá minna fyrir peningana seinna. Lækkandi peningagildi örfar vidskiftahraðann. Viti hann aftur á móti, að pen- ingagildi muni fara hækkandi, þá frestar hann innkaupum sínum, ef hann getur, í von um að fá meira fyrir pening- ana seinna. Hækkandi peningagildi dregur úr viðskifta- hraðanum.' Sá, sem vill kaupa þegar í stað fyrir peninga sína, af því að hann er hræddur um að gildi þeirra minnki, kaupir máske miður nauðsynlega hluti, ef hann vanhagar ekki um nauðsynjar, fremur en að geyma peninga sína, og þá frestar hið hækkandi peningagildi til eyðslusemi. en sá,, sem er að geyma peninga í von um að þeir hækki í verði, lætur máske fyrirfarast að kaupa óþarfa í von um að fá meira fyrir peningana seinna og hvetur þá hið hækkandi peningagildi til sparnaðarins. En svo getur líka verið, að sá, sem ekki vill geyma peningana vegna þess, að hann býst við að þeir lækki í verði, kaupi arðberandi hlut, sem hann annars hefði látið ókeyptaK, og aftur hin að sá, sem vonast eftir hækkun á peningagildinu, láti fyrirfarast að færa út . / fjármunaeign sína af því að hann telur sér vísan gróða af því að geyma peningana. Verðlækkun peninganna hvetur þá til áræðna og aukningar framleiðslutækja, en hækkun peningagildisins dregur úr þessu. Allt þetta er nú byggt á því, að þeim manni, sem í hlut á, sé það ljóst, að peninga- gildið sé að lækka eða hækka, og það að svo miklum mun, að hann láti þessa vitneskju ráða nokkru um gerðir sínar. Venjulega verður mönnum það ekki ljóst fyr en eftir á, ef verðgildi peninga breytist, en þrátt fyrir það veldur breyt- ingin mjíg miklu um árangur hinnar efnalegu starfsemi. Til þess að gera þetta ljóst, er hagkvæmast að flokka menu í þrjá flokka, sem ég kalla athafnamenn, þjónustumenn og innstæðumenn. Athafnamennirnir eru þeir, sem eiga framleiðslutækin í lafidinu, bændur, útgerðarmenn, kaupmenn (iðnmeistarar, iðjuhöldar). Þeir hafa eignar- og umráðarétt yfir atvinnu- tækjunum (jörðum, búfé, skipum, vörubirgðum og hvers- konar húsum og mannvirkjum til vatvinnurekstrar). Þeir nota lánsfé til atvinnurekstrarins að því leyti, sem sjálfseign þeirra nægir ekki. Þjónustumennirnir eru verkamenn allskonar, starfsmenn og embættismenn, sem vinna í þjónustu athafnamanna, hvort er einstaldinga eða félaga, þar á meðal ríkis- og sveitarfélaga, en reka ekki efnahagsstarfsemi fyrir eigin reikning. Innstæðumenn eru allir þeir, sem eiga innstæður í bönk- um og sparisjóðum eða fé á vöxtum annars, eða fjármuni, sem þeir leigja öðrum fyrir peningaleigu. Það er auðvitað, að sami maður getur einatt verið þjónustumaður og innstæðu- maður, hitt er miklu sjaldgæfara, að eiginlegir athafnamenn séu jafnframt innstæðumenn. Fyrsta afleiðingin af verðfalli peninga (eða hækkandi vöruverði) er sá, að athafnamennirnir bera meira úr býtum að peningatali en þeir hefðu gert, ef verðlagið hefði haldist óbreytt. Þetta stafar af því, að tilkostnaður fer á undan af- rakstri, og því lengri tími, sem líður á milli, því meira ber á þessu. Eóndi, sem kaupir nauðsynjar sínar og ræður sér kaupafólk í vorkauptíð, hagnast á því, ef vöruverð almennt, og þá einnig á búsafurðum hans, hækkar frá vorkauptíð til haustkauptíðar. LJtgerðarmaðurinn hagnast á því, ef vöru- verð, og þar með fiskyerð, hækkar frá vertíðarbyrjun og til sumars eða hausts, þegar aflinn er vei'kaður og söluhæfur. Nokkuð af þessum hagnaði er tekinn frá þjónustumönnun- um kaup þeirra hefur verið miðað við undanfarandi verð- lag, en þegar þeir fá það útborgað, eru peningarnir fallnir eða verðlagið hækkað, þ. e. þeir verða að sætta sig við að fá minna af fjármunum fyrir kaup sitt, heldur en þeir hefðu fengið með óbreyttu verðlagi. Nokkuð af hagnaðinum er tekið frá innstæðumönnum, einkum þeim, sem fá leigur sínar greiddar eftir á, því að vegna verðhækkunarinnar fá þeir nú minna af fjármunum fyrir leigur sínar en þeir ella hefðu fengið. N^kkuð af hagnaðinum gengur í sjálft sig, af því að þeir fjármunir, sem athafnamaðurinn þarf til framfærslu og til viðhalds eigna sinna, hafa líka hækkað i verði. Næsta afleiðingin er nú sú, að þjónustumenn og þeir, sem lifa af litlum innistæðum, neyðast margir hverjir til að spara við sig. Þar sem stóriðja er almenn í atvinnurekstri, og athafnamennirnir því fáir móts við hina, minkar eyðsla þjóðarinnar í heild við þetta, sparsemin eða eignaaukningin vex. Þessa gætir minna þar sem einyrkjabúskapur er rnikill til lands eða sjávar. Jafnframt verður nú lánsfé auðfengið, því að athafnamennirnir geta greitt — og greiða margir hverjir — meira en venjulegar afborganir af skuldum sín- um. Hinsvegar þykir girnilegt að auka eldri fyrirtæki og rúðast í ný, þar sem eigendur bera mikið úr býtum á sama tíma, sem allir aðrir kvarta um dýrtíð. Eftirspurnin eftir lánsfé vex því fullkomlega í hlutfalli við getu lánsstofnana

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.