Stormur - 15.09.1943, Blaðsíða 1

Stormur - 15.09.1943, Blaðsíða 1
STORMUR Ritstjóri: Magnús Magnússon XIX. árgangur. Reykjavík, sept. 1943. 12. tölublað. —• nT 1 ' ' " --- • wmmmmmmmm^m—mmmmmi i ... u ... * eremíasarbréf Rvík í sept ’43 Gamli kunningi! Það er orðið ærið langt síðan þú fékkst línu frá mér, en nii er slátturinn senn að verða búinn og eg er orðinn sæmi- lega birgur fyrir þessa mæðiveikirollur mínar — sem eg slæ kanske líka af, ef ríkið verður mjög örlátt á uppbæturnar — svo að ég hefi betri tíma en áður. Jæja, nú er blessað þingið okkar aftur sezt á rökstóla og verður naumast annað sagt en að stjórnin heilsaði þingmönn- unum fremur harðneskjulega. — Skipaði þeim að samþykkja samstundis og umhugsunarlaust álögur á kjósendurnar, sem nema munu um 9 milljónir kr. En þingmennirnir voru þægir og auðsveipir vð einvaldsherrana. Og sagt er að engir hafi flýtt sér eins að rétta upp hendina eins og framsóknar- þingmennirnir, því að þeir þurftu að flýta sér út til þess að „hamstra“, — birgja sig upp, með neftóbak til eins og tveggja ára. Munu þeir eins og margir fleiri hafa búist við að hækkunin á neftóbakinu yrði meiri en hún varð, er og talið að sá hafi verið ásetningur stjórnarinnar, en þegar hún íhugaði málið betur, komst hún að þeirri niðurstöðu, að bændur, sem aðal- lega taka í nefið, mundu þykjast hart leiknir, ef álagningin yrði mjög mikil á þessari einu munaðarvöru þeirra (að land- anum undanteknum) og því var horfið að því ráði, að leggja þess rneira á aðrar tegundir af tóbaki og brennivínið. Annars er ekkert að athuga við þessa tóbakshækkun nema það, að hætt er við því, að kaup á því hjá setuliðinu aukist að allmiklum mun og gæti því svo farið að hagnaðurinn af hækkuninni yrði sáralítill. Hafa þessi léynikaup verið mikil og miklu meiri en margan grunar. Ekki er enn vitað hversu mikil áagningin verður á brenni- vínið. Segja sumir að brennivínsflaskan eigi að hækka úr 30 kr. upp í 45 kr., en aðrir í 65 eða jafnvel 75 kr. — fara þá ekki að,rir en þeir Ólafur Dan. og Þorkell Þorkelsson að verða færir um að reikna út álagninguna í prósentum, en víst er að verstu okrarar „svarta markaðarins“ verða þá hreinustu fjármálaglópar í samanburði við ríkisstjórnina. Nú er auðvitað ekkert við þessu að segja gagnvart neyt- endunum, því að sennilega mun brennivín ekki almennt vera talið nauðsynjavara. Þessir menn hafa löngum verið ósárir á framlög sín í ríkissjóðinn og þó bæði efnast betur og litið betur út en good-templararnir, sem flestir eru ör- snauðir og skinhoraðir, enda oftast haldnir af einhverri kröm og „kroniskum“ innanmeinum. Má því vel vera að þeim sem þykir sopinn góður, haldi áfram að drekka hann þótt álagn- ingin verði 5—6000% til þess að styrkja með því blessaða bændurna okkar, sem nú er búið að gera að fastlaunamönn- um ríkissjóðsins. En það er líka „fræðilegur möguleiki“, að bæði bændurnir og brennivínsberserkirnir tækju upp aðra aðferð, sem báðum þætti hagfelldari. Og þessi aðferð er sú, að bændurnir tækju upp aftur landaþrugg og seldu svo land- ann styrktarmönnum sínum í kaupstöðum og þorpum fyrir sama verð eða svipað og verið hefir á brennivíninu að und- anförnu. Og svo gæti verið að sumum dytti í hug að þynna út þennan bændalanda með dálitlu öltári, sem væri örlítið kröftugra, en sá Egill sem Islendingarnir fá að drekka. En ef þetta hvorttveggja yrði nú í nokkuð stórum stíl og auk þess bættist við, að ástin til ættjarðarinnar og bændanna kulnaði svo hjásumum, aðþeirdrægjuúrneyzlunnieðajafnvel hættu alveg, þá er ósköp hætt við því að eitthvað mundi vanta í þessar 6 milljónir sem viðbótarálagningin á brennivínið á að gefa bændunum. Þessi fjáröflunarleið, þótt í góðu skyni sé gerð, er því nokk- uð hæpin, og farið gæti svo, að það yrði ríkissjóðurinn en ekki brennivínsneytendurnir, sem greiddi bændunum meiri hlutann af þessum 6 milljónum. En væri ekki full ástæða til þess fyrir þá, sem leggja í ríkissjóðinn 12—15 milljónir króna fyrir áfengiskaup sín, að krefjast þess af því ráðuneyti, sem áfengismálin hefir með höndum, að ekki sé farið með þá eins og farið er með sauðfé, sem bíður slátrunar. — Menn, sem ætla sér að fá ávísun út á áfengi, sem þeim er afhent í Nýborg, verða iðulega að bíða eftir plagginu í fimm—sex tíma og sumir jafnvel tíu—tólf. Nú er tímavinnukaupið eitthvað yfir 5 kr., svo að við álagn- inguna bætist 30—40 kr. vegna þessarar biðar. Og allan þenna tíma verða flestir að standa annaðhvort inni í Jágr: og loftillri stoíukitiu eða þá út á götunni, stundum undir lögreglueftirliti. Og finnst ríkisstjórninni, að hún setji mern- ’ingarbrag á þjóðina með því að láta aðrar þjóðir sjá þessa kös daglega, sem minnir á hungraðan lýð styrjaldarþjóðanna, sem verða að bíða klukkutímum saman fyrir utan matarbúð- irnar. Er til ofmikils krafist að ríkistjórnin hafi sæmilega afgreiðslu á þeirri vöru, sem hún leggur á mörg þúsund prósent, og finst henni að hún hafi engar skyldur gagnvart þeim mönnum, sem leggja sinn drjúga skerf fram til þess að afla henni vinsælda .með því að gera henni fært, að hafa nokkurn hemil á verðbólgunni. —. Til þess að fyrirbyggja allan misskilning skal það tekið fram: að ávísunarskrifstofan á enga sök á þessu En munu annars vera dæmi til þess, að launakjör einnar fjölmennustu stéttar þjóðarinnar séu fastákveðin með því að leggja aðeins til grundvallar fáeina búreikninga nokkurra bænda, án þess að nokkur veruleg gagnrýni á þeim hafi átt sér stað? En það er þetta sem sex manna nefndin — sem sennilega verður frægasta nefnd íslandssögunnar — gerði. Þótt bændur séu yfirleitt mestu sómamenn, þá hefir það aldrei verið mjög ríkt í eðli þeirra að telja rétt fram og það má heita, að undantekningarlítið hafi þeir alltaf þótzt „vera að tapa“, eins og stórbóndinn á Rangárvöllum, sem alltaf græddi. Þetta ómerkilega pappírsgagn, sem enginn dómstóll mundi

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.