Stormur - 15.09.1943, Blaðsíða 3

Stormur - 15.09.1943, Blaðsíða 3
STORMUR 3 fyrir, án þess að spyrja félagsmenn ráða. í fyrstu fór allt skaplega, því æstum flokksmönnum var haldið í skefjum. En áleitni Alþýðuflokksins hefir stöðugt aukist þar, og verk og framkvæmdir verið eingöngu falin þeirra forustu. ★ Fyrstu íbúðirnar í Rauðarárholtinu voru nokkurnveginn skaplega dýrar. Annar flokkurinn fór rúmlega 50% fram úr áætlun og hafði þó allt efni verið keypt áður en verðhækkun varð mikil. En þriðji flokkurinn keyrir svo um þverbak, að þar kostar þriggja herbergja íbúð milli 60 og 70 þúsund kr., að því er ætlað er, og það án girðingar og lagfæringar lóðar. TJtborgun er áætluð minst 15 þúsund og hátt mánaðargjald í 42 ár. Efnilegir verkamannabústaðir'það, og víst ekki von á frekari framkvæmdum í bráð. ★ Og réttlætið sýnir sig í því að okkur tveim var neitaö um íbúð, sem við þó áttum löglegan rétt til og höfðum óátalið greitt tilskilið framlag 1L Annar okkar hafði misskilið lýð- ræði Alþýðuflokksins, en ég undirritaður fylgi Sjálfstæðis- flokknum. Eg ætlaði þó íbúðina handa börnum mínum, því íbúð sú, sem eg hefi er ónóg handa 13 manns, sem eru í heimili mínu. ★ En hinsvegar er ungum einhleypum piltum óátalið leyft að kaupa íbúðir og leigja þær út, líklega vegna þess að þeir eru synir góðra Alþýðuflokksmanna. Og ýmislegt annað meint misrétti er talið eiga sér stað. Svona er nú komið lof- orðunum um jafnrétti, frelsi og bræðralag. En hvernig er það með aðstoðina um hollar íbúðir, sem átti að veita barnamönnunum, kjallaraholumönnunum og íbúun- um af hanabjálkaloftunum? Hefir Alþýðuflokkurinn og kommúnistar gleymt þeim? Því varla verður búist við að svoleiðis fólk geti snarað út 15 þúsundum fyrir utan hátt mánaðargjald. Nei, handa slíku fólki vill Alþýðuflokkurinn og kommúnistar láta reisa fátækrahverfi, eins og álpaðist út úr góðum Alþýðuflokksmanni á fundi í byggingarfélaginu. ★ Verkamannabústaðina átti að reisa við hæfu og getu þeirra, sem aðstoðar þurftu. Það verður aldrei meðan þessi þöi'fu byggingarmál eru bitbein pólitískra flokka. En þessi mál verða að komast í rétt horf, því á því veltur velferð fjöldans, sem bágast á. Hannes Jónsson, Ásvallagötu 65. Skrifstofur vorar eru fluttar í Hafnarhvol KOLASALAN H.F. LÝSI H. F. H.F. FYLKIR, H.F. ASKUR. ‘ Framleiðum alls konar steinsteypuvörur II I . PtPUVERKSMIÐJAN Reykjavík — Símar 2551 — 2751 — 2851. EUilaun og örorkubætur Umsóknum um ellilaun og örorkubætur fyrir árið 1944 skal skilað fyrir lok septembermánaðar. Umsóknareyðiblöð fást á skrifstofu borgarstjóra, Pósthússtræti 7, herbergi 19, 2. hæð, alla virka daga kl. 10—12 og 2—6 nema laugardaga eingöngu kl. 10—12. Umsækjendur geta fengið aðstoð við að fylla út eyðublöðin á sama stað og tíma frá 1. september. Þeir eru sérstaklega beðnir að vera við því búnir að gefa upplýsingar um eignir sínar og tekjur frá 1. okt. 1942 og um framfærsluskylda venslamenn sína (böm, kjör- x börn, foreldra, kjörforeldra, maka). Þeir sem sækja u mororkubætur fyrir árið 1944 og hafa ekki notið þeirra árið 1943, verða að fá örorku- vottorð hjá trúnaðarlækni Tryggingarstofnunar ríkis- ins. Þeir öryrkjar, sem notið hafa örorkubóta á þessu ári, þurfa ekki að fá nýtt örorkuvottorð nema þeir fái sérstaka tilkynningu um það. Trúnaðarlæknirinn verður fyrst um sinn til viðtals á lækningastofu sinni, Vesturgötu 3, alla virka daga nema laugardaga. Ef umsækjendur senda ekki umsóknir sínar á rétt- um tíma, mega þeir búast við því, að þær verði ekki teknar til greina. BORGARSTJÓRINN f REYKJAVÍK. Leggið leið yðar um Hafnarstræti í EDINBORG Aðalsláturtéðin er htgrgmð Hér eftir seljum við daglega KJÖT í heilum kroppum, SLÁTUR, sérstök SVIÐ, LIFUR, HJÖRTU og MÖR. Reynt verður að senda slátur heim til kaupenda ef tekin eru ÞRJU eða fleiri í senn. Slátrin seljast fyrir sama verð og síðasta ár, — en mör hefur lækkað um tvær krónur hvert kgr. Er það mikil óbein lækkun á sláturverðinu. Kjötið er selt fyrir hið lögákveðna heildsöluverð til neyt- enda og hefir það lækkað um 50 aura hvert kgr. fyrir atbeina ríkisst j ómarinnar. Viðskiftavinir! Munið, að því fyr sem þér sendið pantanir yðar, því auðveldara verður að fullnægja þeim. Sláturíélag SuSurlands HEILDSALAN. Símar 1249 og 2349.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.