Alþýðublaðið - 20.11.1919, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.11.1919, Blaðsíða 4
4 alÞ'ýðublaðið Xoli konungnr. Eftir Upton Sinclair. Fyrsta bók: Riki Kola konungs. (Frh.). „Jú, bú mátt vera viss um, að t>ú færð það, ef þú vekur mig eiuu sinni enn“, svaraði einhver. Og svo lá Hallur grafkyr til morg- uns. Nokkru eftir sólrás kom maður inn í klefa hans. „Á fætur", sagði hann og spark- aöi um leið í Hall, til þess að gera orð sín áhrifameiri. Hallur hafði haldið að hann mundi ekki geta staðið upp, en samt tókst honum það. „Nú, ekkert mas“, sagði fanga- vörðurinn og hrinti honum út úr klefanum og fór með hann eftir göngum og inn í einskonar skrif- stofu. Þar sat hár maður og gild- ur, með merki á frakkakraganum. Andstæðingar Halls sátu sinn hvoru megin við þenna mann. „Jæja, piitur minn“, sagði mað- urinn á stólnum, „okkur hefir gefist dálítill tími til þess að hugsa málið“. „Já", sagði Hallur stuttlega. „Hvernig er kæran?" „Fór inn á svæði sem bannaö er óviðkomandi; og mótstaða þeg- ar hann var tekinn fastur". „Hvað hefir þú mikið fé á þór ungi maður?" var næsta spurning. Hallur þagði. „Nú, út með þaðl“ kallaði mað urinn. „Tveir dalir og 76 cent“, sagði Hallur, „eftir því sem eg man bezt“. „Hlustið þið nú bara á hann“, sagði maðurinn. „Hvað fáum við anikið hjá þér?* Siðan sneri hann sór að varðmönnunum og sagði: „Leitið þiö á honum“. „Farðu úr treyjunni, buxunum og skónum“, sagði Bill og lagði áherzlu á orðin. „Nei, eg held nú ekkil* sagði Hallur. „Farðu úr þeim“, sagði hinn og krepti hnefann. Hallur hlýddi. Þeir ransökuðu vasana og fundu buddu með þeirri upphæð, Bem Hallur hafði skýrt frá að þar ætti að vera; einnig fundu þeir ódýrt úr, stóran vasa- hníf, tannbursta, kort og spegil og tvo hvíta vasaklúta, sem þeir köstueu fyrirlitlega á óhreint gólfið. Siðan opnuðu þeir hnífinn og tóku að ransaka sólana og bælana undir skónum. Á þann hátt fundu þeir tíu dali og köstuðu þeim á borðið ásamt hinu. Síðan mælti maðurinn með merkin á kragan- um: „Eg dæmi þig til þess að gjalda 12 dala og 67 centa sekt, og auk þess til að láta af hendi hnífinn og úrið. Vasaklútunum þínum máttu gjarnan halda eftir“, bætti hana við og glotti. „Nei, heyrið þið nú!“ sagði Hallur frá sér af reiði, „þetta er blatt áfram rán!“ „Reyndu nú að komast í fötin og dragnast af stað, og það í mesta flýti, annars skaltu fá að fara á nærfötunum". En Hallur var svo reiður, að hann hefði getað haft það til, að þjóta burt á nærfötunum einum saman. (Frh.). Peir, sem voru kosnir í skemtinefnd á síðasta Háseta- félagsfundi, eru beðnir að mæta á Óðinsg. 24 (hús Jóseps Hún- fjörðs) kl. 8 síðd. föstud 21. þ. m. Form. nefndarinnar. Um dagion 09 veginn. Pórður Kakali fór út á veiðar (línu) á föstudaginn er var, og kom inn á sunnudag. Hafði aflað litið vegna óveðurs. Jón Forseti kom inn í fyrra- morgun með hlaðafla af ísfiski og lagði af stað til Englands um hádegi. Egill Skallagrírusson kom frá Englandi í fyrradug, og hafði selt aflann þar íyrir rúm 2000 pund. M.s. Ayo, leiguskip Guðm Kr. Guðmundssonar & Co., kom á mánudag með vörur til kaup- manna. Hún lagði af stað frá Dan- mörku fyrir mánuði, en hafði komið við í Englandi yegna vél- bilunar. St. Skjaldbreið nr. 117 heldur fund annað kvöld kl. 8Va. 2. fiokk- ur skemtir. St. Víkingnr heldur fund á morgun kl. 8Va- Innsetning em- bættismanna. Talvélar. Pathéfónar, grammófónar, plötur (stórt úrval fyrir nál og gimstein) nálar og sérstakir grammó- fónhlutar. Hljóðfærahús Reykjavikur. Pakjárn, nokkru breiðara en venjulega, þ. e, 30 þuml., selja undirritaðir sann- gjörnu verði. Birgðir geta þrotið, svo að vissast er að festa kaup fyr,en síðar. Pórður Sveinsson & Go. Hotel Island Sími 701. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.