Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness. - 01.01.1936, Blaðsíða 2

Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness. - 01.01.1936, Blaðsíða 2
-2- sem viö höfum getsö selt saltfisk okksr á, og mjög vont útlit Þessvegna. Því var Það fyrsta verk AlÞýðuflokksin3, eftir Það að hann tókst á hendur stjórnarmyndijn með Framsóknarflokknum, að reyna að koma af- urðasölu okkar x betra horf, með Því að leita nýrra markaða og vinna að fjölbreytt- ari verkunaraðferðum, sem leiöir af sér meira athafnalíf og meiri atvinnuskilyrði. Eins og sést best á Því ef sæmileg sala fæst fyrir hertan og ísaðan fisk, og svo einnig tilraun sú, sem gerð var við karfa- veiðar og lítur út fyrir að bera góðan árangur. Hverjar voru svo aðgerðir sjálf- stæðismanna á meðan Þeir fóru einir með sjávarafurðasölumál okkar íslendinga? Var Þá ekki tregða á sölumöguleikum okkar? Jú, vissulega. Því reyndu Þa Þessir menn ekki til Þess að bæta úr Þeim vandræðum, til Þess að stjórnin og verkamenn Þyrftu ekki að ganga með tóma vasa eftir vertíð- ina. Því sú hefði orðið reyndin á, ef sjálfstæðismenn hefðu haldið áfram að stjóma Þessum málum einir. - Það var fyrst og fremst vegna Þess, að hinir stærri réðu, og gátu Þessvegna komið sxnum afurðum fyrst út. Og Þá létu Þeir sér í léttu rúmi liggja hvort almenningur varð úÉundan eða ekki. Og í öðru lagi vegna Þess að forsjáltin er svo takmörkuð, að Þeir láta hverjum degi nægja sín Þjáning. Kýmæli Þau á sviði atvinnumála, sem Al- Þýðuflokkurinn berst fyrir og er að koma í framkvæmd, er meðal annars samvinnubyggðir og nýbýli, Þar sem á að gefa ungum mönnum, sem vilja búa í sveit, tækifæri til Þess að stunda Þá atvinnugrein, sem Þeir helst óska en geta máske ekki eða sjá sér ekki fært vegna Þess kostnaðar, sem Það hefir í för með sér að kaupa jörð. Svo má nefna kart- öfluverðlaunin, styrki til allskonar iðn- reksturs, og síðast en ekki síst fmjmvarp- ið um togaraútgerð ríkis- og bæjar- eða sveitarfélaga. Með Þessu frumvarpi er fund- in leið til Þess að endurnýja togaraflotam og dreifa honum niður um landið og einnig að bæta mikið úr Því atvinnuleysi, sem víða er í sjávarÞorpum landsins. Til Þess að geta sýnt sem best fram á Þá feikna Þýðingu sem Þetta getur haft í för með sér, er best að skoða Það frá bæjardyrum okkar Akumes- inga. Á næsta sumri er fyrirsjáanlegt at- vinnuleysi hér á Akranesi, ef ekkert verður gert til Þess að stemma stigu fyrir Því, Hugsum okkur Því að ríkið og Akraneshreppur væru búin að fá sér einn af Þeim togurum, 3em gert er ráð fyrir í frumvarpinu, Þa mundi Það skip veröa gert út héðan og yfir síldveiðitxmann gæti Það sknffað 25 mönnum atvinnu og sömu tölu á korfaveiðum. Annan txma ársins mundu inikið fleiri menn hafa at- vinnu í sambandi við Þetta skip. Það er áætl- að að svona togari veiti, sem svarar 100 fimm manna fjölskyldum atvinnu yfir árið. Eg segi bara að Þetta væri góð atvinnubótavinna hér hjá okkur Akurnesingum. Og Það er einmitt stefna AlÞýðuflokksins að vinna að aukinni arðberandi atvinnu í landinu, svo minna fé sé kastað í óarðberandi atvinnúbótavinnu. Pleiri eru Þau mál, sem hægt er að benda á, sem AlÞýðuflokkurinn berst fyrir og frarn- kvamir. Það er t.d. frumvarp Það, sem samÞykkt var á síðasta Þingi um 2 ±/2 millj. kr. fram- lag úr ríkissjcði til hjálpar bágstöddum sveitarfélögum. Einnig má nefna skuldaskila- sjóð smáútvegsmanna, sem er til orðinn vegna Þess að AlÞýðuflokkrmenn vita, sem er, að Þeir eru töluverður liður í atvinnulífi pjóð- arinnar. En aftur I móti er Þaö oft fátækir menn, sem á bak við hann standa, og sem geta ekki í mörgum tilfellum vænst annars gróða en Þess, sem Þeir fá í gegnum bætta atvinnu- möguleiko. Því er Það eðiileg afleiðing Þesse að hjálpinni sé frekar beint Þangað. Því AlÞýðuflokkurinn lítur á Þa, sem hina minni máttar í Þjóðfélaginu, en eld:i sem stórat- vinnurekendur. Þessvegna finnst mér Þnð mjög óeðlilegt, að Þessir sömu menn skulu vera að stórútgerðarmönnum að máljjm, en kasta steini í götu Þess floJcks, sem skilur Þeirra hagi best og vinnur mest fyrir Þá. Þetta finnst mér vera mjög vanhugsuð lífsstefna. Að síðustu vil ég benda á eitt mál, sem fram hefir komið á Þinginu að tilhlutun Al- Þýðuflokksins. Það er um ríkisútgáfu skóla- bóka. Þetta er svo merkilegt frumvarp, að Því er fyllsti gaumur gefandi. Eins og morg- ir munu vita, er Það Þannig að hvert skóla- baxn'x landinu á að fá allar skólabækur gef- ins gegn Því að hver fjölskyldufaðir leggi fimm kr. gjald fram á ári. Það er augljóst, hve feikna fjárhagslega Þýðingu frumvarpið hefir fyrir hvem einasta. barnamann í landinu, að um Það Þarf ekki að ræða, Það sér best hver einstaklingur á Því að leggja Það niðux- fyrir sér, hve miklu hann hefir eytt í Þessa hluti undanfarið. En Það er vert að athuga annað í Þessu sambandi, sem sé Það hversvegna Sjálfstæðisflokkurinn hefir ekki hrundið Þessu máli í framkvæmd. Það er vegna Þess að hann er flokkur hátekjumanna og Þeir Þurfa síst á Þessu að halds og í ö'ðru lagi vildi

x

Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness.
https://timarit.is/publication/1031

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.