Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness. - 01.02.1936, Blaðsíða 1

Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness. - 01.02.1936, Blaðsíða 1
JSfifSSP" ,:: ¦~ íífesgSTaEwJ §«sst 2. tbl, 1956. ' 1 m : '¦;¦: mm Ritnefnd: Svbj. Oddsson, Arnmundur Gíslason, Guðm. Sveinbje. Útgefandi: Jafnaðarmannafélag Borgarf jarðarsýslu. Ábyrðarmaður: Sigurdór Sigurðsson. Akranesi Febrúar 19 3 6 TŒM., VERKAIAIffl QG FÉIAGSSEAFUR. Hinn 1. nóvember s.l. sagði Verkamanna- deild Verklýðsfélags Akraness upp kaup- gjaldssamningi við atvinnurekendur frá 26. mars 1933, með því var ætlast til að ná einhverri kauphækkun og bættri félags- legri aðstöðu verkamanna. Nokkru fyrir jól voru byrjaðar samningaumleitanir og kom þa strax í ljos að ekki mundi auð- hlaupið að því að na verulegum árangri. Atvinnurekendur kvörtuðu um erfitt árferði sérstaklega hvað verð afurða væri lágt og sölutregða. Þetta hvorttveggja gerði þeim ómögulegt að hækka verkalaunin. Þeir sögð- ust búast við versnandi f járhag frá ári til ars og liti helst ut fyrir hreina upp- gjöf hjá sumum. Þeim var bent a vaxandi verðliækkun á öllum .:iauésynjum manna, bæði til fæðis og klæðnaðar og yfirleitt væri lífsbarátta verkamanna nu strangari en hún neféi verið undanfarin ar og verka- menn gætu ekki dregið fram viðunandi líf, með þeim launum og því: viiinumagni, sem almenningur á Akranesi a við að búa. Af- leiðingin af því.hlyti að verða vaxandi fátækraframfæri, sem þá lenti fyrst og fremst á atvinnurekendum, sem mesta fjár- muni hefðu undir höndum, og ekki myndi þeim hægara að taka a sig framfæreluskyldu þeirra manna, sem ekki geta framfært sig sjálfir, en geta og vilja vinna, heldur en að hækka nokkuð kaupgjaldið, svo þeir geti framfært sig og sína an stuðnings frá öðrum. Um það var deilt við hvað kaupgjaldið ætti að miða, afurðaverðlag eða nauðsynjaverðlag, og kom v/ltanlega fram frá atvinnurekendum, að afurðaverðið ætti að miða við, því það skapaði greiðslu- getuna. Þessi rök eru ætíð sett fram þegar afurðir standa lágt, en eitthvað annað begar þær standa vel. En því verður vitan- lega ekki neitað, að lagt afurðaverð er hemill á fjársöfnun þeirra, sem raðið hafa sjálfa sig til þess að versla með afurðir þjóðarinnar, og afurðir geta stað- ið svo lagt að þær borgi ekki, jafnvel lág verkalaun, en þarfir manna til lífs- framfæris eru þær s'ómu, í goðum og vondum árum, hvað magnið snertir og geta ekki miðast við neitt annað en magnið, hvað sem verðgildi þess líður, enda er þetta viðurkennt sem hin einu gildandi rök fyrir þÖrfum fólks. Það eru því þurftarlaun, sem leggja ber til grundvallar, miðað við vinnutíma, og vinnutíminn a að miðast við það eitt, sem lífeðlisfræðingar hafa fund- ið út að væri eðlilegt mannlegum líkama, en það er 8 tíma vinna, 8 tíma hvíld og 8 tíma svefn. Það vantar þvi nokkuð til að verkalyðurinn bui við eðlilega vinnu— aðbúð. Samningar voru undirskrifaðir þann 10. þ.m. og fela í sér allverulega. felagsleg- ar réttarbætur. Ma þar fyrst og frenist nefna, að allir verkamenn verða að vera félagsbundnir, og af því að nokkuð er deilt um þessa kröfu, þá verð ég að fara um hana fleiri orðum. Því er haldið fram að hér sé um kúgun að ræða gagnvart þeim mönnum, sem ekki vilji vera felagsbundnir, þeir eigi vitan— lega að vera frjalsir um það. Til þess að

x

Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness.
https://timarit.is/publication/1031

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.