Byggingarlistin - 01.01.1956, Side 4

Byggingarlistin - 01.01.1956, Side 4
Húsgagnaviimustofa Friðriks Þorsteinssonar h.f. Skólavörðustíg 12, sími 3618 smíðar allskonar húsgögn og ínnréttingar Höfum hafið framleiðslu á linotol-gólf- Linotol-gólf um eftir uppskriftum frá A/S Linotol í Kaupmannahöfn. — Linotol-gólf má leggja á timbur og ópússaðan stein. Neðra lagið er sagsteypa og slit- lagið asbeststeypa. Neðra lagið má einnig nota undir linoleumdúka eða teppi. —Linotol-gólfin eru mjög hentug á afgreiðslusali, ganga, stiga og baðherbergi. — Fimmtíu ára reynsla tryggir gæðin. Allar nánari upplýsingar gefur Pétub SnmAnD VESTURGOTU 71 SIMI 81950 Arsæll magxússox Grettisgötu 29 . Sími 4254 Terrazzo Og utanhúðunarefni /■----------------------------N FRÉTTIR V_____________________________) A árinu 1954 áttu sér stað tvær embætt- isveitingar, sem búsameistarar hafa látið sig nokkru skipta. Það var skipun Harðar Bjarnasonar húsameistara í embætti húsa- meistara ríkisins og skipun Zophóníasar Pálssonar landmælingamanns í embætti skipulagsstjóra ríkisins. Hörður Bjarnason er fæddur 3. nóvem- her 1910. Lauk hann stúdentsprófi við menntaskólann á Akureyri árið 1931. Fyrrihlutaprófi í húsagerðarlist lauk hann við tekniska háskólann í Darmstadt 1934 og útskrifaðist sem húsameistari frá tekn- iska háskólanum í Dresden 1937. Að loknu námi réðist hann sem framkvæmdastjóri skipulagsnefndar rfkisins og gegndi því starfi til ársins 1944, er hann var skipaður skipulagsstjóri ríkisins, en því starfi gegndi hann til 1. júlí 1954, er hann tók við embætti húsameistara ríkisins eins og áður er sagt. Verk Harðar hafa aðallega verið á sviði skipulagsmálanna eins og að líkum lætur og eru margir af núgildandi skipulagsupp- dráttum bæja og kauptúna í landinu unn- ir á þeim tíma er hann stóð fyrir teikni- stofu skipulagsnefndar ríkisins. Af stærri byggingum eftir Hörð er vert að geta Hafnarhvols við Geirsgötu í Reykjavík, stækkun Nýja bíós og Austurbæjarbíó, er hann hefur unnið í samstarfi við aðra. Hann hefur einnig teiknað ýms íbúðar-, verzlunar- og skrifstofuhús. Hörður var formaður byggingarnefndar Þjóðleikhúss- ins frá árinu 1945 þar til að byggingu hússins var lokið, en síðan hefur hann set- ið í þjóðleikhúsráði. Hann sat í bygging- arnefnd Reykjavíkur árin 1937—1954. Ifann hefur verið formaður í Islandsdeild „Nordisk byggnadsdag“ síðastliðin fjögur ár. Einnig hefur hann verið formaður Húsameistarafélags íslands. Hörður hefur síðan 1944 ritað þáttinn „Bærinn okkar“ í dagblaðinu Vísi og auk þess greinar um skipulags- og byggingarmál í bækur og tímarit. Þó að hér verði ekki farið út í að birta byggingarskýrslu, þykir til hlýta að geta nokkurra stærri bygginga, sem ýmist eru á teikniborðinu, rétt hafin bygging á eða eru næstum fullbyggðar. Hjá húsameistara ríkisins hefur verið unnið að ýmsum byggingum s. s. Hjúkr- unarkvennaskólanum, sem er nú verið að ljúka og viðbygging við Landspítalann, sem langt er komið að steypa. Þá má einn- Framh. á bls. 4. 2 BYGGINGARLISTIN

x

Byggingarlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.