Byggingarlistin


Byggingarlistin - 01.01.1956, Qupperneq 12

Byggingarlistin - 01.01.1956, Qupperneq 12
TILLAGA „8" Arkitektar: Sigurður Guðmundsson Eiríkur Einarsson í Hljómskálagarðinum eru sýndar nokkrar breytingar á gatnakerfinu, og er leitazt við að fá viðfeldnari götu- línur og fleti og heillegri og sterkari trjábelti. I suðausturhorni garðsins, á all- stóru svæði, er gert ráð fyrir útisam- komum við hátíðleg tækifæri. Þar eru því mjög breiðar götur á köflum, og þar er hljómsveitarskýli, ásamt salern- um og áhaldageymslu í einu húsi, sem yrði að nokkru leyti hulið trjágróðri, og þar er gert ráð fyrir danspalli. I Bjarkargötugarðinum er allstór hvammur, og er ætlazt til, að þar sé hlaðinn skáhallur bakki og gróður- settar í hann steinjurtir. Syðsta tjörnin er stækkuð til muna. Uppmokstur yrði notaður til fyllingar í kring og yrðu þar grasbrekkur með ýmsum gróðri. í hólmunum mætti rækta gulvíði og blágresi til prýði. Á grynningunum í tjarnarendanum á að vera sef og stör, hófsóley og annar vatnagróður. Kringum miðtjörnina séu grasbakkar á undirstöðu af grjóti. Bakkar norðurtjarnarinnar séu hlaðnir af stóru grjóti, eða gerðir af stálþili með steinbrík efst. Tjarnar- vegurinn sé þó hlaðinn beggja megin. í krikanum við Fríkirkjuveginn, norðan við Tjarnarbrúna, er gert ráð fyrir stæði undir mynd, sem á að standa fyrir norðurenda Sóleyjar- götu, sem nú virðist enda í tjörninni, þegar horft er eftir götunni til norð- urs. Annarri líkneskju er ætlaður staður miðsvæðis í Hljómskálagarðinum, gegnt Bragagötu. „Hallveigarstaðalóðin“ er stækkuð og löguð með fyllingu í tjarnarkrikan- um, sem nú er leiðinlega lagaður. En austan við þessa fyllingu er nokkuð grafið burtu, meðfram tjarnarbrúnni. Á horni þessarar fyllingar mætti vel koma fyrir einhverju til prýði. Skammt þaðan á að koma skauta- mannaskýli. Vestan við tjörnina, milli Tjarnar- götu og Suðurgötu, eru sýnd fjögur há hús. Milli húsanna er um 30 metra bil, og þar yrðu garðar og trjágróður og brekkan að baki. Mjög þétt eða samfelld bygging mundi gjörspilla útliti þessa staðar, með því að hylja brekkuna. Þar sem enn er óráðið, innan hvaða takmarka skal reisa nýja byggð við Fríkirkjuveg og skilmálarnir gera ekki kröfu til skipulagningar þar, hef- ur aðeins lauslega verið markað þar fyrir húsalínu. Á svæði (fyllingu) milli tjarnar- innar og Vonarstrætis er sýndur lítill skrúðgarður með bekkjum og blóma- beðum. Framh. á 30. bls. DÓMNEFNDARÁLIT: Lögun tjarnarinnar er allgóð, sérstaklega sunnan tjarnarbrúar, gerð tjarnarbakkanna vel skilgreind, en stálþil miður heppilegt. Uljómskálagarðurinn dável skipulagður, vantar þó landslag eða hæðadrög. Háar byggingar við Tjarnargötu eru vafa- samar, þó bætir nokkuð, að höfundur gerir ráð fyrir trjágróðri í brekkunni milli hús- anna. Opnun svæðisins við norðurenda tjarnar- innar að Alþingishúsinu er góð, og fram- kvæmanleg að mestu vegna mannvirkja, sem fyrir eru. Ef ráðhús yrði byggt við tjörnina, er stað- setning þess athyglisverð. Samband Frí- kirkjuvegar, Laufásvegar og Lækjargötu hæpin vegna hæðarmismunar. 10 BYGGINGARLISTIN

x

Byggingarlistin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.