Byggingarlistin - 01.01.1956, Page 18

Byggingarlistin - 01.01.1956, Page 18
IIORÐUR BJARNASON : Tjörnin í Reykjavík og tjarnarsvæðið Nokkrar hugleiðingar um árangur hugmyndasamkeppni Tjarnarsvæðið í miðbiki höfuð- borgarinnar okkar er og verður eitt viðkvæmasta og þýðingarmesta atrið- ið til úrlausnar í skipulagi bæjarins. Þar má engin tilviljun ráða um árang- ur, enda var það skoðun bæjaryfir- valdanna, er boðið var til hugmynda- samkeppni um þetta svæði fyrir nokkrum árum, til þess að leita sem flestra góðra úrlausna hjá arkitekta- stéttinni yfirleitt. Allmargar tillögur bárust, og verð- laun voru veitt eftir mati dómnefndar, en þar fór eins og oft áður, að allmik- ill ágreiningur varð um niðurstöður dómnefndar, og sýndist þar hverjum sitt. Enga hinna verðlaunuðu tillagna í samkeppni þessari virtist hægt að taka eingöngu til greina við hugsanlegar framkvæmdir, en allar höfðu þær að sjálfsögðu nokkrar leiðbeiningar um þau atriði, sem mestu máli skipti, og þær leiðir, sem í aðalatriðum bæri að halda. Arangur samkeppninnar varð því sá, að allar líkur benda til þess, að teknar verði til greina hugmyndir, sem fram komu í öllum hinum verð- launuðu uppdráttum, og reynt að fella inn í heildarskipulag. Samkeppni þessi var mjög lauslega undirbúin, að því leyti, að verkefnið var víðfemt mjög og óbundið um margt, er máli hlaut að skipta. Má þar nefna staðarval ráðhúss, er sumir gerðu að aðalatriði við Tjarnarsvæð- ið, en aðrir slepptu með öllu. * Vil ég hér á eftir gera stutta grein fyrir skoðun minni á einstökum atrið- um í sambandi við skipulag og fegr- un Tjarnarsvæðisins, á grundvelli þess, sem ég hef áður sagt um þessi mál, og þeim, sem hugmyndasam- keppnin bar með sér. Ráðhúsið og staðsetning þess við Tjörnina, hlýtur að verða það, sem gengið er út frá sem miðdepli í skipu- lagi Tjarnarsvæðisins, og hlýtur að binda það að verulegu leyti, en það er skoðun mín, að við norðurenda Tjarnarinnar eigi ráðhúsið að koma. Allverulegur kostnaður er samfara því staðarvali vegna uppkaupa lóða og húseigna, en þar skapast að mínum dómi fegursti möguleikinn í bænum fyrir glæsilegri lausn þessarar fvrir- huguðu byggingar. Ekki er ég þeirrar skoðunar, að við Tjarnarendann sjálfan eigi að byggja allt skrifstofubákn stjórnar bæjarins, heldur tvískipta byggingarfram- kvæmdum, þannig að þar komi að- eins skrifstofur borgarstjóra með helztu salarkynnum bæjarstjórnar, móttöku o. s. frv., en í næstu nálægð, eða þar sem t. d. barnaskólinn stend- ur nú, komi helztu skrifstofur hinna einstöku deilda almenningsþjónust- unnar. Ef allt þetta væri í einu húsi, mundi það verða of viðamikið fyrir þennan stað, og bera umhverfið ofurliði. I hugmyndasamkeppninni komu báðir þessir staðir til greina, en á hvorum um sig er gert ráð fyrir að- eins einni ráðhúsbyggingu með öllu skrifstofubákni bæjarins, en báðir eru staðirnir góðir og vel hægt að fara eftir báðum tillögum, með tvískiptu ráðhúsi í stað eins, enda virðist sú hugmynd mjög hafa rutt sér til rúms hjá þeim, sem á annað borð eru fvlgj- andi ráðhússtæði við Tjörnina. * Flestar tillögur samkeppninnar gerðu ráð fyrir miklum stórhýsum meðfram Fríkirkjuvegi og Tjarnar- götu. Ollum slíkum tillögum er ég algjör- lega mótfallinn. Tjörnin sjálf þolir engan veginn slíka umgjörð hárra húsa, og yrði árangurinn aðeins sá, að allt svæðið missti gildi sitt og mælikvarða. Ramminn um Tjörnina verður að vera með lágum bygging- um, þannig að hún komi ekki fyrir sem Iítill pyttur, í stað þess að njóta sín að fullu hvað stærð og fegurð snertir. Nægilegt er að loka henni að norðan með myndarlegu ráðhúsi, sem einnig fær mælikvarða sinn af lágri byggð á bökkunum beggja vegna. Annars er í þessu sambandi mikið vafamál hversu mikið ætti að byggja við gömlu Tjarnarbrekkuna. Kæmi þar vissulega til greina að gera það svæði að óbyggðum trjágarði, en brekkan sjálf frá Tjarnargötu upp að Suðurgötu nýtur sín vel sem jafnvægi við lágreista byggð á bakkanum and- spænis. Byggðin við Fríkirkjuveginn ætti að halda óbreyttri húsalínu að mestu, allt frá Skothúsvegi a. m. k. að Skál- holtsstíg, og garðar framan við húsin, opnir að götu, líkt og nú hefur verið gert á nokkrum hluta svæðisins. Meðfram Fríkirkjuvegi, úti í Tjörninni, mætti koma fyrir verkum myndhöggvara í sambandi við litla upplýsta gosbrunna, eins og tillögur hafa komið fram um, ef búið er að ganga vel frá umgerð vatnsflatarins, dýpka og byggja upp Tjarnarbotninn. Ein tillaga samkeppninnar um Tjarnarsvæðið var þess eðlis að leggja niður Skothúsveg yfir Tjörn- ina, og setja í þess stað smágöngu- 16 BYGGINGARLISTIN

x

Byggingarlistin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.