Byggingarlistin - 01.01.1956, Page 26

Byggingarlistin - 01.01.1956, Page 26
Kaare Klint, Danmörk NOKKUR ORÐ Ejtir SKARPHÉÐINN JÓHANNSSON, arkitekt Alvar Aalto, Finnland Finn Juhl, Danmörk í ýmsum löndum hefur verið háð hörð barátta fyrir bættum húsbúnaði og ekki hvað sízt húsgögnum. Mark- miðið hefur verið að fá húsgagna- framleiðendur til þess að framleiða góða og smekklega vöru, þar sem tek- ið er tillit til þess tíma, sem við lifum á, lifnaðarhátta og lífsviðhorfs. Víð- tæk fræðslustarfsemi, bæði í ræðu og riti, og umfangsmiklar sýningar eru haldnar árlega og stundum oft á ári, þar sem fólki er gefið tækifæri til þess að kynnast því bezta, sem er á boðstól- um af húsgögnum og öðrum hlutum, sem heimili viðkemur. Þetta er ómet- anlegt og hefur haft sín góðu áhrif. 1 þessu sambandi vil ég sérstaklega minnast á nokkra húsgagnasmiði í Kaupmannahöfn, sem árlega, nú um 30 ára skeið, hafa haldið sýningar, sem vakið hefur athygli ekki aðeins í þeirra eigin landi, heldur víða um heim. Á þessum sýningum koma fram nýjungar þessara framsæknu hús- gagnasmiða, sem hefur haft geysileg áhrif á bættan híbýlabúnað. Smiðirnir í Höfn hófu í byrjun ná- ið samstarf við þá húsgagnateiknara og arkitekta, sem eru færir um að teikna húsgögn, með þeim árangri, að nú er húsgagnaframleiðsla Dana til fyrirmyndar fyrir aðrar þjóðir. Sinni eigin þjóð hafa þeir kennt að meta það sem fagurt er og vel gert.-* Einum manni öðrum fremur eiga Danir þetta mest að þakka, og er það Kaare Klint prófessor. Hann var sér- stæður hæfileikamaður, öruggur, strangur, óvæginn við sjálfan sig og aðra. Snillingur forms og efnis, sem aldrei gleymdi hagnýtri þýðingu hlut- arins. Hér er verkefni fyrir framsækna ís- lenzka húsgagnasmiði. Þeir ættu að Robin Day, England Charles Eams, U.S.A. Gunnar Eklöf, SvíþjóS

x

Byggingarlistin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.