Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 6

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 6
100 NÝTT HELGAFELL STJÓRNMÁLAÞRÓUNIN á íslandi á þessu ári er gott dæmi um mis- notkun orða og vald þeirra yfir hugum manna. I nafni grunnfærs skilnings á sjálfstæði og þjóðarrétt- indum hafa íslendingar tekið mikil- vægar ákvarðanir, er áhrif hafa á aðstöðu allra bandamanna þeirra, án þess að hafa samráð við þá eða taka tillit til hagsmuna þeirra. Kraf- an um óskoraðan ákvörðunarrétt hefur — vafalaust réttilega — verið talin betra vígorð en samningaleiðin. Myndun hinnar nýju ríkisstjórnar er annað dæmi um töfravald hug- takanna. Með orðin vinstri stefna í munni hefur tekizt að sameina í stjórn þrjá sundurleita stjórnmála- flokka, sigrast á hatrinu milli Al- þýðuflokks og'kommúnista og bjóða birginn spennunni milli austurs og vesturs. Eftir er að vita, hvað felst í þessu í framkvæmd, en athyglis- vert er, að fyrsta mikilvæga stjórn- arathöfn vinstri stjórnarinnar hefur verið að taka blað úr bók hægri flokkanna og binda kaupið um nokkurra mánaða skeið. Er það gott tímanna tákn, að það virðist nú ein- göngu á valdi vinstri flokka að reka hægri stefnu í kaupgjaldsmálum. MESTAN SIGUR hafa kommúnist- ar unnið með myndun hinnar nýju stjórnar. Einangrun þeirra í íslenzk- um stjórnmálum, sem staðið hefur í tíu ár, hefur verið rofin, en síðan ís- land varð aðili að Atlantshafsbanda- laginu, hefur ekki verið fyrirsjáan- legt, að þeim yrði afturkvæmt í ríkis- stjórn. Stefnubreyting Alþýðuflokks- ins og Framsóknarmanna í herstöðv- armálinu var í sjálfu sér ekki nóg tilefni til að þessari aðstöðu væri breytt. Eftir sem áður eru þeásir flokkar yfirlýstir' fylgjendur vest- rænnar samvinnu og þátttöku í varn- arsamtökum Atlantshafsbandalags- ríkjanna. Það er því vandséð, hvern- ig hægt verður að reka stjórnar- stefnu byggða á slíkum grundvelli í samvinnu við kommúnista, sem eru svarnir fjendur vestrænnar varnar- samvinnu. Atburðir þeir, sem nú hafa gerzt í íslenzkum stjórnmálum, hafa haft dýpri áhrif á álit og aðstöðu íslend- inga meðal vestrænna þjóða, en þorri manna hér á landi gerir sér grein fyrir. Að vísu má búast við því, að Islendingum verði sýnd sú tilhliðrunarsemi, sem unnt er til að forðast alvarlegri árekstra, en menn mega ekki láta það blekkja sig. Það er ekki eftirsóknarvert að láta fara með sig eins og óþekkan krakka, sem allir forðast að munnhöggvast við. En þannig kann að fara, ef ís- lendingum tekst ekki að sýna á ný, að þeim sé treystandi sem banda- mönnum, eða þeir gera ekki hreint fyrir sínum dyrum á annan hátt. Von- andi skilja lýðræðisflokkarnir tveir í ríkisstjórn þetta, áður en það er orðið um seinan Sannleikurinn er sá, að íslending- ar hafa aldrei viljað viðurkenna til fulls þær siðferðilegu skyldur, sem aðild þeirra að Atlantshafsbandalag- inu hefur lagt þeim á herðar, og eiga lýðræðisflokkarnir þrír allir nokkra sök á því. Höfuðáherzla hefur

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.