Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 8

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 8
102 NÝTT HELGAFELL hennar til þessa er setning bráða- birgðalaga um kaupbindingu og verðfestingu til áramóta. Vafasamt er, að fyrri ríkisstjórnin hefði fengið slíka löggjöf viðurkennda af samtök- um launþega. En það sem þá var afturhald og árásir á lífskjör alþýðu manna er nú skrautfjöður hinnar vinstri stefnu. Um þetta er ekki nema gott eitt að segja, að svo miklu leyti sem sjálf aðferðin við setning bráða- birgðalaganna samrýmist þeim lýðræðishugmyndum, sem almenn- ingur á íslandi heíur tamið sér. Mönnum hefur orðið það æ ljósara á síðustu árum, að efna- hagsmálum verður trauðlega komið á réttan kjöl án skynsamlegrar stefnu í launamálum. Það hefur hins vegar verið ein af afleiðingum ein- angrunar kommúnista í íslenzkum stjórnmálum, að þeir hafa talið sér óhætt að reka hentistefnu á ýmsum sviðum. Nú hafa þeir sjálfir tekið á ný nokkurn hluta ábyrgðarinnar og fljótt fundið nauðsyn þess að skipta um stefnu í ýmsum málum. Ábyrgðin er skóli, sem öllum stjórnmálamönn- um er hollt að ganga í við og við. Hitt verður íslenzka þjóðin að gera upp við sig og leiðtoga sína, hve mikið er leggjandi í sölurnar fyrir skólagöngu kommúnista. r-----------------------------------------^ Mánudagsvísa í fyrradag unni ég yður, en átti mig sjálfur í gær. Ó, hvílíkur helgidagsfriður heilaga, gleymda mær! C. s-----------------------------------------4

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.