Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 12

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 12
106 NÝTT HELGAFELL lýsti fyrir mér ástandinu: „Þegar ég sagði þeim, hvermg ætti að flytja einhverja ræðu, þá lömuðust þeir alveg um stund og gátu með engu móti gert sig skiljanlega næstu mínúturnar; ég varð þess vegna að láta mér nægja eina aðfinnslu á mann á æf- ingu.“ Hætta varð við leikinn eftir tvær vikur; höfundur örvænti, en leikararnir voru miður sín. Annað fyrsta leikrit hans: Vopn og maðurinn (Arms and the man) var samt leikið í Avenue-leikhúsi í London, en ein- ungis fyrir bænarstað vinkonu hans, Flo- rence Farr. Það vantaði leikrit þarna, og æfingar hófust, áður en Shaw hafði lokið að skrifa síðasta þáttinn. A. E. W. Mason, skáldsagnahöfundunnn alkunni, var með í leiknum, og sagði hann mér síðar, að Shaw hefði setið úti í Embankment-garði milli æfinga við að ijúka leikriti sínu. Sem bet- ur fór var æfingum hraðað svo, að leikend- um gafst engin stund til að íhuga, hvað þeir voru að fara með, eða hvort það væri nokkurt vit í því, og á' frumsýningu léku þeir í vandræðalegum alvörustíl, eins og leikendum er títt, ef þeir eru á báðum átt- um. En fyrir bragðið hlógu áheyrendur með ærslum að velflestu, sem sagt var. Samt varð aldrei jafnglatt á hjalla aftur og á frumsýningunni, því að leikendurnir héldu nú eftir allan hláturinn, að leikritið væn skopleikur, og tóku að leika í venju- legum ýktum skopleiksstíl og fóru alveg með leikritið. Shaw gafst ekki kostur á að stjórna leik fyrr en 1904; Candida hafði verið sýnd um skeið við góðan orðstír á dagsýningum, og ungur leikari, er Granville Barker hét, tók þá höndum saman við kaupmann nokkurn, I. E. Vedrenne, til að kosta sýn- ingar á nokkrum leikritum, sem allir aðrir kostnaðarmenn í London höfðu talið óleik- andi og óskiljanleg. Gamanleikjum Shaws var þá svo vel tekið, að þeir félagar höfðu Court-leikhús á leigu undir þá í þrjú ár samfleytt, en höfundur stjórnaði sjálfur. Hann var nú kominn í þá tá að geta valið leikendur, skipulagt leiksviðið og ráð- ið síðan öllu á sviðinu. Hann var mjög kænn að velja menn í hlutverk. Einhvern tíma var það, löngu áður en hann flutti í Court-leikhús, að hann var að æfa fyrsta leikrit sitt, Ekkilshús (Widower’s Houses), á krá einni. Honum hafði gengið illa að finna mann í eitt aðalhlutverkið Lickcheese (,,Ostasleiki“), en einu sinni á æfingu stakk þar inn höfðinu James Welch, ung- ur maður með áhyggjusvip, lágvaxinn, rauðhærður og var að svipast um eftir ein- hverjum. Hann var óðara gripinn, og beð- inn að lesa hlutverkið og gerði það svo vel,

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.