Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 16

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 16
110 NÝTT HELGAFELL hans dofnaði aldrei á æfingum, og sumir leikarar, sem óx í augum þrek hans, gerð- ust jurtaætur eins og hann, þó að þær til- raunir færu venjulega út um þúfur eftir nokkra daga. Það gat ekki lítillátari richöfund en Shaw. Texti hans sjálfs var honum langt í frá heilagur. Hann hló að bröndurum sín- um eins og þeir væru eftir einhvern annan og gat aldrei fanð rétt með þá sjálfur. Em- hverju sinm, þegar leikari nokkur fór skakkt með tdsvar og baðst afsökunar, sagði hann: ,,Þetta var betra en hjá mór. Ef þcr ranghermið svona vel, þá skuluð þér alltaf fara skakkt með — en gætið að stikk- orðunum.“ Ekki taldi hann sig heldur ríg- bundinn við sviðsetnmgu sína. Einhvern tíma á æfingu hafði 'hann sagt einum leik- aranna að ganga fyrir aftan borð á tiltek- inni stundu; daginn eftir sagði hann hon- um að fara framan við það. ,,En í gær sögðuð þér mér að ganga aftan við það.“ ,,Á, einmitt það? Þarna sjáið þér, hvað er varasamt að fara eftir því, sem ég segi.“ Urfellingar hans og breytingar á textan- um ofbuðu jafnan þeim, sem höfðu farið fram á þær. Leikstjórar, sem báðu um við- bótarsetningu til að hagræða gangi leiksins, og leikarar, sem þótti kjarna málsins bera of brátt að, fengu óðara sitt fram og stund- um ríflegar útilátið en þeir ætluðust til. Shaw fyrirleit ákaflega höfunda, sem vildu ekki eða gátu ekki breytt hjá sér; hann sagði, að þeir væru ,,engir fagmenn“. En hann varð að gera breytingarnar sjálfur og ekki emhver óvalinn fúskari. Þegar Shaw var einn um leikstjórn, gekk allt eins og í sögu. Það varð aldrei nein misklíð. Ég heyrði aldrei nokkurn leikara tala um hann öðruvísi en af ástiíð og aðdá- Shaw um þab bil hann hóf að semja leikrit un. Jafnvel þegar hann þurfti að vanda um við einhvern, gat sá ekki látið sér þykja. Hann sagði einu sinm við leikara: ,,Það var einhver að hafa orð á því, að þér lékuð of veikt í þessu hlutverki. Þér lékuð líka svo veikt, að ég heyrði ekkert einasta orð, sem þér sögðuð.“ Ofgarnar slævðu brodd- inn. Hann reiddist aldrei og tók öllum vand- ræðum með geðprýði. Á einhverri Lund- únasýningu var Henry Ainsley falið að segja Shaw, að aðalleikkonan væri sífull. ,,Já, já, ég veit það,“ sagði Shaw, ,,en ég vil heldur hana, þó full sé, en nokkra aðra leikkonu ófulla.“ Meginregla hans við leikstjórn kom

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.