Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 18

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 18
112 NÝTT HELGAFELL því ctð ég er að lundarfari allra manna hóg- værastur. Hégómleiki og sjálfsvitund birtist hjá mér í feimni. Auk þess er niðurlæging í því, þegar búið er að sýna yfirburðahæfi- leika, að verða þá að fara að segja fólki, hvað þetta hafi verið frábært. Enda verður fólk svo þreytt á því, að jafnvel þótt hvarfli ekki að því að bera brigður á meinta snilld, fer það að fyrirlíta hana. Stundum fæ ég ofsaleg bréf frá fólki, sem finnst það ekki geta umborið mig lengur. Eða leikstjórarnir. Eru þeir þakklátir? Nei, þeir umbera mig. f stað þess að líta á mig sem leiðsögumann, læriföður og vin, er ég að þeirra skoðun höfundur vikulegra sví- virðinga um atvinnu þeirra og einkamál. Þó taka Shakespeare-mennirnir leikstjórunum fram. Þegar ég byrjaði að skrifa, var William guðleg vera og til leiðinda. Nú er hann maður eins og hinir, og leikrit hans hafa aldrei áður notið þvílíkra vinsælda. Samt svífast dýrkendur hans einskis að níða mig. Maður má ekki fara að hugsa um þetta. Eg hefi aldrei haft tíma til þess áður, en nú hefi ég ekkert annað að gera. Þegar maður, sem iðkar venjulegt líferni, veikist, flýta allir sér að telja honum trú um, að honum sé að batna. En þegar jurtaæta veikist, (mjög sjald- an, guði sé lof) fullvissa hann allir um, að hann sé að deyja, — þeir hafi varað hann við, að svo myndi fara, honum hafi verið nær. Þeir grátbiðja hann að borða þó ekki væri nema ofurlitla sósu, ef hann skyldi geta blaktað til morguns á henni. Þeir segja honum hræðilegar sögur af sams konar til- fellum, þegar dauða bar að dyrum eftir óumræðilegar þjáningar, og ef hann spyr þá með skjálfandi röddu, hvort þetta hafi ekki verið ósveigjanlegar kjötætur, segja þeir honum, að hann megi ekki tala, honum geti versnað. Tíu sinnum dag hvern neyðist ég til að leiða hugann í æði drukknandi manns að fortíð minni og takmörkuðum fram- tíðarvonum þessar þrjár vikur, sem mér er sagt, að ég muni sennilega eiga ólifað, og ég get með engu móti réttlætt það með sjálf- um mér að hafa sólundað fjórum árum í leikhúsgagnrýni. Aldrei framar skal ég stíga inn fyrir þröskuld í leikhúsi. En nú er þetta greinarefni að þrotum komið og ég sömu- SHAW SKRIFAR UM FORMÁLA SÍNA AÐ LEIKRITUM Útdr. úr formála að Þrem leikritum handa strangsiðafólki, 1901.) Það er heimskuleg skoðun, sem haldið er á lofti, að höfundur eigi að láta verk sín skýra sig sjálf; höfundur, sem skeytir við verk sín formálum eða eftirmálum, á helzt að vera lélegur listamaður eins og málarinn, sem Cervantes segir frá, að sett hafi undir málverk sitt: ÞETTA ER HANI, til þess að það skyldi ekki orka tvímælis. Við þessari vanhugsuðu samlíkingu er eitt viðeigandi svar: Málarar skíra ævinlega myndir sínar. Er myndaskrá Konunglega safnsins annað en umsagnir um myndir, svo sem: Þetta er Dalur hvíldarinnar, þetta er Aþenu-skólinn, þetta er októberdagur, þetta er prinsinn af Wales, o. s. frv.? Ástæðan til þess, að fæstir leikritahöfundar birta formála með leikritum sínum er, að þeir kunna ekki að skrifa þá; verkefni heimspekings, sem rækir andleg viðfangsefni, og slyngs gagnrýnanda koma ekki íþrótt leikritahöfunda við. En eins og vænta má, kalla leikritahöfundar ávöntun sína kosti; telja annaðhvort alla formála smánarbletti, eða þeir setja upp hógværðar- svip og fá einhvern vinsælan gagnrýnanda til að búa þá til fyrir sig, m. ö o. sama og þeir segðu: Ef ég ætti að segja eins og er um sjálfan mig, kæmi ég mönnum fyrir sjónir eins og oflátungur; ef ég drægi úr

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.