Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 27

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 27
UM MÓÐURMÁLSKENNSLU í ÍSLENZKUM SK ÓLUM Hlutverk kennslunnar. MóSurmálið á að vera víðtækasta náms- greinin í barnaskólum, miðskólum og menntaskólum, enda er góð móðurmáls- kunnátta undirstaða alls skólanáms og menntunar. Aðalhlutverk móðurmálskennslu á að vera að þjálfa nemendur í að hugsa, auðga andlega reynslu þeirra, kenna þeim nýjan hugmynda- og orðaforða og þjálfa þá að rita málið í samræmi við þær venjur, sem nú tíðkast í íslenzku. Þetta hlutverk verður augljóst, þegar haft er í huga, að öll mannleg hugsun er svo nátengd máli, að ekki verður frá því skilið, og sú hugsun, sem verður ekki orðuð, er ófullkomin í sjálfri sér a sama hátt og öll orð tungunnar hafa ein- hverja merking. Móðurmálskennslan á að kynna nemöndum nýjar hugmyndir og kenna þeim að koma vel orðum að hugsun- um sínum. Segja má, að góð móðurmáls- kennsla þjálfi nemendur í þekkingarfræði, rökfræði og ritlist í víðtækustu merkingu þessara orða. Viðhorf í íslenzkum skólum. I íslenzkum skólum ríkir allt annað viðhorf til móðurmálskennslu en hér hefur verið lýst, að æskilegt væri. Að vísu mun sú skólanefna uaumast vera til á öllu landinu, að þar sé ekki veitt einhvers konar tilsögn í íslenzku. En kennsla orðaforðans, þjálfun í rökréttri hugsun og auðgun hugmynda eru atriði, sem lítil áherzla er lögð á. í stað þess er dýrmætum tíma nemanda sóað í fánýtt málfræðiþrugl, eins og brátt verður rakið. Helztu atriði, sem íslenzkukennarar leggja áherzlu á, eru þessi: málfræði (beygingar- fræði og hljóðsaga), setningafræði, stafsetn- ing og bókmenntalestur. Við skulum nú athuga, hvernig einstökum þáttum þessarar kennslu er háttað, og að hve miklu leyti þeir eiga rétt á sér. Kennsla í beygingarfræði. Beyingarfræði er kennd í barnaskóla og fylgir síðan allri móðurmálskennslu eins og skugginn til stúdentsprófs. Enginn virðist vita, hvers vegna þetta höfuðkapp er lagt á beygingarfræðina, enda hefur það naumast nokkurt gildi fyrir móðurmálsnám í skólum. Skólaböm tala í flestum atriðum málfræði- lega „rétt'', áður en þau læra beygingar- fræði, en eina skiljanlega afsökunin fyrir þessari ýtarlegu kennslu væri sú, ef íslenzk tunga væri að glata beygingarkerfinu og við vildum reyna að halda því við. Beygingar- fræðin virðist vera kennd eins og sjálfstætt fag, án sambands við önnur vandamál tungumálsins. Nú má vera, að einhverjum finnist þessi fræðigrein hafa uppeldislegt gildi, á svipaðan hátt og latína. En því fer fjarri. Frá blautu barnsbeini höfum við van- izt að tala málfræðilega ,,rétt", og það er okkur engin þjálfun, þótt við verðum að læra að benda á viðtengingarhátt og atviksorð, þágufall og nafnháttarmerki. Þessi kennsla hefur lítið fræðigildi og takmarkað uppeldis- gildi. Ahrif hennar eru að mestu leyti neikvæð, því að nemendur venjast á að „hugsa í orð- flokkum", en það tefur fyrir og glepur heil- brigða hugsun. Eina réttlætingin fyrir beyg-

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.