Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 28

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 28
122 NÝTT HELGAFELL ingarfræðinni er sú, að með henni er hægt að benda mönnum á einstakar orðmyndir, sem hafa gengizt í munni. Dæmi um þetta eru orð eins og kýr, læknir, förumst, mig langar, ég hlakka til. Myndir þessara orða eru aðrar í talmáli en í ritmáli, og nemendur verða að læra „réttu" myndimar. En þetta eru undantekningar og réttlæta á engan hátt þann geysimikla tíma, sem varið er til kennslu í beygingarfræði. Mönnum hefur oft komið til hugar, að kennarar séu svo illa að sér, að þeir neyðist til að eyða miklum tíma til þess arna, svo að þeir losnuðu við að glíma við örðugri viðfangsefni. Hljóðsagan. ITm annan þátt málfræðikennslunnar, hljóðsöguna, er svipað ástatt. Hún er kennd alltof mikið. Talið er nauðsynlegt, að menn verði að læra töluvert hrafl í germanskri hljóðsögu til að geta stafsett íslenzku. Og þess má geta til gamans, að einn fræði- maður vísar til indógermanskra hljóðbreyt- inga til að skýra fyrir mönnum, hvemig eigi að rita orðin beiskur og breyskur. Okkur kemur það harla lítið við, hver form skyld orð höfðu í gotnesku og sanskrít, vandamál móðurmáisíns em margþætt og flest þeirra nærtækari en saga einstakra hljóða þess um árþúsunda bil. Ef stafsetning okkar er svo fjarstæð, að nemendur verði að leggja á sig svo fánýtan lærdóm til að geta numið hana, þá á hún engan rétt á sér. Skólamir hafa þarfara hlutverki að gegna en grauta óvís- indalega í málfræði með nemendum, sem hafa engin tök á að skilja þessa fræðigrein að nokkru ráði. En er það nauðsynlegt að kenna nemendum um hljóðvörp, klofningu, styttingu og lengingu til að þeir geti stafsett eftir núverandi réttritun? Að þessu mun ég víkja nánar síðar, en ætla að benda á hve kjánaleg þessi aðferð er. Til að útskýra fyrir nemendum, hvers vegna rita beri orðið firði eins og gert er, verður að kenna þeim eftir- farandi reglur: í rót orðsins á frumgermönsk- um tíma var e, sem sætti a-klofningu í eign- arfalli og varð fjarðar, en u-klofningu í nefni- falli og þolfalli: fjörður, fjörð; og þar sem orðið heyrir u-stofnum til varð það fyrir i- hljóðvarpi í þágufalli (firði). Setningafræði. Setningafræðin tekur geysimikinn tíma, enda er hún talin sáluhjálparatriði til stú- dentsprófs. Einn kennari í íslenzku lét sjöttu- bekkjarnemendur greina alla Völuspá eftir kennisetningum þessarar fræðigreinar, og má af því marka, hve mikilvæg hún er, þegar eitt af stórverkum íslenzkra bók- mennta er látið sæta slíkri meðferð. Hvers vegna er setningafræði kennd í skólum? Er það gert til að þjálfa menn á svipaðan hátt og þeir þjálfast við ráðning krossgátna? Eða er það flótti kennara frá þarfari viðfangsefn- um, svo sem kennslu orðaforðans? Einhver sagði mér, að hún væri kennd til að nem- endur ættu betra með að átta sig á þeirri kjánalegu greinamerkjasetningu, sem nú tíðkast. Setningafræði er ein þeirra náms- greina í íslenzkum skólum, sem rembzt er við að troða í nemendur, án þess að nokkur hirði um að skilja tilgang hennar. Hún er orðin hefð og á sinn þátt í að gera skóla- námið leiðinlegra og tilgangslausara en ella. Stafsetningarkennsla. Islenzk nútímastafsetning er einhver hin erfiðasta sem um getur í Evrópu, og stafar það af því hve framburður timgunnar hefur breytzt mikið síðan byrjað var að rita hana á 13. öld og fáar umbætur hafa átt sér stað í stafsetningu síðan. Við búum raunar að 13. aldar stafsetningu að miklu leyti, og þó er stafsetning okkar að sumu leyti fyrndari en stafsetning á handritum frá 13. öld. Hér skal ekki fjallað um stafsetninguna sjálfa, heldur þann tíma, sem varið er til hennar í skólum. Stafsetningin er torlærð, enda læra hana fáir til fullrar hlítar; það væri flestum ofraun að muna öll orð í mál- inu, sem rita ber með y, svo að augljóst dæmi sé nefnt. — Eins og ég drap á áður, verða skólanemendur að grauta mikið í hljóðsögu til að vita, hvemig rita skal einstök orð. En

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.