Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 29

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Blaðsíða 29
MÓÐURMÁLSKENNSLA 123 þetta hefur ýmsa galla í för með sér. I fyrsta lagi er óheppilegt, að venja menn á að hugsa of mikið um rithátt orða, því að slíkt glepur fyrir hugsun þeirra. f öðru lagi hætta nemendur að leggja rithátt orða á minnið, eins og óskólagengið fólk gerir, í stað þess fara þeir að treysta á hljóð- sögukunnáttu sína. En þó skiptir hitt mestu máli, að jafnvel stúdentar virðast eiga örð- ugt með að stafsetja rétt. Ég hef átt í bréfa- skiptum við marga íslenzka alþýðumenn, sem nutu lítillar skólagöngu, og ég fullyrði, að þeir stafsetji að jafnaði eins vel og lang- skólafólk. Og því má bæta við, að greina- merkjasetning þeirra er yfirleitt miklu skyn- samlegri en stúdenta. Mér finnst að þeim tíma sem varið er til stafsetningarkennslu sé að miklu leyti kastað á glæ. Hitt væri miklu skynsamlegra: 1) að venja menn á að muna rithátt orða; og 2) kenna mönnum að nota stafsetningarorðabækur. Stílagerð. Fjórða viðfangsefni íslenzkukennara er stílagerð. Þetta er að sjálfsögðu þarft fyrir- tæki, því að nemendum er nauðsynlegt að geta komið orðum að hugsunum sínum. Einn þáttur þessarar kennslu er stafsetningin, greinamerkjasetning og annað þess háttar, sem kemur ritlist að vissu leyti lítið við. En til þess að nemendur geti ritað, verða þeir fyrst að kunna að hugsa. Með öðrum orðum nrá segja, að mikill og víðtækur orðaforði og þroskuð hugmyndatengsl séu undirstaða þess, að maður sé ritfær. Önnur atriði eru kunnáttan að geta komið skipulegum orðum að því sem honum býr í huga og dómgreind til að velja og hafna. Ritgerðakennsla ætti því að vera fólgin í því að kenna mönnum að ná valdi yfir orðaforða tungunnar, læra °rð yfir sem flestar hugmyndir og þjálfa þá til að beita orðunum á sem beztan hátt. B ókmenn tale stur. Fimmta atriði íslenzkukennslunnar er lest- ur bókmennta. Þetta er einhver mikilvægasta námsgreinin í íslenzkum skólum, ekki sízt af því að kennsla í öðrum listgreinum fer ekki fram þar. Auk þess eru bókmenntir sú listgrein íslenzk, sem á sér lengsta og þroskamesta sögu að baki. En öll list er örðug viðfangs f skólastofu, og á það ekki sízt við um bókmenntir. 1 rauninni er fáum það gefið að geta leiðbeint öðrum um listir, jafnvel þótt þeir beri eitthvert skynbragð á þær sjálfir. Sigurður Guðmundsson skóla- meistari var einstæður að þessu leyti. Hann gat látið nemendur njóta bókmennta á nýj- an hátt, dýpkað skilning þeirra á torræðum atriðum og kennt mönnum að hagnýta sér þær til aukins skilnings á mannlegum vanda- málum. En Sigurður skólameistari var und- antekning. — Eins og ég drap á áðan, þá lét einn kennarinn nemendur sína greina Völuspá í setningahluta, og mér er ekki grunlaust um, að aðrir kennarar geri sig seka um svipaðan glæp: að nota bók- menntir sem fótaþurrku málfræðinnar. Bókmenntakennsla gerir meiri kröfur til kennara en nokkur önnur námsgrein í ís- lenzkum skólum. Þó virðast fáir skilja þetta, og bókmenntakennsla er ávallt í höndum málfræðikennara, sem oft á tíðum hafa enga hugmynd um fagið, sem þeir kenna. Það er ekki nóg að troða í nemendur bragfræði- reglum og skýra fyrir þeim torskilin og óvenjuleg orð eða þvæla með þeim um völ- undarhús stafsetningarfræðinnar: þessi at- riði eru álíka skyld bókmenntum og efna- greining marmara er skyld höggmyndalist eða akústík er skyld hljómlist. Bókmennta- lesturinn í skólum er oft neikvæður, hann verður beinlínis til þess að fæla menn frá Ijóðum og sögum, þegar skóla sleppir. Ég þekki greindan stúdent, sem sagði mér eftir stúdentspróf, að sér hefði aldrei komið til hugar, að Völuspá væri bókmenntir. Kenn- arinn hafði vanið hann á að líta á kvæðið sem hráefni fyrir iðkanir í setningafræði og fómað skáldskapnum fyrir andlög og sagn- fylling. Ef kennarar eru ekki færir um að lesa annað út úr Völuspá en setningarhluta og orðflokka, þá eiga þeir að sýna henni

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.